Sunnudagur, 5. janúar 2020
Sigmundur Davíđ er mótvćgi viđ vinstrafrjálslyndiđ
Ţingmađur Samfylkingar vill úrsögn Íslands úr Nató út af Trump. Formađur Viđreisnar vill Ísland inn í ESB-óreiđusamtökin. Vinstri grćnir bođa afbyggingu atvinnulífsins í nafni glópahlýnunar.
Sjálfstćđisflokkurinn er smitađur vinstrafrjálslyndinu, samanber 3. orkupakkann og glópatrú á manngert veđurfar.
Sigmundur Davíđ og Miđflokkurinn eru borgaralegt mótvćgi viđ rađdómgreindarleysi vinstrafrjálslyndis.
![]() |
Telur ađ Sigmundur Davíđ verđi í nćstu ríkisstjórn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 5. janúar 2020
Frjálslynd stríđ og Trump-lögmáliđ
Innrásin í Írak 2003 var gerđ undir merkjum vestrćns frjálslyndis. Markmiđiđ var ađ steypa af stóli einrćđisherra, Saddam Hussein, og umskapa Írak. Verkefniđ mistókst herfilega. Áratug síđar munađi litlu ađ Írak yrđi ađ Ríki íslams.
Borgarastríđiđ í Írak og síđar í Sýrlandi styrkti Íran. Trump fékk forsetaembćttiđ 2016 m.a. út á loforđ um ađ hćtta frjálslyndum stríđum í miđausturlöndum. Frjálslyndinu heima fyrir sýndi Trump fingurinn međ ţví ađ loka á straum innflytjenda frá múslímaríkjum. Međ frjálslyndum stríđum fór fjölmenningin á haugana.
Slagorđ Trump um endurreisn Stór-Ameríku var túlkađ sem veikleikamerki í miđausturlöndum. Íran gekk á lagiđ. Ţegjandi samkomulag var á milli Írans og Trump-stjórnarinnar, segir í Jerusalem Post, um ađ útţensla íranskra áhrifa mćtti vera á kostnađ bandamanna Bandaríkjanna en ekki bandarískra mannslífa. Stórveldi sem ekki tryggir líf ţegna sinna er vitanlega smátt.
Íranir brutu ţegjandi samkomulagiđ međ drápi á Bandaríkjamanni í flugskeytaárás í Írak 27. desember. Nokkrum dögum síđar var einn valdamesti mađur Írans, og ađalhöfundur útţenslustefnunnar, Soleimani, tekinn af lífi í Bagdad af Bandaríkjaher.
Trump mun ekki hefja landhernađ gegn Íran upp á frjálslynda vísu. En hann getur látiđ eldi og brennisteini rigna yfir Íran, sprengt landiđ aftur á steinöld.
Trump er ekki heftur af frjálslyndi. Í viđtengdri frétt segir: ,,Trump sagđi ađ ýmis ţeirra skotmarka sem vćru í sigti Bandaríkjamanna hefđu mikla ţýđingu fyrir Íran og íranska menningu." Í munni frjálslyndra er tortíming menningar bannorđ. Lögmál fjölmenningar leyfir ekki slíkt orđfćri. Trump bođar annađ lögmál, sýnu óvćgara en ţađ frjálslynda.
Klerkastjórnin í Teheran skilur vonandi Trump-lögmáliđ áđur en ţađ er um seinan.
![]() |
Reiđubúnir ađ ráđast á 52 skotmörk |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 4. janúar 2020
Blóđhefnd sem utanríkispólitík
Íraninn Soleimani, sem Bandaríkjaher tók af lífi, var á vappi í Bagdad, höfuđborg Íraks, og skipulagđi umsátur um bandaríska sendiráđiđ nokkrum dögum fyrir aftökuna. Einn ćđsti mađur Íran vann međ ţegjandi samţykki stjórnvalda í Írak ađ herja á sendiráđ Bandaríkjanna, sem á ađ heita bakhjarl Íraks og bjargađi landinu frá ţví ađ verđa Ríki íslams ađ bráđ. Ríki íslams var einnig svarinn andstćđingur Írans. Svolítiđ kúnstugt.
Íran hótar blóđhefndum og stjórnvöld í Írak óttast ađ landiđ verđi vettvangur frekari blóđsúthellinga. Bandaríkin senda fleiri hermenn til Íraks, ţvert á yfirlýsta stefnu Trump ađ fćkka bandarískum hermönnum í miđausturlöndum.
Írak er ekki fullvalda ríki, nema ađ nafninu til. Hermenn annarra ríkja nota landiđ til uppgjörs sem líkist fremur átökum glćpahópa um hverfisyfirráđ en milliríkjasamskiptum.
Fyrrum sendiherra Ísraels hjá Sameinuđu ţjóđunum gerir ţví skóna ađ viđvarandi stríđsástand í Írak og nćrsveitum kalli á uppstokkun, víđtćka friđarsamninga, líkt og eftir stórstríđ í Evrópu.
Munurinn er sá ađ trúarmenning, siđir og venjur í Evrópu voru og eru einsleitari en í miđausturlöndum.
Meiri líkur eru á auknum blóđhefndum í miđausturlöndum en allsherjarfriđi. Ţví miđur.
![]() |
Víg Soleimanis stríđsađgerđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 3. janúar 2020
Íran og Ríki íslams - ţjóđríki og himnaríki
Ríki íslams var trúarhugmynd um nýtt kalífadćmi súnní-múslíma. Í fáein misseri 2014-2015 var Ríki íslams til í landamćrahéruđum Sýrlands og Íraks. Ţar fyrir utan er Ríki íslams neđanjarđarsamtök međ sellur hér og ţar en ekkert land til ađ rćkta og verja.
Íran er aftur ţjóđríki međ 80 milljónir íbúa, ađ stćrstum hluta Persa sem játa shíta-útgáfu múslímatrúar.
Leiđtogar Írans geta ekki fariđ neđanjarđar, ţeir missa ríkiđ fari ţeir í felur. Leiđtogar Ríkis íslam gátu sent fylgismönnum sínum hljóđupptökur úr felum; klerkarnir í Teheran verđa ađ sitja stjórnarskrifstofur og vera sýnilegir.
Vesturlönd gátu illa beitt sér gegn Ríki íslams, nema ţessa fáeinu mánuđi sem ríki ţeirra átti landfrćđilega tilvist. Íran er aftur skotmark, sitjandi önd.
Hefđbundiđ stríđ á milli Bandaríkjanna og Íran er ólíklegt. Bandaríkin láta sér ekki innrás til hugar koma, lćrđu ţađ af Írak-stríđinu. Íran hefur enga burđi til ađ herja á Bandaríkin nema međ hryđjuverkárásum.
Skćrur og stađbundin leiđindi verđa eftirmál aftöku Soleimani. Klerkarnir í Teheran vilja ţjóđríkiđ umfram himnaríkiđ.
![]() |
Spurningin bara hvenćr stríđ brjótist út |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. janúar 2020
Vinstrimenn til varnar bankaauđvaldinu
Fyrrum ráđherra Samfylkingar ritar til varnar bankaauđvaldinu í málgagn Samfylkingar. Í Kjarnagrein Katrínar Júlíusdóttur er ćmt og ćjađ yfir ,,séríslenskum" bankaskatti á Fróni.
Katrín og fleiri vinstrimenn af samfylkingarsortinni studdu međ ráđum og dáđ bankaauđvaldiđ fyrir hrun. Ágúst Ólafur, félagi Katrínar, lagđi til ađ enska yrđi opinbert mál á Íslandi til ađ auđvelda hamfarastefnu bankanna.
Íslenskt bankafólk kunni ekki sitt fag. Hruniđ leiddi ţađ í ljós. Vinstrimenn kunna sér ekki hóf. Sagan kennir okkur ţađ. Tveir nauđsynlegir ţćttir í velferđ ţjóđarinnar eru veikir bankar og áhrifalitlir vinstrimenn.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3. janúar 2020
4% dauđi í Bagdad
Olíuverđ á heimsmarkađi hćkkađi ekki nema um 4 prósent viđ fréttir af aftöku óopinbers leiđtoga shíta-múslímaríkjanna Írans og Íraks. Ţeir dagar eru liđnir ađ skortur á olíu frá miđausturlöndum stöđvi hagkerfi vesturlanda.
Aftakan á Soleimani er áhugaverđust í innbyrđis valdabaráttu múslímaríkja. Shíta-múslímar í Íran, Írak og Sýrlandi sóttu í sig veđriđ í baráttunni viđ súnní-múslíma međ Sádi-Arabíu sem valdamiđstöđ. Vesturlönd umbáru vöxt og viđgang shíta á međan Ríki íslams, sem er hreyfing súnní-múslíma, var hćttuleg. Soleimani var lykilmađur í útţenslu shíta.
Shítar eru ekki nema um 20 prósent múslíma, súnnar 80 prósent. Af ţeirri ástćđu einni eru útţenslunni takmörk sett. Höfuđríki shíta er Íran sem fyrir daga múslímatrúar hét Persía og gerđi bćđi Grikkjum og Rómverjum skráveifu í fornöld. Kjarnorkuvopnaáćtlun Írans, sem Obama leyfđi en Trump stöđvađi, var tilraun til ađ gera Íran ađ stórveldi. Landvinningar síđustu ára, í Írak og Sýrlandi, gáfu ţeirri ímynd undir fótinn.
Stefiđ í útţenslu múslíma síđustu ára, bćđi shíta og súnna, er ađ vesturlönd séu úrkynjuđ og veik. Vestrćnn almenningur er áhugasamari um kynjapólitík og loftslagsvá en heimsveldi. Misheppnuđ tilraun vesturlanda til ađ umbreyta múslímaríkjum, međ innrásum í Írak og Afganistan í kjölfar falls tvíburaturnanna í New York 11. sept. 2001, ţótti undirstrika veikleikana. Nú vćri tćkifćri ţjóđa spámannsins ađ láta ađ sér kveđa. Blindađir af trú sáu múslímar ekki harđan veruleikann: í samanburđi viđ vesturlönd eru múslímaríki á steinaldarstigi í menningu og tćkni.
Aftakan í Bagdad í nótt verđur ekki án afleiđinga. Jerusalem Post segir aftökuna hafa veriđ óhugsandi - áđur en hún var gerđ. Soleimani sendi shítana sína til ađ narta í veldi Bandaríkjanna međ umsátri um bandaríska sendiráđiđ í Bagdad. Fáeinum dögum síđar er Soleimani dauđur.
Soleimani mátti vita ađ sendiráđ eru Bandaríkjamönnum viđkvćm á kosningaári. Carter tapađi forsetakosningunum 1980 vegna sendiráđstöku landa Soleimani í Tehran. Trump stendur til endurkjörs í haust.
Klerkaveldiđ í Íran er í valţröng. Ef ţeir láta aftökuna yfir sig ganga sýnast ţeir vanmáttugir. Ef ţeir auka ófriđinn og velja sér viđkvćmt bandarískt skotmark hćtta ţeir á frekari aftökur leiđtoga sinna. Innanlandsástand í Íran er ţannig ađ óvíst er hvort margir gráti mannfall í röđum klerkanna.
![]() |
Dýnamít í púđurtunnu? |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 2. janúar 2020
Tyrkland međ heimsveldaáform
Tyrkir ćtla ađ senda herliđ til Líbýu, sem er klofiđ land eftir misheppnađa tilraun frjálslyndra á vesturlöndum ađ skipa ţar málum eftir sínu höfđi. Tyrkir herja jafnframt á byggđir Kúrda í Sýrlandi međ ţađ fyrir augum ađ fćra landamćri ríkjanna á kostnađ Sýrlands.
Austurhluti Miđjarđarhafs liggur á milli Tyrklands og Líbýu. Guardian segir markmiđ Tyrkja efnahagsleg. Ţeir ćtli ađ tryggja sér rétt til vinnslu á gasi og olíu á svćđinu. Áđur höfđu Grikkir, Egyptar, Kýpverjar og Ísraelsmenn samiđ sín á milli um vinnslu á hafsvćđinu.
Jerusalem Post setur hernađarafskipti Tyrkja í samhengi viđ heimsveldi Ottómana sem féll í fyrri heimsstyrjöld. Í framhaldi voru landamćri fyrir botni Miđjarđarhafs dregin af gömlu evrópsku nýlenduveldunum, Bretum og Frökkum.
Eftir fall Ottómana byggđu Tyrkir upp veraldlegt ţjóđríki undir forystu Atatürk. Á seinni árum fćrist Tyrkland í átt múslimaríkis undir leiđsögn Erdogan forseta. Á međan veraldleg pólitík réđ ferđinni í Tyrklandi sóttust ţeir eftir ađild ađ Evrópusambandinu en var hafnađ.
Heimsveldaáform Tyrkja á austurhluta Miđjarđarhafs kalla á viđbrögđ Evrópuríkja sem og annarra sem eiga hlut ađ máli. Tyrkland ásamt Katar og Ítalíu styđja Trípólí-stjórnina í Líbýu á međan Egyptar, Frakkar og Rússar styđja stríđsherrann Haftar.
Deilurnar fyrir botni Miđjarđarhafs voru flóknar fyrir. Heimsvaldastefna Tyrkja mun ekki einfalda ţćr.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. janúar 2020
Samstađa gegn uppgjöf vinstrimanna
Ríkisstjórn vinstriflokkanna, Jóhönnustjórnin, sem tók viđ völdum 2009, undirbjó uppgjöf íslenska lýđveldisins. Fyrst átti ađ gefast upp fyrir kröfum Breta og Hollendinga um ađ íslenskur almenningur tćki ábyrgđ á Icesave-skuldum einkabanka.
Síđan átti ađ gefa upp fullveldiđ til Evrópusambandsins.
Indefence-hópurinn reisti fyrstu varnarlínuna međ ţví ađ knýja í gegn ţjóđaratkvćđagreiđslu um Icesave-samninga Jóhönnustjórnarinnar. Í kjölfariđ skapađist svigrúm til ađ brjóta á bak aftur ESB-umsóknina frá 16. júlí 2009.
Lýđveldinu var bjargađ á síđustu stundu.
![]() |
Fékk fálkaorđu vegna InDefence |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Miđvikudagur, 1. janúar 2020
Frjálslynda heimsvaldastefnan og Trump bjargvćttur
Bandaríkin stjórnuđu Írak eftir innrásina 2003 og fall Hussein. Í dag er bandaríska sendiráđiđ í höfuđborg Íraks í umsátri öskrandi múslíma. Hvađa skelfilegu mistök leiddu til niđurlćgingarinnar?
Yfirborđsskýringin er ađ Bandaríkin gerđu árás á sveitir hliđhollar Íran međ bćkistöđvar í Írak. Tilefni árásar Bandaríkjanna er ađ ţeir innfćddu drápu bandarískan verktaka. Jerusalem Post útskýrir samhengi hefndarađgerđanna.
Í stćrra samhenginu er stađa Bandaríkjanna í Írak og miđausturlöndum almennt mistök frjálslyndra á síđasta áratug. Innrásina 2003 má skrifa á reikning Bush forseta og herskárra kaldastríđshauka. Brotthvarf bandaríska hersins undir lok áratugarins var viđurkenning á óförunum. Í byrjun síđasta áratugar var borđiđ dekkađ fyrir skynsama og raunsćja utanríkisstefnu er í grunninn leyfđi múslíum í miđausturlöndum ađ finna lausn á eigin málum.
Ţađ gekk ekki eftir. Frjálslyndir, Obama, Clinton og kó, tileinkuđu sér herskáa stefnu um ađ breyta miđausturlöndum í vestrćn fjölmenningarsamfélög. Arabíska voriđ í byrjun áratugarins var tylliástćđa. Gadaffi í Líbýu var steypt af stóli og efnt var til borgarastyrjaldar í Sýrlandi.
Trummp var kjörinn forseti 2016 til ađ stöđva illa ígrunduđ hernađarćvintýri. Herskáir frjálslyndir gengu af göflunum, heimtuđu meira blóđ og höfuđ Trump á fati; hann vćri hvort eđ er ekki annađ en smurđur agent Pútín Kremlarbónda.
Kaldastríđsfrjálslyndiđ í Bandaríkjunum er útskýrt í málgangi íhaldssamra hćgrimanna, American Conservative. Í gruninn trúir herskáa útgáfan af frjálslyndi ađ vestrćnt samfélag sé sniđmát fyrir heimsbyggđina alla. Í stađ ţess ađ viđurkenna hreint út heimsvaldastefnuna klćđa frjálslyndir hana í hugmyndafrćđi mannréttinda og yfirvofandi heimsendis vegna manngerđs veđurfars.
Mannréttindi koma ekki af himnum ofan. Ţau verđa til í samfélagi manna. Vestrćn mannréttindi vaxa úr kristni, eins og Tom Holland sýnir fram á í nýrri bók, og byltingunum í Bandaríkjunum og Frakklandi á seinni hluta 18. aldar. Ţessi mannréttindi eru framandi múslímum enda viđurkenna ţeir ţau ekki.
Trump er bjargvćtturinn gegn heimsvaldastefnu frjálslyndra. Hann blés, koltvísýringi auđvitađ, á glópahlýnun og bođađi endalok frjálslyndrar heimsvaldastefnu í miđausturlöndum.
Bandaríkin áttuđu sig á ađ stríđiđ í Víetnam var tapađ 1968 ţegar sendiráđiđ í Saigon varđ fyrir árás. Sjö árum síđar lauk 25 ára sneypuför herveldisins til smáríkis í Suđaustur-Asíu. Barátta gegn heimskommúnisma var yfirvarpiđ sem kostađi milljónir mannslífa. Umsátriđ um bandaríska sendiráđiđ í Bagdad í árslok 2019 fćr kannski einhverja fleiri en Trump til ađ kveikja á perunni í Washington um ađ frjálslynda heimsvaldastefnan er ferđ án fyrirheits.
![]() |
Kennir Íran um árásina |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Miđvikudagur, 1. janúar 2020
Katrín og mótsögnin um manngert veđurfar
Íslendingar ţekkja náttúruhamfarir. Eldgos, jarđskjálftar, hafís og harđindaár eru skráđ í sögu okkar frá elstu tíđ. Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra rćddi í áramótaávarpi ađventuóveđriđ á nýliđnu ári og sagđi:
Ellefu ţúsund manns og 7500 heimili og fyrirtćki voru án rafmagns ţegar verst lét. Hross og skepnur féllu, foktjón varđ verulegt og viđ misstum ungan mann norđur í Sölvadal slíkt tjón verđur aldrei bćtt. Veđurofsinn hefur sýnt og sannađ ađ tryggja ţarf innviđi um land allt betur en nú er og hafa stjórnvöld ţegar hafiđ vinnu viđ ađ skipuleggja ţćr umbćtur.
Hvergi minntist forsćtisráđherra á loftslagsvá í tengslum viđ óveđriđ á ađventunni. Enda hefđi ţađ veriđ kjánalegt. Veđurofsi á Íslandi er náttúrulegt fyrirbrigđi frá landnámstíđ.
En ţegar Katrín rćđir veđurfar í öđrum heimshlutum kemur annađ hljóđ í strokkinn.
Um allan heim hefur krafan um ađgerđir gegn loftslagsvánni orđiđ hávćrari í ár. Neyđ hefur skapast víđa um heim vegna veđurfarsöfga; ţađ eru hitabylgjur, ţurrkar, flóđ og gróđureldar.
Jćja, Katrín, veđriđ í útlöndum er sem sagt manngert en Íslendingar búa viđ náttúrulegt veđurfar. Eđa hvađ?
Raunar má finna í ávarpi forsćtisráđherra skýringu á ţessari mótsögn. Katrín segir:
Ţó ađ ađgengi ađ upplýsingum sé mikiđ, eru ţćr misáreiđanlegar og til eru flókin algrím sem stýra okkur á netinu og halda fólki stundum í eigin samfélagskima sem ţađ heldur ađ sé samfélagiđ allt.
Ţeir sem trúa á manngert veđurfar, ţvert á alla reynslu sögunnar, eru í ,,eigin samfélagskima." Ţessi kimi er pólitískur og trúarlegur, biskup Íslands nýjasta dćmiđ, en hefur mest lítiđ međ náttúrulegan veruleika ađ gera.
![]() |
Ungt fólk stöđugt í beinni |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)