Peningamenn og 3. orkupakkinn

Peningalyktin af þriðja orkupakka ESB fer ekki framhjá þeim sem leita eftir gróðavænlegri fjárfestingu.

Íslenskir peningamenn rotta sig saman til að taka þátt í veislunni þegar hægt verður að selja rafmagn beint til ESB með rafstreng.

Þriðji orkupakkinn opnar fyrir þann möguleika.

Íslenskir neytendur munu bera kostnaðinn með stórhækkun á rafmagni. Náttúra Íslands mun láta á sjá þegar peningafólkið fær tækifæri til að sökkva landi fyrir rafmangsframleiðslu.

Eina leiðin til að stöðva þessar hamfarir gegn almenning og náttúrunni er að hafna þriðja orkupakka ESB.


mbl.is Haslar sér völl á raforkumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það var strax með 1. tilskipuninni, sem kapphlaupið var ræst. En við erum bara að uppgötva það núna. 3. tilskipunin felur svo í sér endanlega markaðsvæðingu raforkuframleiðslu, sem tryggir þeim sem eru búnir að vera að kaupa upp vatnsréttindin undanfarinn áratug ævintýralegan gróða. Sannkallaða gullgæs. Þá munu menn ekki lengur tala um mæla orkuveitunnar og Finn Ingólfsson.  Og hvers vegna ættu menn þá að selja rafmagn innanlands fyrir smápening ef hægt verður að gera það í gegnum sæstreng fyrir tvö eða þrefalt hærri upphæð og láta kaupandann borga fyrir sæstrenginn..Hvers vegna sjá alþingismenn ekki þessa sviðsmynd?  Eða eiga þeir hlut að máli? Eru fleiri en Eyþór Laxdal, sem eiga vatnsréttindi í gegnum falið eignarhald? Hvað með Bjarna Ben?  Ætlar enginn að spyrja þessara spurninga?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.3.2019 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband