Um 15 þús. útlendingar í íslenskri ferðaþjónustu

Í skýrslu KPMG segir að árið 2008 hafi launþegar í ferðaþjónustu verið um 15 þúsund. Árið 2020 voru launþegarnir 32 þúsund.

Útlendingar eru líklega um helmingur launþega í ferðaþjónustunni. Á Keflavíkurflugvelli er varla töluð íslenska seinni árin, sama gildir um fjölmörg fyrirtæki í atvinnugreininni. Erlent farandverkafólk var í góðærinu flutt inn í flugvélaförmum að sinna störfum sem Íslendingar vildu ekki.

Sjálfhætt er að flytja útlent vinnuafl til landsins eftir hrun ferðaþjónustunnar.


mbl.is Djúp lægð næstu eitt til tvö árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífskjör þjóðarinnar eru í uppnámi, Ragnar Þór, ekki samningar

Við verðum að vinna meira fyrir minni pening. Þau skilaboð koma ekki frá atvinnurekendum eða ríkisstjórn heldur farsóttinni.

Atvinnulífið er í kaldakoli. Ekki bara á Íslandi, heldur heimsbyggðinni allri.

Krakkarnir í fílabeinsturni verkó, Ragnar Þór, Drífa og Sólveig Anna, skilja ekki að góðærið er farið. Hallæri blasir við.

Hallærið mun vinsa út bjána frá fullorðnum. Verkó er illa mönnuð af fullorðnum.


mbl.is Lífskjarasamningur í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínversk lygi, WHO meðsek - eins og Trump sagði

Kínversk stjórnvöld lugu um kórónuveiruna. WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, tók undir kínversku lygina og gerði lítið úr smithættu og dánartíðni.

Trump forseti hafði rétt fyrir sér.

Frjálslyndir alþjóðasinnar og fjölmiðlar á þeirra vegum höfðu rangt fyrir sér.

En það verður bið á því að Trump fái afsökunarbeiðni. Alþjóðlega falsfréttasmiðjan er ekki vön að biðjast afsökunar.


mbl.is Sláandi dánartölur frá Wuhan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fávitafimma Pírata í stað hálftíma hálfvitanna

Hálftími ætlaður til fyrirspurna þingmanna til ráðherra gengur undir heitinu hálftími hálfvitanna. Í einni fyrirspurn spurði Pírati um óskrifaðar reglur þingsins - og vildi fá þær skrifaðar.

Í dag var á dagskrá þingsins hálftími hálfvitanna. En þá brá svo við að þingmaður, Pírati, eins og er við hæfi, talaði í fimm mínútur um veirukæra þingmenn og bjó óvart til nýjan dagskrárlið: fávitafimmuna.

Það er sparnaður upp á 25 mínútur. 

Hirðfíflunum á Austurvelli er ekki alls varnað.


mbl.is Þingfundi slitið eftir fimm mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnulíf án eftirspurnar - veiran drap góðærið

Ef ekki er eftirspurn eftir vöru og þjónustu er framboði sjálfhætt Atvinnulífið fyrir farsótt kemur ekki heilt og óskaddað úr sóttkví.

Atvinnurekstur verður að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutverk ríkisins er að veita svigrúm í takmarkaðan tíma til að eigendur fyrirtækja og launþegar fái tækifæri til að ná áttum.

Kórónuveiran drap góðærið. Framundan er hallæri. Spurningin er hvort það vari í nokkur misseri eða ár.


mbl.is „Meira þarf ef duga skal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump í stríði við frjálslynda alþjóðasinna

Frjálslyndir alþjóðasinnar þóttust komast í feitt þegar kórónuveiran skall með þunga á Bandaríkin og kenndu Trump forseta um mannfallið.

Trump galt rauðan belg fyrir gráan og kenndi stofnun alþjóðasinna, WHO, um að bregðast skyldu sinni. Og hefur nokkuð til síns máls. Forstjóri WHO gerði lítið úr veirunni í fyrstu og marglofaði kínversk stjórnvöld fyrir öflugar veiruvarnir. Á daginn kom að Kínverjar reyndu að ljúga sig úr vandanum og gripu seint til varna. Kínverska veiran stökkbreyttist og varð alþjóðleg en WHO svaf á verðinum.

Sóttvarnir eru hápólitískar og eftir því eldfimar. Skynsamar þjóðir, eins og Íslendingar, taka pólitíkina út fyrir sviga. Enda frjálslyndir alþjóðasinnar veikir og sundraðir hér á landi eftir glataða ESB-umsókn og ömurlegan orkupakka. Í Bandaríkjunum eru frjálslyndir í kosningaham og ætla að nota kínversku veiruna til að fella sitjandi forseta í haust.


mbl.is „Hjálpar ekki að skella skuldinni á aðra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta kreppa í 12 ár á Íslandi, 300 ár í Bretlandi

Kórónuveiran veldur mestu heimskreppu í 90 ár, segir Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Bretar búa sig undir verstu kreppu í 300 ár. Ísland, ljónheppið að vanda, þarf ekki að horfa nema tylft ára tilbaka í leit að sambærilegri efnahagskreppu.

Hrunið var Íslandi mun verra en efnahagslegt áfall. Þjóðin lenti í siðferðilegri og pólitískri kreppu sem var langvinnari en þeir fáu mánuðir sem efnahagslega voru erfiðir.

Íslendingar búa að erfiðri reynslu og taka kórónukreppunni með samheldni og stóískri ró. Veröldin umbyltist og enginn veit hvað verður. Á meðan dyttum við að heima hjá okkur.  


mbl.is Mesti samdráttur frá kreppunni miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran stökkbreytir atvinnulífinu, líkt og hrunið

Ferðaþjónusta á Íslandi varð til eftir hrun. Fyrir hrun var hún árstíðarbundin, ferðamenn komu með farfuglum á vorin en létu lítið á sér kræla yfir skammdegið. Eftir hrun óx ferðaþjónustan veldisvexti sum árin og varð heilsársatvinnugrein.

Vinnuafl var flutt til landsins í tugþúsundavís til að sinna ferðaþjónustu og afleiddum störfum, m.a. í byggingariðnaði.

Kórónuveiran heggur stórt skarð í ferðaþjónustuna í ár og hæpið að hún verði næstu ár jafn veigamikil og tímabilið eftir hrun. Ferðalög milli landa verða háð takmörkunum og flugfargjöld hækka verulega.

Ekki er raunhæft að tala um að sitja af sér farsóttina og gera ráð fyrir óbreyttu atvinnulífi eftir hrun. 

Nær er að tala um aðlögun að gerbreyttu ástandi.


mbl.is „Eiga skilið að fá stuðning frá sam­fé­lag­inu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðhjöðnun á húsnæði, veiði og innanlandsferðum

Verðlækkun verður á vörum og þjónustu sem að hluta eða öllu leyti var falboðin erlendum ferðamönnum fyrir kórónuveiruna.

Húsnæði lækkar í verði, bæði til íbúðar og atvinnu. Veiðileyfi i stangveiði lækkar, samanber meðfylgjandi frétt, sem og gisting og önnur ferðaþjónusta innanlands.

Erlendir ferðamenn koma í sumar en þeir verða ekki nógu margir til að standa undir verðlagi síðustu ára.

Lægra gengi krónunnar veldur tímabundnum verbólguþrýstingi á innfluttar vörur en verðhjöðnun kemur á móti.

Hagkerfið aðlagar sig hægt en örugglega næstu misserin að breyttum veruleika. Þetta getum við með krónuna sem bakhjarl.


mbl.is Bjóða 50% afslátt af veiðileyfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir metrar í flugvél

Útgöngubanni lýkur í Evrópuríkjum i maí en áfram verða ferðatakmarkanir. Þegar takmarkanir á flugsamgöngur verða rýmkaðar, sennilega miðsumars, búast flugfélög við að nálægðarreglur farþega verði hluti skilyrðanna.

Takmarkanir á fjölda farþega leiðir til tvöfalt hærri flugfargjalda, segir í frétt Telegraph.

Flug verður lúxus.


mbl.is Frakkar framlengja útgöngubann til 11. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband