Sýndar-WOW

WOW á engar flugvélar, aðeins leigusamninga um flugvélar. Þeir sem leggja trúnað á möguleg kaup Indigo Partners á WOW, en þeim fer fækkandi, telja að WOW verði í framtíðinni sýndarfyrirtæki, í reynd aðeins farmiðasala á netinu.

Í viðskiptatímaritinu Forbes er þetta útskýrt. Indigo á fyrir flugfélögin, WIZZ og Frontier, sem skila hagkvæmari rekstri en WOW. Ef Indigo eignast WOW verður flugreksturinn lagður niður en farmiðasalan rekin áfram. Viðskiptavinir munu kaupa WOW-miða en fljúga með WiZZ-Frontier.

Sem sagt, Sýndar-WOW, fyrirtæki sem aðeins er farmiðasala á netinu.

Þegar það rann upp fyrir Skúla Mogensen hvað yrði gert við óskabarnið hans ákvað hann að láta krók koma á móti bragði, efna til sýndar-viðræðna við Indigo.

Sýndar-viðræður standa enn yfir. Fyrr heldur en seinna mætir sýndin veruleikanum, eins og blaðra sem rekst á nál.


mbl.is WOW-vélar nýtast Air Canada vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Við skulum rétt vona að ríkið fari ekki í ábyrgð fyrir lánum til WOW

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2019 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband