Vinstrimenn til varnar bankaauðvaldinu

Fyrrum ráðherra Samfylkingar ritar til varnar bankaauðvaldinu í málgagn Samfylkingar. Í Kjarnagrein Katrínar Júlíusdóttur er æmt og æjað yfir ,,séríslenskum" bankaskatti á Fróni.

Katrín og fleiri vinstrimenn af samfylkingarsortinni studdu með ráðum og dáð bankaauðvaldið fyrir hrun. Ágúst Ólafur, félagi Katrínar, lagði til að enska yrði opinbert mál á Íslandi til að auðvelda hamfarastefnu bankanna.

Íslenskt bankafólk kunni ekki sitt fag. Hrunið leiddi það í ljós. Vinstrimenn kunna sér ekki hóf. Sagan kennir okkur það. Tveir nauðsynlegir þættir í velferð þjóðarinnar eru veikir bankar og áhrifalitlir vinstrimenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bankaskatturinn hækkar rekstrarkostnað allra bankanna og leiðir þannig til þess að þjónusta þeirra verður dýrari fyrir þá sem nota hana. Það skilja allir hægrimenn, og greinilega í það minnsta sumir vinstrimenn. En aðrir vinstrimenn skilja það bersýnilega ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2020 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband