Auđmađur eignast Fréttablađ Jóns Ásgeirs

Helgi Magnússon sýslar međ peninga, er tengdur inn í lífeyrissjóđakerfiđ, međ bakland í Samtökum iđnađarins og stofnandi Viđreisnar. Hann leysir af hólmi annan auđmann, Jón Ásgeir fyrrum Baugsstjóra, sem eigandi Fréttablađsins.

Jón Ásgeir beitti Fréttabađinu kerfisbundiđ í ţágu einkahagsmuna sinna. 

Ekkert í ferlisskrá Helga, frá Hafskipum ađ telja, gefur til kynna ađ hann hafi nokkurn áhuga á ađ upplýsa og frćđa, veita valdi ađhald eđa gera nokkuđ ţađ sem horfir almenningi til heilla.

Helgi kann ađ ota sínum tota. Áfram verđur Fréttablađinu otađ ađ almenningi sem vinnur ţađ sér eitt til óhelgi ađ eiga heimili međ bréflúgu.


mbl.is Helgi eignast Fréttablađiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

80% ofbeldi á alţingi

Í Fréttablađinu segir ,,80 prósent kvennanna sögđust hafa orđiđ fyrir sálfrćđilegu ofbeldi".

Sálfrćđilegt ofbeldi er samkvćmt skilgreiningu kynlaust. Sálin, ef hún er til, er ekki líkamleg.

Líklega ţarf félagsvísindamann til ađ trúa ţví ađ konur standi höllum fćti gagnvart karlmönnum í ,,sálfrćđilegu ofbeldi".


mbl.is 80% ţingkvenna verđa fyrir ofbeldi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB, himnaríki og helvíti

Stórveldum er eđlislćgt ađ telja sig óhjákvćmileg. Nauđsyn réttlćtir tilveru ţeirra. Evrópusambandiđ kennir ađ án samruna ţjóđríkja sé yfirvofandi ţriđja heimsstyrjöldin, en ţćr tvćr fyrri áttu einmitt upptök sín í álfunni.

Bretar eyđileggja trúarsetningu ESB međ útgöngu, Brexit. 

Deilur um útgöngu Breta eru ţar af leiđandi meira í ćtt viđ ţrćtur um guđfrćđi. En deila um ţađ sem ekki er verđur aldrei leyst. Aldrei. Menn trúa - eđa ekki.


mbl.is Fer Bretland úr ESB í lok mánađarins?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 18. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband