Trump og Períkles: falsfréttir og fangelsi frásagnarinnar

Fréttir eiga ađ gefa okkur sannferđuga mynd af ástandi heimsins. Viđ fylgjumst međ fréttum til ađ fá yfirlit yfir stöđu mála, bćđi í nćrumhverfi okkar og á fjarlćgari slóđum. Fyrir daga fréttamiđla ţjónuđu önnur bođskipti ţessu hlutverki, fyrst sögur mćltar af munni fram og síđar ritmál í ýmsu formi s.s. á leirtöflum, skinni og loks pappír.

Sögurnar voru ekki fréttir í strangasta skilningi orđsins, en höfđu sama tilgang og fréttaveitur samtímans. Í báđum tilfellum er um ađ rćđa frásagnir af merkilegum tíđindum, sem jafnframt ţjóna ţví hlutverki ađ útskýra hvađ snýr upp og hvađ niđur í henni veröld.

Á síđasta ţriđjungi fimmtu aldar fyrir Krist börđust tvö borgríki um forrćđiđ yfir Grikklandi, Sparta og Aţena. Upphafsmađur sagnritunar í nútímaskilningi, Ţúkídídes, fćrđi Pelópsskagastríđiđ í letur.

Snemma í stríđinu var rekunum kastađ á falla Aţenumenn. Leiđtogi borgríkisins, Períkles, flutti jarđafararćđu sem telst til sígildrar málssnilli. Í rćđunni ber Períkles saman Aţenu og Spörtu. Aţenumenn eru frjálshuga, stunda umrćđur til ađ leita sannleikans og allir taka ţeir ţátt í stjórnmálum, ađeins ónytjungar láta stjórnmál afskiptalaus. Í Spörtu er á annan veg fariđ. Ţar ríkir ţrćlslundin í herskálamenningu, sem er jafn harđúđ og hún er leiđinleg.

Períkles fćrir í stílinn. Hann dregur taum Aţenumanna, lítur t.d. framhjá kvenfyrirlitningu ţeirra, og málar skrattann á vegginn ţar sem ţeir spartversku eru. En gerir ţađ af snilld.

Eftir samanburđinn segir Períkles ţessi merkilegu orđ: ,,Viđ ţurfum engan Hómer til ađ syngja okkur lof né neitt annađ skáld sem sannleikurinn kann ađ vefjast fyrir ţó ađ stef ţess hljómi vel um stundarbil."

Ţarna varar Períkles viđ falsfréttum - fyrir 2400 árum rúmum.

Hómer skrifađi ekki um Pelópsskagastríđiđ heldur um Trójustríđiđ, sem var háđ mörg hundruđ ár fyrir daga Períklesar. En Hómer var ráđandi frásögn á tímum Períklesar. Skáldin sungu Hómerskviđur í bland viđ samtímasögur af stríđi Aţenu og Spörtu.

Trump forseti Bandaríkjanna er enginn Períkles. En líkt og sá gríski berst Trump viđ andstćđinga sína um hver skuli ráđa frásögninni af embćttisverkum hans. ,,Stefin" sem ganga á skjön viđ sannleikann voru vandamál á tímum Forn-Grikkja rétt eins og ţau eru í dag.

Kjarni umrćđunnar um falsfréttir er ţessi: viđ eru öll fangar ráđandi frásagnar. Pólitísk barátta, hvort heldur á litla Íslandi, eđa úti í hinum stóra heimi, snýst um ađ ráđa frásögninni. Í ţeirri baráttu er trú og von en harla lítill kćrleikur. Og sannleikurinn? Hann týnist í hávađa baráttunnar.

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Skemmtileg og íhugunarverđ fćrsla. Mannskepnan hefur ekkert breyst á ţessum árţúsundum. Kleon sútari er bráđlifandi og til ţjónustu reiđubúinn og oft er meira hlustađ á hann en ţá Períkles og Sólon.Hverjum líkjast okkar ţingmenn yfirleitt maeira?

Halldór Jónsson, 16.9.2018 kl. 09:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband