Tyrkir sömdu fyrir innrásina í Sýrland

Áður en Erdogan sendi hermenn inn í Norðaustur-Sýrland gekk hann frá samningum við Assad Sýrlandsforseta og Rússa. Í Norvestur-Sýrlandi er Idlib hérað, sem liggur að landamærum Tyrklands og er undir stjórn andstæðinga Assad. Mögulega fær Assad stuðning Tyrkja við endurheimt héraðsins.

Kúrdar ráða svæðinu sem Tyrkir sækja að, þótt formlega sé það hluti Sýrlands. Líklega kveða samningar á hve langt tyrknesku sveitirnar fari inn í Sýrland.

Bandaríkjamenn vissu, eða máttu vita, um samkomulagið fyrir innrásina. Bandaríkin eru næmari fyrir umræðunni og gætu gripið í taumana, t.d. í tilfelli mannfalls óbreyttra borgara. Tyrkir vilja hafa hraðar hendur og komast yfir það land sem þeir telja sig eiga heimtingu á.

Kúrdar berjast fyrir ættjörð sinni og halda í von um þjóðríki í fyllingu tímans. Þeir munu gera Tyrkjum innrásina dýrkeypta. 


mbl.is Trump vill sætta Tyrki og Kúrda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gulli pantar flóttamenn frá Erdogan

Erdogan æðstráðandi í Tyrklandi segist vera með 3,6 milljónir flóttamanna sem hann hótar að senda til Evrópuríkja er gagnrýna innrásina í Sýrland.

Hvað ætli Gulli utanríkis hafi tryggt sér marga flóttamenn?


mbl.is Tyrkir hætti hernaði í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðflokkurinn bjargar Sjálfstæðisflokknum

Mótsagnakennt eins og það hljómar bjargar aukið fylgi Miðflokksins Sjálfstæðisflokknum frá fylgishruni. Forysta Sjálfstæðisflokksins er á hraðri leið að gera flokkinn að hægriútgáfu Samfylkingar, sem veit á fylgishrun, en vaxandi styrkur Miðflokksins temprar þær öfgar.

Meirihluti kjósenda er borgaralega þenkjandi og kýs öfgalausa útfærslu á góðlífi þar sem fetaður er millivegur einstaklingsfrelsis og ríkisforsjár. Meirihluti kjósenda er jafnframt fráhverfur fikti við það sem virkar, og skiptir máli, samanber stjórnarskrána. Þá segir sagan okkur að ismar frá útlöndum, t.d. kommúnismi, ESB-ismi og loftslagsismi eiga ekki upp á pallborðið.  

Miðflokkurinn er í senn fordæmi og aðhald fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bjargar gömlu háborg borgaralegra stjórnmála frá kviksyndi samfóisma. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband