Sjálfstæðisstefnan í Miðflokknum

Þriðji orkupakkinn er fullveldismál. Ef við innleiðum hann flyst forræði íslenskra auðlinda yfir til Evrópusambandsins, sem mótar og hefur eftirlit með framkvæmd orkustefnu fyrir öll ESB-ríki.

Miðflokkurinn fylgir afdráttarlausri sjálfstæðisstefnu og hafnar þriðja orkupakkanum.

Flokkurinn sem kennir sig við sjálfsstæðisstefnuna fylgir á hinn bóginn ESB-flokkum að málum og hyggst samþykkja orkupakkann með stuðningi Viðreisnar og Samfylkingar.

Flokkur sem brýtur gegn grunnstefnu sinni er kominn í ógöngur. Svo vægt sé til orða tekið.


mbl.is Hafnar þriðja orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband