Trump vill hćtta stríđi - skelfilegar afleiđingar?

Trump var kjörinn út á loforđ um ađ Bandaríkin hćttu ađild ađ ţessum „fá­rán­legu, enda­lausu stríđum“. Ţau eru flest og mannskćđust í miđausturlöndum ţar sem innrásin í Írak 2003 er vendipunktur. Til stóđ ađ breyta ríkinu í vestrćnan skjólstćđing međ lýđrćđi og fínerí. 

Ţađ gekk ekki eftir. Írakar gerđu uppreisn og Bandaríkin yfirgáfu verkefniđ áđur en áratugurinn var úti.

Sýrland fékk sömu međferđ, grafiđ var undan Assad forseta og ,,umbótaöfl" studd. Vestrćnt hannađar hörmunar í Írak og Sýrlandi gáfu Ríki íslams fćri á ađ sýna klćrnar og stofna trúarríki um stund.

Trump tilkynnti á síđasta ári ađ hann ćtlađi ađ kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi og láta heimamenn um afleiđingarnar. 

Stađfastur vilji forsetans ađ hćtta stríđsrekstri veldur úlfúđ. Í Ísrael er spurt hvort Trump mun yfirgefa traustasta bandamann sinn í ţessum heimshluta.

Brotthvarf Bandaríkjamann frá Sýrlandi er viđurkenning á orđnum hlut. Vestrćn ríki, ţ.e. Bandaríkin og ESB, töpuđu stríđinu fyrir Assad sem naut stuđnings Rússa. Erdogan hćstráđandi í Tyrklandi, Assad í Sýrlandi og sá rússneski Pútín eru líklega búnir ađ semja um niđurstöđuna.

Ţađ er mótsögn ađ ţegar stórveldi dregur úr stríđsrekstri verđa afleiđingarnar skelfilegar. Fyrirsjáanlega verđa Kúrdar í ömurlegri stöđu.

Skynsamleg stórveldapólitík viđheldur valdajafnvćgi. Vesturlönd, ţví miđur, ráku ekki skynsamlega pólitík eftir sigur í kalda stríđinu fyrir 30 árum. Vesturlönd ráku útţenslupólitík í Austur-Evrópu og miđausturlöndum. 30 ára mistök leiđa af sér skelfingu og ţví meiri sem dregiđ er á langinn ađ viđurkenna mistökin. 


mbl.is Yrđi „svartur blettur“ á sögu Bandaríkjanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krím, Kúrdar og vestrćn hrćsni

Vesturlönd hrukku af hjörunum ţegar Rússland innlimađi Krímskaga 2014. Krímskaginn er byggđur Rússum en Úkraína fékk skagann ađ ,,gjöf" á tíma Sovétríkjanna. Ísland er í viđskiptastríđi viđ Rússa útaf Krím, ekki ađ eigin frumkvćđi, heldur vegna ađildar okkar ađ Nató og ófrelsinu sem fylgir EES-ađild.

Víkur nú sögunni til landamćrahérađa Sýrlands og Tyrklands. Ţar búa Kúrdar sem lengi dreymir um sitt eigiđ ríki, Kúrdistan. Allt bendir til ţess ađ Tyrkjum verđi leyft ađ taka sér nýtt land, sem áđur tilheyrđi fullvalda ríki, Sýrlandi, til ađ bćta hag sinn, á kostnađ Sýrlands og Kúrda.

Verđur rokiđ upp til handa og fóta á Vesturlöndum gegn landvinningum Nató-Tyrklands? Ekki veđja á ţađ.


mbl.is Sameinuđu ţjóđirnar búa sig undir hiđ versta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ólafur, Hauck & Auf­häuser og Al Thani

Ólafur Ólafsson í félagi viđ ađra setti upp tvö keimlík leikrit til ađ auđgast á siđlausan hátt. 

Fyrra leikritiđ gekk út á ađ ţýski bankinn Hauck & Auf­häuser vćri kaupandi međ Ólafi og félögum ađ Búnađarbankanum 2003. Ríkisstjórnin hafđi sett skilyrđi ađ erlendur ađili yrđi međal kaupenda. Ólafur og kumpánar skálduđu leikrit og fengu ađ kaupa bankann sem varđ ađ Kaupţingi.

Seinna leikritiđ er kennt viđ Al Thani, moldríkan araba, sem Kaupţingsmenn sögđu ađ hefđi keypt hlut í Kaupţingi kortéri fyrir hrun. Tilgangurinn var ađ fá tiltrú markađarins. Ólafur og viđskiptafélagar hans fengu fangelsisdóm fyrir Al Thani-máliđ.

Ólafur klagar sín mál til Evrópu ţar sem skúrkar fá áheyrn. Aldrei hvarflar ađ Ólafi ađ biđja ţjóđina afsökunar á lygum og blekkingum. Ólafur gerir tilkall til ađ vera tekinn í samfélag siđađra manna um leiđ og hann stundar siđleysi.  


mbl.is Mannréttindadómstóllinn skođar rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 7. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband