Evrópsk einokun og fákeppni - gott mál, segir Halldór í SA

Lagafrumvarp sem auðveldar fákeppni og einokun á Íslandi er að norrænni og evrópskri fyrirmynd, segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Jamm. Eigum við þá ekki að halda okkur við almenna skynsemi, þótt séríslensk sé, og verja almannahagsmuni gegn snillingunum í SA?

Peningamenn hér á landi þola illa útlenskt frelsi. Við lærðum það 2008.

 


mbl.is Samkeppniseftirlitið varar við frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferði, heilbrigði og forgangur

Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu felur í sér að sum heilbrigðisvandamál verða talin léttvægari en önnur.

Sumt er einfalt. Bráðasjúklingur nýtur forgangs á þann glímir við sveppasýkingu í stórutá.

Annað er flóknara. Er kynskiptaaðgerð mikilvægari en ófrjósemisaðgerð?

En svo er hægt að bera sig að eins og í viðtengdri frétt. Tala almennt um vandamálin, segja að eitthvað verði að gera en láta það ógert. Til að fela innihaldsleysið eru notuð stór orð: siðferðileg gildi.

 


mbl.is Siðferðileg gildi stuðli að skarpari sýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB, leiktjöld og dramadrottningar

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fyrir þrem árum afhjúpaði blekkinguna um sameinaða Evrópu og gerði ESB að meginlandsfélagsskap á forræði Frakka og Þjóðverja. 

Bretar voru alltaf í aukahlutverki, komu seint inn í félagsskapinn og leið aldrei vel að þiggja lög og reglur frá Brussel um vinnutíma, réttindi fanga og útlit banana.

Leiksýningin um útgöngu Breta er rúmlega þriggja ára og gengur út á að ekki sé hægt að ganga úr Evrópusambandinu án þess að svo sé látið líta út að himinn og jörð séu að farast.

Einföld og skýr útganga Breta, að hætti fullorðinna, mátti ekki verða þar sem önnur þjóðríki í ESB gætu fengið grillur um að úrsögn úr ESB væri af hinu góða.

Sviðsetningin á útgöngunni er unnin í samvinnu Brussel og ESB-sinna í Bretlandi með tilheyrandi gráti og gnístran tanna.

Óvíst er hvenær leiksýningunni lýkur. Marglofaður lokadagur er 31. október en nýtt móðursýkiskast einhverrar dramadrottningar í London eð Brussel gæti enn frestað dagskrárlokum. 

 


mbl.is Dregur samninginn frekar til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband