Sigríđur Á. og kjarni málsins

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er lögfrćđilegt og stjórnskipulegt úrlausnarefni. Engar pólitískar deilur eru um viđfangsefniđ enda gengur ţađ ţvert á flokkspólitík.

Aftur er ríkur vilji vinstrimanna og fjölmiđla á ţeirra vegum ađ gera Sigríđi Á Andersen ábyrga fyrir stöđu málsins.

Sigríđur ákvađ ađ stíga til hliđar á međan fáriđ stendur yfir. 


mbl.is „Ann dómstólunum of mikiđ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

RÚV: sturlađ smábarn međ eldspýtur

Fyrirsögn hádegisfrétta RÚV er ,,Sturlađ" ástand í réttarkerfi. Heimild fyrirsagnarinnar er viđreisnarlögfrćđingurinn Sveinn Andri sem samkvćmt endursögn fréttamanns RÚV notađi orđiđ ,,kreisí" um landsréttarmáliđ.

RÚV bráđliggur á ađ búa til pólitískan hasar úr landsréttarmálinu. RÚV fékk engan stjórnmálamann til ađ tjá sig í hádegisfréttum. Stjórnmálamenn átta sig á ađ máliđ hittir ţá sjálfa fyrir - alţingi samţykkti skipun dómara í landsrétt.

RÚV er eins og sturlađ smábarn međ eldspýtur, - ţess albúiđ ađ kveikja í ţjóđarheimilinu.


Kapítalismi og sósíalismi gegn ţjóđhyggju

Óli Björn skrifar um hćgri og vinstri og segir margt spaklegt. Vandinn viđ tvískiptingu stjórnmála í kapítalisma og sósíalisma er ađ breitt er yfir alţjóđahyggjuna sem sameinar marga hćgri- og vinstrimenn. Í leiđinni er úthýst sterkasta stjórnmálaafli síđustu ára, ţjóđhyggjunni.

Brexit og kjör Trump er uppreisn ţjóđhyggju gegn alţjóđavćđingu. Pútín í Rússlandi heldur völdum međ ţjóđhyggju ađ vopni, Erdógan í Tyrklandi bođar tyrknesk-múslímska ţjóđhyggju. Ţeir flokkar í Evrópu sem hrađast vaxa eru ţjóđhyggjuflokkar.

Ţjóđhyggja er máttugt afl á Íslandi; flokkur Óla Björns kennir sig viđ sjálfstćđi. Andlegir feđur Vinstri grćnna, t.d. Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason, voru fyrst ţjóđhyggjumenn en ţar á eftir alţjóđasinnar.

Andófiđ gegn ţriđja orkupakkanum er ţjóđhyggjan holdi klćdd gegn markađsvćddri alţjóđahyggju.

Ţjóđhyggja svarar ţeirri frumţörf mannsins ađ eiga samfélag međ sínum líkum. Tungumál, saga, menning og siđir sameina fólk. Alţjóđahyggja er aftur aukaafurđ, viđskiptahagsmunir hjá hćgrimönnum en trúarbrögđ hjá vinstrimönnum. 

Vandi stjórnmála síđustu áratuga er ekki síst sá ađ ţjóđhyggjunni var sópađ undir teppiđ, bćđi af vinstrimönnum og hćgrimönnum, sem bođuđu alţjóđahyggju sem töfralausn. Hún er ţađ ekki.


Móđursýki; stöđugt frambođ en minni eftirspurn

Landsréttarmáliđ er stjórnskipulegt og réttarfarslegt úrlausnarefni fyrir fullorđiđ fólk međ óbrjálađa dómgreind.

Ţeir fullorđnu fá ekki vinnufriđ fyrir móđursýki Pírata og Samfylkingar sem međ dyggri ađstođ RÚV reyna ađ búa til pólitík úr lögfrćđilegu álitaefni.

Engin reiđialda reis í kjölfar RÚV-útgáfunnar af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem t.d. tók ekki fram minnihlutaálit dómsins, og stórkarlalega yfirlýsinga ţingflokks Pírata og einstakra ţingmanna Samfylkingar.

Viđbrögđin viđ móđursýki Pírata og Samfylkingar sýna ađ eftirspurnin fer minnkandi ţótt frambođiđ sé stöđugt.


mbl.is Hafi engar sjálfkrafa afleiđingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 13. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband