ESB-umsóknin, orkupakkinn og Katrín

ESB-umsóknin var rökstudd þannig að í boði væru aldeilis frábærar undanþágur frá íþyngjandi regluverki ESB. Sömu rök eru notuð fyrir 3. orkupakka ESB af Katrínu forsætisráðherra.

Hún segir í hádegisfréttum RÚV að Ísland geti fengið undanþágu frá því tengjast evrópska raforkumarkaðnum með sæstreng. En, óvart, gengur orkupakkinn út á sameiginlegan ESB-markað fyrir raforku og ekki neitt annað.

Að innleiða 3. orkupakka ESB án rafstrengs er eins og að byggja flugvöll en banna flugtak og lendingu flugvéla. Enginn heilvita byggir flugvöll nema ætla að nota hann fyrir flugumferð.

Undanþágurökin fyrir ESB-umsókninni voru ónýt. Öllum var augljóst að við höfðum fyrir stærstu og bestu undanþáguna - að standa utan ESB. 

Að sama skapi eru undanþágurökin fyrir 3. orkupakkanum ónýt. Á meðan enginn er rafstrengurinn milli Íslands og Evrópu er algerlega ástæðulaust að Ísland eigi aðild að raforkustefnu ESB.

Ríkisstjórn sem ekki skilur jafn gjörtapaða málefnastöðu og einkennir umræðuna um 3. orkupakkann er hreinlega ekki mönnuð fólki með dómgreindina í lagi.

 


Gjaldþrot WOW ódýrasti kosturinn

WOW er fljúgandi þrotabú sem enginn vill kaupa. Eigandi félagsins reynir fjárkúgun til að fá ríkisfé í reksturinn.

Flugrekstur lýtur lögmálum grjótharðrar samkeppni. Ríkisfé á ekkert erindi í þann rekstur.

Hvað sem gerist um helgina í samskiptum Icelandair og WOW ætti ríkið að halda fast um pyngjuna.

Lögmál markaðarins á að ráða afdrifum WOW.


mbl.is Upp og niður hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3. orkupakkinn: Ísland þarf nýja forystu

Þriðji orkupakki ESB snýst um að selja rafmagn yfir landamæri þjóðríkja. Eini tilgangur orkupakkans er að markaðsvæða framleiðslu og sölu rafmagns á evrópska vísu.

Íslensk stjórnvöld reyna að telja okkur trú um að ekkert samhengi er á milli þess að innleiða þriðja orkupakkann og selja rafmagn með sæstreng til Evrópu. En það væri eins og að setja upp umferðaljós án umferðar.

Ísland hefur fengið heildarundanþágur frá reglum ESB um skipaskurði og járnbrautalestir. Hvers vegna fáum við ekki heildarundanþágu frá reglum um sölu rafmagns yfir landamæri? Rökin eru þau sömu; hér eru ekki skipaskurðir, ekki lestir og rafmagn er ekki selt yfir landamæri. Við eigum ekkert erindi í orkustefnu ESB nema ætlunin sé að leggja rafstreng til Evrópu.

Þegar það liggur fyrir að ríkisstjórnin er einbeitt í brotavilja sínum gegn almannahagsmunum er augljóst að landið þarf nýja forystu. 

Ríkisstjórn sem ekki er fær um að annast fjöregg þjóðarinnar, fullveldið, er ekki á vetur setjandi.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

WOW-áhrifin: sósíalistar í verkó tapa fyrst

Nauðlending WOW fer illa með hagkerfið, færri ferðamenn og aukið atvinnuleysi. Sósíalistarnir í verkó eru þegar komnir með verri samningsstöðu og hún mun versna næstu daga þegar WOW-áhrifin koma betur í ljós.

Sósíalistarnir í verkó komu í veg fyrir kjarasamning sem tilbúinn var í byrjun viku milli landssamtaka verslunarmanna og atvinnulífsins. Þeir eiga eftir að naga sig í handarbökin yfir þeim mistökum.

Verkó kaus hasar fram yfir kjarabætur. Launþegar tapa.

 


mbl.is „Í höndum Icelandair og WOW“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningamenn og 3. orkupakkinn

Peningalyktin af þriðja orkupakka ESB fer ekki framhjá þeim sem leita eftir gróðavænlegri fjárfestingu.

Íslenskir peningamenn rotta sig saman til að taka þátt í veislunni þegar hægt verður að selja rafmagn beint til ESB með rafstreng.

Þriðji orkupakkinn opnar fyrir þann möguleika.

Íslenskir neytendur munu bera kostnaðinn með stórhækkun á rafmagni. Náttúra Íslands mun láta á sjá þegar peningafólkið fær tækifæri til að sökkva landi fyrir rafmangsframleiðslu.

Eina leiðin til að stöðva þessar hamfarir gegn almenning og náttúrunni er að hafna þriðja orkupakka ESB.


mbl.is Haslar sér völl á raforkumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndar-WOW

WOW á engar flugvélar, aðeins leigusamninga um flugvélar. Þeir sem leggja trúnað á möguleg kaup Indigo Partners á WOW, en þeim fer fækkandi, telja að WOW verði í framtíðinni sýndarfyrirtæki, í reynd aðeins farmiðasala á netinu.

Í viðskiptatímaritinu Forbes er þetta útskýrt. Indigo á fyrir flugfélögin, WIZZ og Frontier, sem skila hagkvæmari rekstri en WOW. Ef Indigo eignast WOW verður flugreksturinn lagður niður en farmiðasalan rekin áfram. Viðskiptavinir munu kaupa WOW-miða en fljúga með WiZZ-Frontier.

Sem sagt, Sýndar-WOW, fyrirtæki sem aðeins er farmiðasala á netinu.

Þegar það rann upp fyrir Skúla Mogensen hvað yrði gert við óskabarnið hans ákvað hann að láta krók koma á móti bragði, efna til sýndar-viðræðna við Indigo.

Sýndar-viðræður standa enn yfir. Fyrr heldur en seinna mætir sýndin veruleikanum, eins og blaðra sem rekst á nál.


mbl.is WOW-vélar nýtast Air Canada vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn ofsækja lögregluna

Þingmenn Pírata og Samfylkingar nota vald sitt yfir nefndum alþingis til að ofsækja lögreglumenn sem sinna skyldum sínum.

Ofsóknirnar birtast í því að lögreglumenn eru kallaðir á teppið af þingmönnum sem unnu eið að stjórnarskrá lýðveldisins en starfa í þágu útlendra hagsmuna.

Þingmenn sem grafa undan lögum og rétti í landinu eiga ekki heima á málstofu þjóðarinnar. 


mbl.is Nefndarfundur um aðgerðir lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn og Samfylking fá ríkisstjórnarvald

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins afhenda Viðreisn og Samfylkingu ríkisstjórnarvaldið með þriðja orkupakkanum.

Viðreisn og Samfylking eru einu flokkarnir sem vilja þriðja orkupakkann. Enda eru þetta ESB-flokkar.

Tilgangslaust er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þegar ráðherrar flokksins fylgja stefnu andstæðinganna.


mbl.is Orkupakkinn fyrir lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkó vill verkföll og hasar - ekki samninga

Samningar við Landssamband verslunarmanna voru komnir á lokastig. Þá gerist það að VR kippir tilbaka umboði sem Guðbrandur Einarsson formaður hafði. Guðbrandur segir

 „Við sem þarna sát­um við borðið vor­um orðin nokkuð full­viss um það að það sem lagt hafði verið fram gæti orðið fínn grund­völl­ur und­ir kjara­samn­ing fyr­ir versl­un­ar­menn. En því miður var þetta stoppað og þá sé ég eng­an ástæðu til að sitja leng­ur.“

Spurður al­mennt um stöðuna í kjaraviðræðum þar sem hefðbundn­um leik­regl­um virðist í ýms­um til­fell­um hafa verið varpað út um glugg­ann seg­ir Guðbrand­ur að hann sé far­inn að hall­ast að því að átök séu frem­ur mark­miðið en gerð kjara­samn­inga. 

Þarf frekari vitnanna við? Verkó vill hasar og átök en hefur engan áhuga á samningum. Gul vesti og læti er boðorð dagsins.


mbl.is „Það var ekki langt í land“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúli er að blöffa - engar viðræður um WOW

Indigo Partners ætla ekki að kaupa WOW. Skúli Mogensen setti á svið leikrit um væntanleg kaup til að knýja fram lækkun á höfuðstóli lána annars vegar og hins vegar fá ríkisaðstoð með niðurfellingu lendingargjalda og ríkisábyrgðir á lán.

Þann 6. mars sl. var hannaðri ,,frétt" lekið í Fréttablaðið um að Indigo Partners léku Skúla grátt og hann væri miður sín. Fréttin var hönnuð til að mýkja viðhorf innlendra lánveitenda WOW og ríkissjóðs.

Hluti af leikritinu er að dingla framan í lánveitendur og ríkið einhverjum milljörðum dollara sem Indigo ætla að setja í WOW að skilyrðum uppfylltum.

En um leið og skilyrðin eru uppfyllt, lán afskrifuð og ríkisfjármögnun tryggð, mun Skúli tilkynna að því miður hafi viðræður við Indigo Partners ekki skilað árangri. Skúli mun í framhaldi freista þess að reka WOW áfram á eigin forsendum.

Snjall maður Skúli, bæði djarfur og ósvífinn.


mbl.is Skúli leitaði eftir ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband