Kona velur sér hlutverk ambáttar

Shamíma Begum valdi sér hlutverk ambáttar ađ múslímskum siđ. Líkt og margar vestrćnar konur skipti Begum út sjálfrćđi og frjálslynd fyrir undirgefni.

Trúarmenning múslíma býđur konum undirgefni. Fjölkvćmi er algengt međal múslíma og til ţess tekiđ ţegar einhver efast um heilbrigđi ţess ađ karl eigi margar konur.

Karlar sem fundu sannfćringu sinni farveg hjá Ríki íslams fóru austur til ađ drepa og vera drepni. Konur gengu íslamistum á hönd til ađ fá á sig hlekki.

Vestrćn einstaklingshyggja er ekki allra.


mbl.is Vill búa međ Begum í Hollandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

9 flokkar og uppskriftin ađ Íslandi

Heilir 9 flokkar fá mćlingu í könnun og allir nema einn fulltrúa á alţingi. En landsmenn skiptast ekki í níu pólitískar fylkingar. Hvađ veldur slíkum fjölda frambođa?

Á međan fjórflokkakerfiđ var og hét, frá lýđveldisstofnun og fram undir hrun, voru til tveir kjósendahópar. Flokkshestar sem kusu sinn flokk í gegnum súrt og sćtt og lausafylgi er kaus eftir pólitískum tískustraumi. Kalda stríđiđ og barátta viđ verđbólgu voru meginuppspretta deilna.

Um aldamótin stokkuđu vinstrimenn upp flokka sína, Alţýđubandalagiđ klofnađi í Samfylkingu og Vinstri grćna; Alţýđuflokkur fór nánast í heilu lagi inn í Samfylkingu á međan Kvennalistinn dreifđist.

Stóru deilumál lýđveldisáranna, kalda stríđiđ og verđbólgan, urđu jađarmál um aldamótin. Ný átakamál, s.s. Evrópumál og náttúrvernd, komu í stađinn.

Annađ mál, séríslenskt, gegnsýrđi samfélagiđ í byrjun aldar. Útrásin 2000-2008 var menningarpólitísk hamskipti á sjálfsvitund ţjóđarinnar. Íslendingar trúđu margir hverjir ađ ţeir vćru sérstökum gáfum gćddir á sviđi fjármála. Ofmetnađurinn birtist í hugmyndum um ađ landiđ yrđi fjármálamiđstöđ á heimsvísu og ađ Ísland tćki sćti í öryggisráđi Sameinuđu ţjóđanna.

Hruniđ afhjúpađi blekkinguna. Fjármálavitiđ reyndist heimskuleg áhćttusókn í bland viđ glćpahneigđ.

Stjórnmálakerfiđ tók ţátt í blekkingunni og varđ illa úti í tilvistarkreppunni eftir hrun. Í framhaldi opnuđust flóđgáttir fyrir einstaklinga og hópa sem töldu sig vita hvernig ćtti ađ bjarga Íslandi. Ţar voru margir kallađir en fáir útvaldir. Í raun er ţađ ađeins einn óhefđbundinn pólitíkus sem átti erindi á vígvöllinn, Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson. Hann gerđi smáflokk úr gamla kerfinu ađ stórveldi nýrra stjórnmála í kosningunum 2013. En vantraust hrunsins ásamt misheppnuđu viđtali og atsókn fjölmiđla felldi bjargvćttinn. 

Samhliđa fjármálalegu og pólitísku hruni tók fjölmiđlakerfiđ stakkaskiptum. Samfélagsmiđlar gáfu tóninn í umrćđunni en hefđbundnir miđlar eltu. Dagskrárvald samfélagsumrćđunnar, sem áđur var í höndum fárra stjórnmálaflokka og álíka margra fjölmiđla, var komiđ út um víđan völl. Og er ţar enn. 

Stjórnmálaflokkar bjóđa uppskrift ađ samfélagi. Ein 9 frambođ ţykjast vita og kunna hvađ ţarf til ađ gera Ísland starfhćft. En ţjóđin skiptist ekki í 9 fylkingar. Íslendingar eru ein fylking ţótt meiningarmunur sé nokkur á milli manna eftir búsetu, afkomu og lífsskođun. Ţeir stjórnmálaflokkar sem finna stćrstu samnefnarana međal ţjóđarinnar munu lifa og dafna. Hinir verđa neđanmálsgrein í sögu eftirhrunsins.

 

 

  


mbl.is Sjálfstćđisflokkur bćtir viđ sig
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 3. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband