VR og Efling drepa WOW

WOW átti ekki fyrir launum starfsfólks um mánaðarmótin og varð að selja flugsæti á brunaútsölu með 30 prósent afslætti. Skæruverkföll VR og Eflingar ríða WOW að fullu enda verður afturkippur í eftirspurn Íslandsferða um leið og útlönd frétta af verkföllum.

Um leið og VR og Efling kippa fótunum undan ferðaþjónustunni fækkar störfum og atvinnuleysi blasir við fjölda fólks.

Sósíalistum í VR og Eflingu er slétt sama um afkomu launafólks. Það er pólitíkin sem er aðalmálið hjá forystu VR og Eflingu. Uppskriftin er þessi: á eftir eymd og óeirðum kemur byltingin.

 


mbl.is VR boðar verkfall á 20 hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúpríkið eignast flokk - XD

Þriðji orkupakkinn er hagsmunamál embættismanna. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Þórdís iðnaðar og Guðlaugur utanríkis, gera sér far um að mylja undir embættismennina, djúpríkið.

Embættismenn í stjórnarráðinu eru upp til hópa ESB-sinnar. Það þjónar einkahagsmunum þeirra að binda Ísland kirfilega við ESB. Atvinnumöguleikar þeirra aukast í Brussel og þar er kaupið hærra en í Reykjavík. Embættismenn flytja með fullveldinu á höfuðbólið í Belgíu. Eftir situr alþýða manna með verri bjargráð.

Þriðji orkupakkinn fórnar þjóðarhagsmunum - yfirráðum yfir raforkumálum okkar - fyrir hagsmuni djúpríkisins, embættismanna. 

Að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skuli ganga erinda djúpríkisins í beinni andstöðu við almannahag veit ekki á gott fyrir flokkinn. Öðru nær. 


mbl.is Flóknar viðræður fram undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband