Sigríður Á. og kjarni málsins

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er lögfræðilegt og stjórnskipulegt úrlausnarefni. Engar pólitískar deilur eru um viðfangsefnið enda gengur það þvert á flokkspólitík.

Aftur er ríkur vilji vinstrimanna og fjölmiðla á þeirra vegum að gera Sigríði Á Andersen ábyrga fyrir stöðu málsins.

Sigríður ákvað að stíga til hliðar á meðan fárið stendur yfir. 


mbl.is „Ann dómstólunum of mikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: sturlað smábarn með eldspýtur

Fyrirsögn hádegisfrétta RÚV er ,,Sturlað" ástand í réttarkerfi. Heimild fyrirsagnarinnar er viðreisnarlögfræðingurinn Sveinn Andri sem samkvæmt endursögn fréttamanns RÚV notaði orðið ,,kreisí" um landsréttarmálið.

RÚV bráðliggur á að búa til pólitískan hasar úr landsréttarmálinu. RÚV fékk engan stjórnmálamann til að tjá sig í hádegisfréttum. Stjórnmálamenn átta sig á að málið hittir þá sjálfa fyrir - alþingi samþykkti skipun dómara í landsrétt.

RÚV er eins og sturlað smábarn með eldspýtur, - þess albúið að kveikja í þjóðarheimilinu.


Kapítalismi og sósíalismi gegn þjóðhyggju

Óli Björn skrifar um hægri og vinstri og segir margt spaklegt. Vandinn við tvískiptingu stjórnmála í kapítalisma og sósíalisma er að breitt er yfir alþjóðahyggjuna sem sameinar marga hægri- og vinstrimenn. Í leiðinni er úthýst sterkasta stjórnmálaafli síðustu ára, þjóðhyggjunni.

Brexit og kjör Trump er uppreisn þjóðhyggju gegn alþjóðavæðingu. Pútín í Rússlandi heldur völdum með þjóðhyggju að vopni, Erdógan í Tyrklandi boðar tyrknesk-múslímska þjóðhyggju. Þeir flokkar í Evrópu sem hraðast vaxa eru þjóðhyggjuflokkar.

Þjóðhyggja er máttugt afl á Íslandi; flokkur Óla Björns kennir sig við sjálfstæði. Andlegir feður Vinstri grænna, t.d. Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason, voru fyrst þjóðhyggjumenn en þar á eftir alþjóðasinnar.

Andófið gegn þriðja orkupakkanum er þjóðhyggjan holdi klædd gegn markaðsvæddri alþjóðahyggju.

Þjóðhyggja svarar þeirri frumþörf mannsins að eiga samfélag með sínum líkum. Tungumál, saga, menning og siðir sameina fólk. Alþjóðahyggja er aftur aukaafurð, viðskiptahagsmunir hjá hægrimönnum en trúarbrögð hjá vinstrimönnum. 

Vandi stjórnmála síðustu áratuga er ekki síst sá að þjóðhyggjunni var sópað undir teppið, bæði af vinstrimönnum og hægrimönnum, sem boðuðu alþjóðahyggju sem töfralausn. Hún er það ekki.


Móðursýki; stöðugt framboð en minni eftirspurn

Landsréttarmálið er stjórnskipulegt og réttarfarslegt úrlausnarefni fyrir fullorðið fólk með óbrjálaða dómgreind.

Þeir fullorðnu fá ekki vinnufrið fyrir móðursýki Pírata og Samfylkingar sem með dyggri aðstoð RÚV reyna að búa til pólitík úr lögfræðilegu álitaefni.

Engin reiðialda reis í kjölfar RÚV-útgáfunnar af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem t.d. tók ekki fram minnihlutaálit dómsins, og stórkarlalega yfirlýsinga þingflokks Pírata og einstakra þingmanna Samfylkingar.

Viðbrögðin við móðursýki Pírata og Samfylkingar sýna að eftirspurnin fer minnkandi þótt framboðið sé stöðugt.


mbl.is Hafi engar sjálfkrafa afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband