RÚV og Íslandsbanki - við erum ríkið

Viðskiptabann Íslandsbanka á karllæga fjölmiðla og RÚV með sinn rétttrúnað eiga það sameiginlegt að vera í boði ríkisvaldsins.

Án ríkisvalds væri hvorki Íslandsbanki né RÚV.

Ríkisvaldið á ekki að móta skoðanir fólks. Meginhlutverk ríkisvaldsins er að setja almennar reglur og leyfa fólki að mynda sér skoðanir á lífinu og tilverunni í friði. Aukahlutverk ríkisvaldsins er að tryggja lágmarksvelferð s.s. með heilbrigðisþjónustu og menntakerfi. Í neyðartilvikum, sbr. bankahrunið, grípur ríkið inn í og ábyrgist kerfislega mikilvæga starfsemi eins og fjármálaþjónustu.

Ríkisvald sem skiptir sér af frjálsri umræðu og beitir þvingunum í þágu tiltekinna skoðana er komið langt út fyrir eðlileg mörk. Löngu tímabært er að endurskilgreina hlutverk ríkisins í skoðanamyndun.

 


mbl.is Segir áætlun Íslandsbanka „kjánalegt ofstæki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump: Græland-Ísland í stað Úkraínu, Sýrlands og Tyrklands

Á forsetavakt Trump eru Grænland og Ísland nánir bandamenn. Hægrimenn í Bandaríkjunum vilja losa sig við lönd eins og ÚkraínuTyrkland og Sýrlands-Kúrda sem bandamenn. Sýrlandsatlagan var allsherjarmistök, segja áltisgjafar til hægri.

Endurmat Bandaríkjanna á öryggishagsmunum sínum er eftir öllum sólarmerkjum að dæma róttæk. Í stað þess að beita hernaðarmætti stórveldisins er áherslan á viðskiptaþvinganir. Bandaríkin hverfa skipulega frá hlutverki sínu síðustu áratugi að vera alþjóðalögregla sem ýmist heldur lífi í deyjandi stjórnvöldum eða tortímir öðrum.

Helstu höfundar hugmyndarinnar um að Bandaríkin skuli skipa framandi þjóðríkjum að sita og standa að vestrænum hætti, Demókrataflokkurinn og kaldastríðshaukar, sjá það helst til varnar að segja andstæðinga sína handbendi Rússa. Ekki er það trúverðugur málflutningur.

Ef Grænland-Ísland-Færeyjar og Bretland mynda varnarlínu Bandaríkjanna í austri, en ekki Úkraína-Tyrkland-miðausturlönd, er komin upp ný stórveldapólitísk staða. Meginland Evrópu, ESB án Bretlands, verður að finna lífvænlega sambúð með Rússlandi og miðausturlönd, að stærstum hluta múslímaríki, þurfa að finna sér nýjan tilverugrunn án aðstoðar Bandaríkjanna.

Áhugaverðir tímar.


mbl.is „Bandarísk sókn“ hafin á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dygðaskraut Íslandsbanka og náttúrulegt ójafnræði kynjanna

Viðskiptabann Íslandsbanka á karllæga fjölmiðla er ritskoðun fjármálavalds í nafni jafnréttis. Miðað við félagatal Blaðamannafélags Íslands eru konur líklega um þriðjungur félagsmanna.

Konur velja sig frá sumum störfum. Blaðamennska er illa launuð og kallar á langan vinnudag. Flugvirkjar, á hinn bóginn, eru með prýðilegar tekjur en vinna vaktavinnu. Af 560 félögum í Flugvirkjafélagi Íslands eru fjórar konur, innan við eitt prósent. Ætlar Íslandsbanki að beita flugfélög viðskiptabanni þar sem karlar sjá um viðhald flugvéla?

Fáar konur starfa á dekkjaverkstæðum. Viðskiptabann?

Konur velja sér einfaldlega önnur störf en karlar. Konur eru í miklum meirihluta í kennarastétt. Um átta af hverjum tíu kennurum eru konur.

Í starfsvali birtist náttúrulegt ójafnræði kynjanna. Dygð Íslandsbanka er að berja hausnum við steininn og krefjast þess að veruleikinn breytist til samræmis við skoðun fjármálavaldsins. Dálítið kvenlegt.

 

 


mbl.is Fráleit áform eða fagnaðarefni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalismi býr til gerendur og þolendur

Valdataka sósíalista í Eflingu kallaði fram ,,heift og hefnigirni," segir Sólveig sósíalisti og formaður.

Miðstjórn ASÍ lítur þannig á málin að innreið sósíalista í verkalýðshreyfinguna búi til gerendur og þolendur, þar sem þeir síðartöldu eru launþegar sem þurfi ókeypis lögfræðiaðstoð í stríði við sósíalíska yfirmenn.

Í gamla daga var sósíalismi í þágu launþega. Sósíalismi Gunnars Smára og Sólveigar Önnu er aftur sérgæska valdhafa. 


mbl.is Vilja viðauka við ráðningarsamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankakonur tyfta fátæka karlafjölmiðla

Blaðamennska er viðurkennt láglaunastarf fátækra karla sem vinna langan vinnudag. Flestir fjölmiðlar eru stofnaðir af körlum, konur leggja ekki í áhætturekstur. 

Viðmælendur fjölmiðla eru oftar karlar en konur enda sterkara kynið hlédrægara. Allir sem koma nálægt blaðamennsku vita þetta.

Íslandsbanki hyggst neita viðskiptum við karllæga fjölmiðla.

Útgefendur lífsstílsblaða, prjónablaða og matarútgáfur hljóta að fagna.


mbl.is Kemur Bjarna spánskt fyrir sjónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkupakkinn, áhyggjur og stjórnsýslan

Lífsreynt fólk hefur áhyggjur af innleiðingu 3. orkupakka ESB en léttúðaraldurinn lætur sér fátt um finnast, er niðurstaða könnunar MMR.

Þeir lífsreyndu fylgjast með fréttum, sjá að stjórnsýslan er í vasanum á hagsmunaöflum og hugsar oft um það eitt að maka krókinn.

3. orkupakkinn framselur valdheimildir, sem áður voru á Íslandi, til Brussel. Peningafólk með gott aðgengi að stjórnsýslunni mun koma og krefjast þess í nafni ESB-reglna að fá að væta góminn á eigum almennings.

Þetta veit lífsreynt fólk. Og hefur af því áhyggjur.


mbl.is Eldri borgarar með meiri áhyggjur af orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamaður með 400 þús. kr. á mánuði

,,Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun," segir formaður Blaðamannafélags Íslands og boðar verkfall.

Þrjár athugasemdir.

a. Taxtalaun eru eitt, raunlaun annað. Samkvæmt opinberum upplýsingum eru sumir blaðamenn með margföld grunnlaun. Tekjuspönnin er mun stærri í blaðamennsku en hjá öðrum fagstéttum. 

b. Blaðamennska er ekki lögverndað starfsheiti og getur tæplega orðið það, stangast á á við tjáningarfrelsið. Margir starfandi blaðamenn eru án háskólaprófs, byrjuðu ferilinn sem ,,dropp áts" úr framhaldsskóla. Einhvers staðar verða vondir að vera.

c. Blaðamennsku er oft og á tíðum ekki hægt að aðgreina frá skrifum samfélagsmiðla. Fagmennska lætur stórlega á sjá og er iðulega pólitískur umræðuvaki en ekki fréttaflutningur. Hvers vegna að borga fyrir það sem aðrir útvega ókeypis?

Neðanmáls: á dögum flokksblaða var blaðamennska kölluð ,,yndislegt hundalíf". 


Evrópskt réttlæti

Harðir fangelsisdómar spænska ríkisins yfir katalónskum þingmönnum virðast ekki hreyfa við evrópskum stofnunum er tilsjá hafa með lögum og rétti í álfunni.

Vinstrimenn hér á landi, ESB-sinnar og glæpamenn úr auðmannastétt líta gjarnan austur eftir fyrirmynd réttarríkisins.

Í máli katalónsku þingmannanna blasir við að þeir hljóta langa fangelsisdóma fyrir pólitíska sannfæringu. Helvíti hart og trauðla til fyrirmyndar.


mbl.is Hlýtur að vekja athygli og umhugsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópsk einokun og fákeppni - gott mál, segir Halldór í SA

Lagafrumvarp sem auðveldar fákeppni og einokun á Íslandi er að norrænni og evrópskri fyrirmynd, segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Jamm. Eigum við þá ekki að halda okkur við almenna skynsemi, þótt séríslensk sé, og verja almannahagsmuni gegn snillingunum í SA?

Peningamenn hér á landi þola illa útlenskt frelsi. Við lærðum það 2008.

 


mbl.is Samkeppniseftirlitið varar við frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferði, heilbrigði og forgangur

Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu felur í sér að sum heilbrigðisvandamál verða talin léttvægari en önnur.

Sumt er einfalt. Bráðasjúklingur nýtur forgangs á þann glímir við sveppasýkingu í stórutá.

Annað er flóknara. Er kynskiptaaðgerð mikilvægari en ófrjósemisaðgerð?

En svo er hægt að bera sig að eins og í viðtengdri frétt. Tala almennt um vandamálin, segja að eitthvað verði að gera en láta það ógert. Til að fela innihaldsleysið eru notuð stór orð: siðferðileg gildi.

 


mbl.is Siðferðileg gildi stuðli að skarpari sýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband