WOW-reikningur

Lánadrottnar WOW, mínus Isavia, ætla að breyta 15 milljarða kr. skuld í hlutafé og fá 49% eignarhlut í félaginu, segir í RÚV.

Samkvæmt þeirri reikningsaðferð er WOW liðlega 30 milljarða kr. virði. Gott og vel.

Í frétt mbl.is, sjá viðtengingu, segir aftur að nýir fjárfestar muni kaupa 51 prósent af félaginu fyrir fimm milljarða króna. Samkvæmt frétt mbl.is er WOW 10 milljarða kr. virði.

Mismunur á verðmati mbl.is og RÚV á WOW er 20 milljarðar króna. Fjárhæðin er eitthvað aðeins meira en smáaurar á milli vina.

Vonandi tekst einkaaðilum að bjarga WOW frá gjaldþroti. Það væri besta niðurstaðan að félagið héldi áfram rekstri sem yrði sjálfbær.

En miðað við þá útreikninga sem settir eru á flot þarf að kíkja aðeins betur á tölurnar og finna út hvað er froða og hvað er verðmæti.

 

 


mbl.is WOW nær samkomulagi við kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaraviðræðum ber að fresta

Fall WOW ónýtir allar hagspár og setur atvinnurekstur í uppnám. Í gær frestuðu aðilar vinnumarkaðarins fundum til að fylgjast með framvindu WOW.

Ekki er nokkur vinnandi vegur að sjá fram á hver áhrif af falli WOW verða. Á meðan er tilgangslaust að gera kjarasamninga og enn vitlausara að efna til verkfalla gagnvart atvinnugrein sem nú þegar er á hnjánum.

Ef kjaraviðræður halda áfram á meðan óvissuástandið ríkir eru aðilar vinnumarkaðarins í raun að segja að staða og horfur atvinnulífsins eru aukaatriði þegar samið er um kaup og kjör.

Kjaraviðræðum ber að fresta fram á haust og verkalýðsfélögin ættu að afturkalla verkföll á stundinni.


mbl.is Fyrirhuguð verkföll á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótelin í höndum sósíalista - tóm

,,Hótelin í okkar höndum" er slagorð Eflingar í skæruverkföllum gegn ferðaþjónustunni. Yfirvofandi samdráttur mun tæma sum hótel.

Tóm hótel þurfa ekki starfsfólk.

Sósíalistar hafa ekki enn fattað einföld sannindi: til að greiða laun þarf tekjur.


mbl.is Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband