Mesta kreppa í 12 ár á Íslandi, 300 ár í Bretlandi

Kórónuveiran veldur mestu heimskreppu í 90 ár, segir Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Bretar búa sig undir verstu kreppu í 300 ár. Ísland, ljónheppið að vanda, þarf ekki að horfa nema tylft ára tilbaka í leit að sambærilegri efnahagskreppu.

Hrunið var Íslandi mun verra en efnahagslegt áfall. Þjóðin lenti í siðferðilegri og pólitískri kreppu sem var langvinnari en þeir fáu mánuðir sem efnahagslega voru erfiðir.

Íslendingar búa að erfiðri reynslu og taka kórónukreppunni með samheldni og stóískri ró. Veröldin umbyltist og enginn veit hvað verður. Á meðan dyttum við að heima hjá okkur.  


mbl.is Mesti samdráttur frá kreppunni miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaða kreppa var í bretlandi fyrir 300 árum? Mér finnst samanburðurinn eiginleg út í hött. Þetta er á Tutor tímabilinu þegar íbúafjöldinn í englandi var um 5 milljónir og ein milljón í skotlandi. Landið var rétt að færast úr dreifðu bændasamfélagi til borgarsamfelags. Í London bjuggu rétt um hálf milljón.

Kreppan mikla 1929 byrjaði að hjaðna 1933 og eftir 10 ár var efnahagur heimsins kominn á sama uppgangstig og fyrir 29. (Roaring twenties) sem var mesta velmegunarskeið fram að því í nútímasögunni.

Engar brauðraðir og hungursneið var að finna eftir 2008 kreppuna og heimurinn var kominn í sama eða betra horf eftir sjö ár.

Skil ekki þessi ofboðslegheit. Á þessi áröður að fá fólk til að fallast betur á enn frekari flutning auðs á færri hendur og skeðingu lýðréttinda? Það er eins og spuninn stefni að því eins og í öllum kaffibollastormum fyrri kreppa.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2020 kl. 10:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er hagstæðari "kreppa" fyrir þá sem nýta hana til auðsöfnunnar. Hér má enginn mótmæla, eða þá að fólk er orðið það skíthrætt að það mun ekki mótmæla.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2020 kl. 10:46

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Dýpsta kreppan hér á landi var 1917-19 þegar hagtölur eru grannt skoðaðar. 

1930 var kreppan mikla mun dýpri en núna, því að beinn prósentu eða krónutala segir ekki alla sögu, heldur verður að skoða hver staðan var þegar kreppan skall á. 

Það lágu aðeins ófullkomnir, mjóir og krókóttir slóðar um landið og í heilum landshlutum eins og Vestfjörðum voru engir bílfærir vegir. Meirihlut sveitabæja í stórum landshlutum eins og á Norðvesturlandi, voru enn torfbæir. 

Það var ekki einu sinni orðið bílfært milli Reykjavíkur og Akureyrar nema að fara um hálendisslóðann um Kaldadal, engir flugvellir fyrr en í stríðinu, ekki komið útvarp, ekki rafmagn né sími á landsbyggðinni, sími og rafmagn voru lúxustæki o.s.frv. 

Kreppan mikla var dýpst hér á landi 1939 eftir hrun hins stóra markaðar fyrir saltfisk á Spáni, og Hambros banki í London átti í raun hið stórskulduga Ísland. 

Að segja að 10 prósenta minnkun þjóðartekna eða þjóðarframleiðsla árið 2020 sé mesta kreppa síðustu 100 ár er svona álíka eins og að segja að 10 prósent tekjulækkun ríks manns með milljón á mánuði, sé meira fjárhagslegt áfall fyrir hann en  en 20 prósent tekjulækkun öreiga með 100 þúsund krónur á mánuði. 

Kreppan 1946-60 og kreppan 1966-69 voru verri en núna, af því að hagkerfið og þjóðarframleiðslan voru mörgum sinnum minni en nú, vegakerfið enn malarslóðar og heilar atvinnugreinar með gjaldeyristækjur eins og ferðaþjónusta og stóriðja ekki til. 

Ómar Ragnarsson, 16.4.2020 kl. 00:51

4 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Leysa deiluna við Rússa og auka fiskveiðar.

Guðmundur Böðvarsson, 16.4.2020 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband