Atvinnulíf án eftirspurnar - veiran drap góðærið

Ef ekki er eftirspurn eftir vöru og þjónustu er framboði sjálfhætt Atvinnulífið fyrir farsótt kemur ekki heilt og óskaddað úr sóttkví.

Atvinnurekstur verður að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutverk ríkisins er að veita svigrúm í takmarkaðan tíma til að eigendur fyrirtækja og launþegar fái tækifæri til að ná áttum.

Kórónuveiran drap góðærið. Framundan er hallæri. Spurningin er hvort það vari í nokkur misseri eða ár.


mbl.is „Meira þarf ef duga skal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þökk sé þríeykinu, Þórólfi, Ölmu og Víði, þökk sé Katrínu, Birni og Svandísi, þökk sé Kára Stefánssyni og Landspítalanum og okkur sjálfum, er alveg víst að túristarnir munu koma aftur. Það er bara spurning um hvenær. 

Benedikt Halldórsson, 16.4.2020 kl. 10:58

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Við sem þjóð vorum einhuga um að sigrast á veirunni eins og samheldin fjölskylda. Við þurfum að hafa landamæri og útidyrahurð. Það er ekkert að því að vera partur af þjóð eða heimili. Það gerir engan árásargjarnan. En við verðum að læra af reynslunni og forðast gamla pytti nasisma. "Við" - erum fólkið sem vorum saman í sóttkví. 

En svo þegar við náum okkar fyrri styrk getum við tekið gleði okkar og haldið áfram fyrri illdeilum eins og ekkert hafi í skorist. Það verður gaman. 

Benedikt Halldórsson, 16.4.2020 kl. 11:27

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú á græðgisvæðingin bágt!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.4.2020 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband