Logi, ríkisvaldið og WOW

Logi Einarsson formaður Samfylkingar segir að ríkið hafi brugðist rangt við gjaldþroti WOW. Ýmsir vinstri höggva í sama knérunn; ríkið átti að redda málunum.

Ríkið stóð frammi fyrir tveim kostum þegar spurðist af rekstarvandræðum WOW fyrir sex mánuðum. Í fyrsta lagi að grípa í taumana og dæla peningum, beint eða óbeint, í ósjálfbæran rekstur. Í öðru lagi að leyfa hlutum að þróast eftir aðstæðum á markaði. Góðu heilli tók ríkið seinni kostinn.

Ríkisvaldið á ekkert erindi i grjótharðan alþjóðlegan samkeppnisrekstur í flugi. Botnlaus vanþekking Loga og vinstrimanna á atvinnulífinu leiðir þá til þeirrar niðurstöðu að ríkið eigi að eigi að halda gangandi taprekstri einkaaðila.

Logi og félagar halda að ríkisvaldið tryggi lífskjör. En þannig gera kaupin ekki á eyrinni. Nema kannski í Sovétríkjunum sálugu eða Venesúela samtímans. En það eru ekki lífskjör mönnum bjóðandi.  


mbl.is Of mikill mótvindur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn: fjölbreytni - en ekki í lífskjörum

Dæmigerður vinstrimaður er hlynntur fjölbreytni í mannlífinu. Fjölmenning er vinstra hugtak. Jaðarhópar eiga vísan stuðning vinstriflokka, einkum ef þeir kenna sig við kyn, kynhneigð. litarhátt og trú. Hægrimenn eru meira fyrir einsleitni enda íhaldssamir.

En það er á einu sviði sem vinstrimenn vilja alls ekki fjölbreytni. Mismunandi efnahagsleg lífskjör er eitur í þeirra beinum.

Hægrimenn líta á ólík lífskjör sem afleiðingu af vali fólks og upplagi. Sumir eru duglegir en aðrir latir; einhverjir helga sig auðssöfnun á meðan aðrir hafna efnishyggju; svo eru menn misheppnir lífinu. Allt veldur þetta fjölbreytni í lífskjörum.

Vinstrimenn, á hinn bóginn, krefjast þess upp til hópa að efnisleg lífskjör séu jöfnuð, ef ekki með góðu þá illu. ,,Lág laun eru ofbeldi," segja vinstrimenn. Ólík laun eru ,,þjóðarskömm." 

Hér er mótsögn á ferðinni. Ef við erum ólík og keppumst við að halda fram hve fjölbreytni er æskileg þá hljóta lífskjörin að verða ólík. Sumir sækjast eftir efnislegum lífskjörum en láta sér þau í léttu rúmi liggja. Einhverjir eru duglegir, heppnir og greindir á meðan aðrir eru latir, óheppnir og heimskir. Óhjákvæmileg afleiðing er ólík lífskjör.

Vinstrimenn neita að horfast í augu við mótsögnina. Þess vegna er vinstripólitík svona vitlaus.

 


Bloggfærslur 30. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband