Ofsi, afsökun og réttlæti í Samherjamálinu

Samherjamálið svokallaða er af ástæðum sem ekki liggja í augum uppi persónulegt. Vanstillt orð sonar Þorsteins Más forstjóra Samherja í garð Más seðlabankastjóra eru birtingarmynd heitra tilfinninga í máli sem er fyrst og fremst deilumál stofnunar og stórfyrirtækis.

,,Hætt er við því að viðbrögð stjórnvalda verði ofsafengin þegar stóráföll dynja yfir sem eiga sér enga hliðstæðu," segir í inngangi ritgerðar Björns Jóns Bragasonar sem gerði úr skólaritgerð varnarskjal fyrir Samherja. Björn Jón sérhæfir sig í að rétta hlut stórmenna, skrifaði bók í þágu Björgólfs Guðmundssonar. 

En, sem sagt, hér varð svokallað hrun og menn hrukku af hjörunum. Margt fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins, annars hefði það aldrei orðið, og eftir hrun voru viðbrögð stjórnvalda ,,ofsafengin" í mörgum tilfellum. Þjóðfélagið lék á reiðiskjálfi. Téiður Björn Jón skrifaði um það enn aðra bók með heitinu Bylting - og hvað svo? Skemmtilegur þríleikur hjá Birni Jóni, tveir auðmenn og eitt stykki bylting.

Samherjamálið snýst um að stjórnvöld, gjaldeyriseftirlit Seðlabanka og sérstakur saksóknari, töldu ástæðu til að rannsaka bókhald stórfyrirtækisins vegna gruns um misferli. Málið fór sína leið í kerfinu og Samherji fékk fullan sigur fyrir dómstólum. Hliðarþáttur er hlutur RÚV sem fékk undarlega greiðan aðgang að húsrannsóknum og stóð fyrir galdrabrennu í anda Gróu á Efstaleiti.

Samherjamenn vilja meira en réttlæti, þeir vilja hefna sín á persónu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Litla ómerkilega atvikið í framhaldi af þingnefndarfundi í morgun var sviðsetning á hefndarleiðangri Samherjamanna.

Þorsteinn Már forstjóri krefur Má Guðmundsson um afsökunarbeiðni en segir hana aldrei koma.

Þorsteinn Már var stjórnarformaður Íslandsbanka fyrir hrun. Hefur Þorsteinn Már beðið þjóðina afsökunar á sínum hlut í hruninu? Er það svo að stórmennin eigi aldrei að biðjast afsökunar, aðeins þeir lægra settu?

 


mbl.is „Kumpánlegur“ bankastjóri óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

WOW: leiðtogi verður leppur

Skúli Mogensen er orðinn leppur nýrra eigenda WOW, segir í fréttaskýringu Morgunblaðsins. Skúli skiptir um söluræðu, segir Fréttablaðið.

Ljósmyndin, sem Fréttablaðið birtir, er af Skúla og öðrum toppum WOW þ.m.t. Lív Bergþórsdóttur sem er handgengin Björgólfi Björgólfssyni. Lív stefnir ekki í sömu átt og fólkið að baki Skúla.

Úr leiðtogafræðum 101: leiðtoginn verður að hafa skýra framtíðarsýn og alltaf að sýnast stjórna atburðarásinni.

Skúli stjórnar ekki lengur atburðarásinni og framtíðarsýnin verður æ óskýrari.


mbl.is Í viðræðum við aðra kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalistar án veruleika

Sólveig Anna sósíalisti og formaður Eflingar segir blátt áfram að laun séu ekki háð afkomu fyrirtækja.

Sósíalistar eru tvöfaldir í roðinu. Þeir afneita veruleikanum þegar það hentar en bera fyrir sig lög og rétt þess á milli.

Í reynd treysta sósíalistar á að allir aðrir en þeir sjálfir fari eftir viðurkenndum reglum. Ástæðulaust er að láta þá veruleikafirrtu komast upp með tvöfeldnina.


mbl.is Tóm vitleysa eða ósköp eðlilegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband