Tyrkir sömdu fyrir innrásina í Sýrland

Áđur en Erdogan sendi hermenn inn í Norđaustur-Sýrland gekk hann frá samningum viđ Assad Sýrlandsforseta og Rússa. Í Norvestur-Sýrlandi er Idlib hérađ, sem liggur ađ landamćrum Tyrklands og er undir stjórn andstćđinga Assad. Mögulega fćr Assad stuđning Tyrkja viđ endurheimt hérađsins.

Kúrdar ráđa svćđinu sem Tyrkir sćkja ađ, ţótt formlega sé ţađ hluti Sýrlands. Líklega kveđa samningar á hve langt tyrknesku sveitirnar fari inn í Sýrland.

Bandaríkjamenn vissu, eđa máttu vita, um samkomulagiđ fyrir innrásina. Bandaríkin eru nćmari fyrir umrćđunni og gćtu gripiđ í taumana, t.d. í tilfelli mannfalls óbreyttra borgara. Tyrkir vilja hafa hrađar hendur og komast yfir ţađ land sem ţeir telja sig eiga heimtingu á.

Kúrdar berjast fyrir ćttjörđ sinni og halda í von um ţjóđríki í fyllingu tímans. Ţeir munu gera Tyrkjum innrásina dýrkeypta. 


mbl.is Trump vill sćtta Tyrki og Kúrda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gulli pantar flóttamenn frá Erdogan

Erdogan ćđstráđandi í Tyrklandi segist vera međ 3,6 milljónir flóttamanna sem hann hótar ađ senda til Evrópuríkja er gagnrýna innrásina í Sýrland.

Hvađ ćtli Gulli utanríkis hafi tryggt sér marga flóttamenn?


mbl.is Tyrkir hćtti hernađi í Sýrlandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Miđflokkurinn bjargar Sjálfstćđisflokknum

Mótsagnakennt eins og ţađ hljómar bjargar aukiđ fylgi Miđflokksins Sjálfstćđisflokknum frá fylgishruni. Forysta Sjálfstćđisflokksins er á hrađri leiđ ađ gera flokkinn ađ hćgriútgáfu Samfylkingar, sem veit á fylgishrun, en vaxandi styrkur Miđflokksins temprar ţćr öfgar.

Meirihluti kjósenda er borgaralega ţenkjandi og kýs öfgalausa útfćrslu á góđlífi ţar sem fetađur er millivegur einstaklingsfrelsis og ríkisforsjár. Meirihluti kjósenda er jafnframt fráhverfur fikti viđ ţađ sem virkar, og skiptir máli, samanber stjórnarskrána. Ţá segir sagan okkur ađ ismar frá útlöndum, t.d. kommúnismi, ESB-ismi og loftslagsismi eiga ekki upp á pallborđiđ.  

Miđflokkurinn er í senn fordćmi og ađhald fyrir Sjálfstćđisflokkinn, bjargar gömlu háborg borgaralegra stjórnmála frá kviksyndi samfóisma. 


mbl.is Sjálfstćđisflokkur og Miđflokkur bćta viđ sig fylgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband