ESB-umsóknin, orkupakkinn og Katrín

ESB-umsóknin var rökstudd þannig að í boði væru aldeilis frábærar undanþágur frá íþyngjandi regluverki ESB. Sömu rök eru notuð fyrir 3. orkupakka ESB af Katrínu forsætisráðherra.

Hún segir í hádegisfréttum RÚV að Ísland geti fengið undanþágu frá því tengjast evrópska raforkumarkaðnum með sæstreng. En, óvart, gengur orkupakkinn út á sameiginlegan ESB-markað fyrir raforku og ekki neitt annað.

Að innleiða 3. orkupakka ESB án rafstrengs er eins og að byggja flugvöll en banna flugtak og lendingu flugvéla. Enginn heilvita byggir flugvöll nema ætla að nota hann fyrir flugumferð.

Undanþágurökin fyrir ESB-umsókninni voru ónýt. Öllum var augljóst að við höfðum fyrir stærstu og bestu undanþáguna - að standa utan ESB. 

Að sama skapi eru undanþágurökin fyrir 3. orkupakkanum ónýt. Á meðan enginn er rafstrengurinn milli Íslands og Evrópu er algerlega ástæðulaust að Ísland eigi aðild að raforkustefnu ESB.

Ríkisstjórn sem ekki skilur jafn gjörtapaða málefnastöðu og einkennir umræðuna um 3. orkupakkann er hreinlega ekki mönnuð fólki með dómgreindina í lagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Orkupakkinn snýst um fleira en þetta. Nú er ríkisstjórnin búin að semja um að sæstrengur verður ekki lagður nema Alþingi samþykki það. Vitanlega er allur orkupakkafávitaherinn óskaplega móðgaður yfir því, því nú er glæpurinn óvart horfinn. Hvað ætlið þið þá að finna til að berjast á móti næst, með heimsku og þröngsýni að vopni?

Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2019 kl. 23:16

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við höfum ekkert að gera við orkupakka,  þar sem við eigum næga orku fyrir okkur og líka næstu kynslóð, en þar með eigum við enga afgangsorku tilhanda fólki í útlöndum sem kærði sig kollótt þegar við áttum í erfiðleikum.  

En orkupakka menn eru ekki af baki dottnir og vilja endilega koma orkuveitu Íslands undir stjórn ESB.  Gulli stórmennsku blaðrari og Bjarni vingull eru ekki sérlega traustvekjandi nú um mundir, eða vel til forystu fallnir og þeir verða mjög ósennilega í flokknum sem ég vel næst. 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.3.2019 kl. 00:01

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Páll Vilhjálmsson þú nefndir líka hana Katrínu okkar, hún er fyrir margt ágæt stelpuskottið, sem allir karlar kistu á Evrópu þinginu og hún geislaði að sjálfsögðu en það þarf meira efni í góðan forsætisráðherra en að hann komi heim með að megin efni slabb allra þingmanna með sér um kinnar og háls.   

 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.3.2019 kl. 00:35

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki tekur Þorsteinn kunningi lítið upp í sig að tala hér um "orkupakkafávitaher"!!!

Hann ætti að lesa glænýja dúndurgreinina eftir Bjarna Jónsson rafmagnsverkfræðing (sem malar í spað og jarðar fyllyrðingar Þórdísar Kolbrúnar iðnaðarráðherra í ávarpi hennar á aðalfundi Landsvirkjunar um daginn):

Ráðherra um víðan völl

Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi ráðherrans um meinta þjóðhagslega nytsemi af sölu rafmagns um sæstreng til útlanda! Það þveröfuga kemur í ljós! 

Hafi þetta verið of þungur biti fyrir Þorstein kunningja, er hér nýr, frábærlega ljós pistill, þótt stuttur sé, eftir Bjarna Jónsson, fyrrv. ráðherra:

Orkutilskipun ESB - Afsal á auðlindum

Þorsteinn í Valhöll mætti svo upplýsa, hvort hann er í einhverjum bandalagstenglum við Björn Bjarnason eða Guðlaug Þór eða liðið að baki Þórdísar.

Og hress var Hrólfur hér í tilsvörum!

Jón Valur Jensson, 24.3.2019 kl. 01:08

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já þú meinar Jón Valur; Þorsteini hefur svelgst illilega á um leið og hann áréttar að orkupakkinn snúist um meira en þetta..hvað?- Loka málsgrein Páls segir allt um ástand hennar: "Að Ríkisstjórn sem skilur ekki jafn gjörtapaða málefnastöðu og einkennir umræðuna um 3 orkupakkann er hreinlega ekki mönnuð fólki sem er með dómgreindina í lagi"..

Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2019 kl. 03:34

6 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Þorsteinn Sigurlaugsson. Það er gott hjá þér að sjá flísina í augum þeirra er vit hafa á og kalla þá fávita, en vera ekki með neina sjálfgagnrýni enda með full augu og sjálfsagt eyru af trjábolum með rótarhnýði líberisma elítunnar að leiðarljósi. Í fyrsta lagi er núverandi ríkisstjórn að gagna gegn Stjórnaskrá Íslands með því að afsala sér ráðstöfunarrétti og stjórnun á orkuauðlindum landsins. Í öðru lagi hefur þessi fyrirvari ríkisstjórnarinnar engan tilgang, þar sem næsta líberisma stjórn landsins myndi leyfa strenginn á yfir til ESB landanna. Í þriðja lagi myndi hækkun raforkuverð til stóriðju gera það að verkum að stóriðja á landinu myndi leggjast af, áður en strengur yrði lagður, en slíkt er á áætlun ESB til að þrýsta á að Íslendingum væri sá eini kostur að fjármagna strenginn svo hægt yrði að selja þá orku sem hér væri í pípunum. Hækkað orkuverð myndi einnig leggja alla fisvinnslu af hér á landi, og myndi hún flytjast í nærumhverfi neytandans með auknu atvinnuleysi á landsbyggðinni, sem að öllu jöfnu myndi leggjast af.

Eina leiðin til að halda byggð í landinu er að koma í veg fyrir þetta valdaafsal ríkisstjórnarinnar.

Því er það þér Þorsteinn Sigurlaugsson til háðungar að uppnefna menn er vilja gæta varúðar þegar ráðherrar ætla að fremja landráð, svo ekki sé meira sagt.

Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. Starfað í rafiðngeiranum í 50 ár. Rafiðnfræðingur, háspennu og láspennu réttindi.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 24.3.2019 kl. 09:43

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hafið þið ekki fylgst neitt með fréttum? Forsenda samþykktarinnar er að þingið verði að samþykkja sæstreng sérstaklega. Þingið gæti í sjálfu sér samþykkt slíkt með eða án þessa orkupakka svo möguleikinn á því er engin röksemd gegn samþykktinni.

Hvað finnið þið nú næst, þegar þessi glæpur verður frá ykkur tekinn, blessaðir einfeldningarnir?

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2019 kl. 10:51

8 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Þorsteinn Siglaugsson 

    Annað hvort vantar eitthvað í heilabúið hjá þér eða þín líberista hugsun blindar þér sýn.   Hvað var ég að benda þér á hér að ofan.  Skal fara aðeins betur ofan í það hér, a) ef orkupakki 3 verður ekki samþykktur, fellur viðskiptasamningur EES og ESB niður, þar sem öll EES ríkin verða að samþykkja hann svo hann öðlist gildi, því væri það tilgangslaust að samþykkja kapalinn nema að gerður yrði sérstakur samningur þar að lútandi.  Því er þessi fyrirvari tilgangslaus þar sem hvaða ríkisstjórn sem er gæti samþykkt kapalvæðinguna  sé orkupakki 3 samþykktur og orkupakki 4 sem þegar hefur verið gefin út tæki gildi og þar þarf ekki samþykkt EES þjóðanna þar sem yfirþjóðlegt vald hefur færst til ESB með orkupakka 3.  Þá skal þess getið að þegar er farið að vinna eftir kapalvæðingunni,þar sem byggðalínan frá Kröflu og austur er byggð sem 440kV lína, og er tekið tillit til þess að geta flutt alla þá orku sem til fellur þegar stóriðjan verður flutt úr landi vegna óhagstæðs orkuverðs, sem verður tilkomin vegna kröfu ESB um sambærilegs verðs á orku á öllu ESB svæðinu, og verður þar engin undantekning fyrir Íslendinga.  Ég er hreykinn að vera í hópi þeirra sem vara við þessum ógjörningi og fylkja ekki liði með þeim sem flokkast sem landráðamenn og hugsa einungis um að koma þjóðinni í ESB með lævísum hætti.

Guðmundur Karl Þorleifsson

Guðmundur Karl Þorleifsson, 24.3.2019 kl. 11:44

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorsteinn, það er alveg á hreinu að með því að samþykkja orkupakka þrjú, þá AFSALAR ALÞINGI RÉTTI SÍNUM TIL AÐ HAFA NOKKUÐ UM ÞAÐ AÐ SEGJA AÐ HINGAÐ VERÐI LAGÐUR SÆSTRENGUR EÐA EKKI.  Það verður, með samþykkt orkupakka þrjú, komið á fót embætti svokallaðs landsreglara (sem þegar er tekinn til starfa í Noregi), það embætti er óháð Íslenskum yfirvöldum og tekur við boðum frá Brussel, þannig hafa Íslensk stjórnvöld EKKERT um sæstreng að segja.  Svo þegar sæstrengurinn er kominn þá segir ESB okkur að virkja hér hverja einustu sprænu, ÞAR MEÐ TALIÐ GULLFOSS OG DETTIFOSS ÞVÍ ÞAÐ VANTI RAFAGN TIL EVRÓPU.  Hver verða viðbrögð VG (WC) þá, eru þeir ekki flokkur sem kenna sig við umhverfisvernd???????

Jóhann Elíasson, 24.3.2019 kl. 12:46

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Guðmundur Karl

Halldór Jónsson, 24.3.2019 kl. 14:26

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jóhann líka

Halldór Jónsson, 24.3.2019 kl. 14:27

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bravó! Idjótar allra landa sameinist!

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2019 kl. 20:55

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

... segir hinn hógværi Þorsteinn í lítillæti sínu!

Jón Valur Jensson, 25.3.2019 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband