Skúli er að blöffa - engar viðræður um WOW

Indigo Partners ætla ekki að kaupa WOW. Skúli Mogensen setti á svið leikrit um væntanleg kaup til að knýja fram lækkun á höfuðstóli lána annars vegar og hins vegar fá ríkisaðstoð með niðurfellingu lendingargjalda og ríkisábyrgðir á lán.

Þann 6. mars sl. var hannaðri ,,frétt" lekið í Fréttablaðið um að Indigo Partners léku Skúla grátt og hann væri miður sín. Fréttin var hönnuð til að mýkja viðhorf innlendra lánveitenda WOW og ríkissjóðs.

Hluti af leikritinu er að dingla framan í lánveitendur og ríkið einhverjum milljörðum dollara sem Indigo ætla að setja í WOW að skilyrðum uppfylltum.

En um leið og skilyrðin eru uppfyllt, lán afskrifuð og ríkisfjármögnun tryggð, mun Skúli tilkynna að því miður hafi viðræður við Indigo Partners ekki skilað árangri. Skúli mun í framhaldi freista þess að reka WOW áfram á eigin forsendum.

Snjall maður Skúli, bæði djarfur og ósvífinn.


mbl.is Skúli leitaði eftir ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

En um leið og skilyrðin eru uppfyllt, lán afskrifuð og ríkisfjármögnun tryggð, mun Skúli tilkynna að því miður hafi viðræður við Indigo Partners ekki skilað árangri. Skúli mun í framhaldi freista þess að reka WOW áfram á eigin forsendum.

Snjall maður Skúli, bæði djarfur og ósvífinn.

Eigin forsendur eru ríkisstyrkir, hann ætlar að fífla ríkið til að bjarga málunum fyrir sig. Síðasta setningin er nefnlilega nokkuð rétt.

Halldór Jónsson, 20.3.2019 kl. 14:16

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott málefni og reynum að hamla Skúla en hann er búinn að setja marga í skuldir vegna OZ og annarra rugl fyrirtækja en alltaf hefir hann nóg af pening sjálfur.

Það er ekki minnst á hann, Wow hjá Indigo Partners og efast ég stórlega að hann sé óska fyrirtæki þeirra. http://www.indigohq.com/principals.html Þar eru mörg stór fyrirtæki en vitandi að engin verslar með flugfélög þessi síðustu árni svo efast um að nokkur vilji koma nálægt Wow eða hvað halda menn.

Valdimar Samúelsson, 20.3.2019 kl. 14:46

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Enga ríkisábyrgð, takk!  "Athafnamenn" verða sjálfir að bera ábyrgð á sínum athöfnum.

Kolbrún Hilmars, 20.3.2019 kl. 15:31

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enga ríkisábyrgð. Punktur.

Ragnhildur Kolka, 20.3.2019 kl. 17:44

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Fíflagangurinn í kringum þetta flugfélag er orðinn alger sirkús. Dró eitthvað úr sætaframboði til Íslands þegar Iceland Express fór á hausinn, undir "öruggri stjórn" fjárglæframanna og þjóðfélagsníðinga? Nei, öðru nær. Það óx jafnt og þétt, þvi það kemur oftast eitthvað í staðinn fyrir það sem hverfur af sjónarsviðinu. Hvergi á það sennilega betur við en í fluggeiranum.

 Við eigum ekki að greiða skuldir óreiðumanna og því er hugmyndin um ríkisábyrgð ekki aðeins galin, heldur argerlega fráleit. Íslendingar eru nægilega brenndir af svona ævintýramennsku og fíflagangi, svo ekki sé höggvið áfram í sömu knérum.

 Skúli getur bara átt sig.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.3.2019 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband