Verkó vill verkföll og hasar - ekki samninga

Samningar við Landssamband verslunarmanna voru komnir á lokastig. Þá gerist það að VR kippir tilbaka umboði sem Guðbrandur Einarsson formaður hafði. Guðbrandur segir

 „Við sem þarna sát­um við borðið vor­um orðin nokkuð full­viss um það að það sem lagt hafði verið fram gæti orðið fínn grund­völl­ur und­ir kjara­samn­ing fyr­ir versl­un­ar­menn. En því miður var þetta stoppað og þá sé ég eng­an ástæðu til að sitja leng­ur.“

Spurður al­mennt um stöðuna í kjaraviðræðum þar sem hefðbundn­um leik­regl­um virðist í ýms­um til­fell­um hafa verið varpað út um glugg­ann seg­ir Guðbrand­ur að hann sé far­inn að hall­ast að því að átök séu frem­ur mark­miðið en gerð kjara­samn­inga. 

Þarf frekari vitnanna við? Verkó vill hasar og átök en hefur engan áhuga á samningum. Gul vesti og læti er boðorð dagsins.


mbl.is „Það var ekki langt í land“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúli er að blöffa - engar viðræður um WOW

Indigo Partners ætla ekki að kaupa WOW. Skúli Mogensen setti á svið leikrit um væntanleg kaup til að knýja fram lækkun á höfuðstóli lána annars vegar og hins vegar fá ríkisaðstoð með niðurfellingu lendingargjalda og ríkisábyrgðir á lán.

Þann 6. mars sl. var hannaðri ,,frétt" lekið í Fréttablaðið um að Indigo Partners léku Skúla grátt og hann væri miður sín. Fréttin var hönnuð til að mýkja viðhorf innlendra lánveitenda WOW og ríkissjóðs.

Hluti af leikritinu er að dingla framan í lánveitendur og ríkið einhverjum milljörðum dollara sem Indigo ætla að setja í WOW að skilyrðum uppfylltum.

En um leið og skilyrðin eru uppfyllt, lán afskrifuð og ríkisfjármögnun tryggð, mun Skúli tilkynna að því miður hafi viðræður við Indigo Partners ekki skilað árangri. Skúli mun í framhaldi freista þess að reka WOW áfram á eigin forsendum.

Snjall maður Skúli, bæði djarfur og ósvífinn.


mbl.is Skúli leitaði eftir ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingeyingar bandingjar 101-sósíalista

Hvernig í veröldinni dettur Framsýn, stéttafélagi Þingeyinga, í hug að semja um kaup og kjör í Reykjavík fyrir Húsavík og nærsveitir?

Geta Þingeyingar ekki lesið ársreikninga fyrirtækja? Kunna þeir ekki prósentureikning? 

Er það svo að í Reykjavík vita menn betur en heimamenn hvort þingeysk fyrirtæki séu aflögufær? Vita kaffihúsaspekingar í 101 betur en Þingeyingar hver framfærslukostnaðurinn er á Norð-Austurlandi?

Hvernig stendur á því dómsdagsrugli að skrifstofublækur í Reykjavík semji um kaup og kjör Þingeyinga?

Einu sinni var metnaður í Þingeyjarsýslum. Þar stofnuðu menn fyrsta kaupfélag landsins en biðu ekki eftir vinki frá höfuðborgarskrílnum.

En nú stendur sem sagt til að sósíalistar í borg óttans taki öll ráð Þingeyinga í sínar hendur. 

Þingeyingurinn Jónas frá Hriflu hlýtur að snúa sér við í gröfinni og ranghvolfa augunum yfir aumingjahætti sveitunganna.

 


mbl.is Framsýn afturkallar samningsumboð SGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband