Trump vill hætta stríði - skelfilegar afleiðingar?

Trump var kjörinn út á loforð um að Bandaríkin hættu aðild að þessum „fá­rán­legu, enda­lausu stríðum“. Þau eru flest og mannskæðust í miðausturlöndum þar sem innrásin í Írak 2003 er vendipunktur. Til stóð að breyta ríkinu í vestrænan skjólstæðing með lýðræði og fínerí. 

Það gekk ekki eftir. Írakar gerðu uppreisn og Bandaríkin yfirgáfu verkefnið áður en áratugurinn var úti.

Sýrland fékk sömu meðferð, grafið var undan Assad forseta og ,,umbótaöfl" studd. Vestrænt hannaðar hörmunar í Írak og Sýrlandi gáfu Ríki íslams færi á að sýna klærnar og stofna trúarríki um stund.

Trump tilkynnti á síðasta ári að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn frá Sýrlandi og láta heimamenn um afleiðingarnar. 

Staðfastur vilji forsetans að hætta stríðsrekstri veldur úlfúð. Í Ísrael er spurt hvort Trump mun yfirgefa traustasta bandamann sinn í þessum heimshluta.

Brotthvarf Bandaríkjamann frá Sýrlandi er viðurkenning á orðnum hlut. Vestræn ríki, þ.e. Bandaríkin og ESB, töpuðu stríðinu fyrir Assad sem naut stuðnings Rússa. Erdogan hæstráðandi í Tyrklandi, Assad í Sýrlandi og sá rússneski Pútín eru líklega búnir að semja um niðurstöðuna.

Það er mótsögn að þegar stórveldi dregur úr stríðsrekstri verða afleiðingarnar skelfilegar. Fyrirsjáanlega verða Kúrdar í ömurlegri stöðu.

Skynsamleg stórveldapólitík viðheldur valdajafnvægi. Vesturlönd, því miður, ráku ekki skynsamlega pólitík eftir sigur í kalda stríðinu fyrir 30 árum. Vesturlönd ráku útþenslupólitík í Austur-Evrópu og miðausturlöndum. 30 ára mistök leiða af sér skelfingu og því meiri sem dregið er á langinn að viðurkenna mistökin. 


mbl.is Yrði „svartur blettur“ á sögu Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krím, Kúrdar og vestræn hræsni

Vesturlönd hrukku af hjörunum þegar Rússland innlimaði Krímskaga 2014. Krímskaginn er byggður Rússum en Úkraína fékk skagann að ,,gjöf" á tíma Sovétríkjanna. Ísland er í viðskiptastríði við Rússa útaf Krím, ekki að eigin frumkvæði, heldur vegna aðildar okkar að Nató og ófrelsinu sem fylgir EES-aðild.

Víkur nú sögunni til landamærahéraða Sýrlands og Tyrklands. Þar búa Kúrdar sem lengi dreymir um sitt eigið ríki, Kúrdistan. Allt bendir til þess að Tyrkjum verði leyft að taka sér nýtt land, sem áður tilheyrði fullvalda ríki, Sýrlandi, til að bæta hag sinn, á kostnað Sýrlands og Kúrda.

Verður rokið upp til handa og fóta á Vesturlöndum gegn landvinningum Nató-Tyrklands? Ekki veðja á það.


mbl.is Sameinuðu þjóðirnar búa sig undir hið versta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur, Hauck & Auf­häuser og Al Thani

Ólafur Ólafsson í félagi við aðra setti upp tvö keimlík leikrit til að auðgast á siðlausan hátt. 

Fyrra leikritið gekk út á að þýski bankinn Hauck & Auf­häuser væri kaupandi með Ólafi og félögum að Búnaðarbankanum 2003. Ríkisstjórnin hafði sett skilyrði að erlendur aðili yrði meðal kaupenda. Ólafur og kumpánar skálduðu leikrit og fengu að kaupa bankann sem varð að Kaupþingi.

Seinna leikritið er kennt við Al Thani, moldríkan araba, sem Kaupþingsmenn sögðu að hefði keypt hlut í Kaupþingi kortéri fyrir hrun. Tilgangurinn var að fá tiltrú markaðarins. Ólafur og viðskiptafélagar hans fengu fangelsisdóm fyrir Al Thani-málið.

Ólafur klagar sín mál til Evrópu þar sem skúrkar fá áheyrn. Aldrei hvarflar að Ólafi að biðja þjóðina afsökunar á lygum og blekkingum. Ólafur gerir tilkall til að vera tekinn í samfélag siðaðra manna um leið og hann stundar siðleysi.  


mbl.is Mannréttindadómstóllinn skoðar rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband