Lífskjör eftir WOW

WOW gerði ferðalög Íslendinga til annarra landa ódýrari. Þá stuðlaði flugfélagið að hagvexti hér á landi með hópflutningum ferðamanna. Um þúsund starfsmenn fengu laun frá WOW og afleidd störf voru enn fleiri.

WOW stóð undir hluta lífskjara okkar. En starfsemi félagsins var ekki sjálfbær, það safnaði skuldum. Niðurgreidd ferðalög til og frá landinu voru í reynd fölsk lífskjör.

Lán í óláni er að WOW hætti starfsemi þegar staða þjóðarbúsins er nokkuð góð, lítið atvinnuleysi, lág verðbólga og hagvöxtur verið traustur.

Lífskjörin munu eitthvað láta á sjá við gjaldþrot WOW. En við höfum sé það svartara, mun svartara.


mbl.is Eignir félagsins hverfi ekki af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk, Skúli og WOW

WOW og Skúli Mogensen lyftu sálartetri þjóðarinnar eftir hrun. Og mokuðu inn ferðmönnum til að njóta Íslands og smyrja atvinnulífið sem hökti og skrölti fyrstu árin eftir hrunið.

Skúli og WOW hlupu spretthlaupið of lengi. Hraður vöxtur var ekki sjálfbær til lengdar, sem hægari vöxtur ferðamanna og hækkandi eldsneytisverð afhjúpaði.

Menn eins og Skúli og fyrirtæki eins og WOW gera sig við sérstakar kringumstæður. Í hversdagsleikanum þarf aftur stöðugleika og stíganda en ekki flugeldasýningar.

Takk til Skúla og WOW. 


mbl.is WOW hætt starfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkó lærir hófstillingu

Sólveig Anna temprar auðvaldsorðræðuna og Ragnar Þór pakkar niður gula vestinu. Síðustu tvo daga hefur veruleikinn seytlað inn í vitund verkó.

Umbjóðendur forystunnar spá ekki í kauphækkun heldur hvort þeir haldi vinnunni. Yfirvofandi skellur vegna færri ferðamanna, loðnubrests og óvissu um afdrif WOW veit á samdrátt í efnahagskerfinu.

Laun eru afleiðing af atvinnustarfsemi. Verkó er að átta sig á grunnatriðum efnahagsmála vonum seinna.


mbl.is Nýr tónn á sáttafundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband