Skúli bjargaði okkur frá sósíalisma

Með því að stýra WOW í gjaldþrot bjargaði Skúli Mogensen okkur frá Eflingarsósíalisma og VR-óreiðu.

Eftir að kaldur kapítalískur veruleiki blasti við Sólveigu Önnu og Ragnari Þór, atvinnuleysi í kjölfar gjaldþrots stórfyrirtækis, eru þau meira og minna kjaftstopp.

Verkföll blásin af og sáttatónn í verkó. 

Einhver ætti að færa Skúla blómvönd.


mbl.is 80 milljóna kr. framlag vegna falls WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi lækkar kaup

Bein áhrif af gjaldþroti WOW er að um 2000 manns missa vinnuna. Afleidd áhrif, fækkun ferðamanna, munu enn frekar fækka störfum. 

Þau fyrirtæki sem ekki segja upp fólki munu hagræða. Í því felst að ráða ekki í störf sem losna og hætta yfirborgunum.

Kjaraviðræður í skugga atvinnuleysis og samdráttar snúast sjálfkrafa um að verja það sem fengið er - hækkun launataxta myndi aðeins auka atvinnuleysið.


mbl.is Fall WOW air hríslast um hagkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband