ESB, leiktjöld og dramadrottningar

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fyrir þrem árum afhjúpaði blekkinguna um sameinaða Evrópu og gerði ESB að meginlandsfélagsskap á forræði Frakka og Þjóðverja. 

Bretar voru alltaf í aukahlutverki, komu seint inn í félagsskapinn og leið aldrei vel að þiggja lög og reglur frá Brussel um vinnutíma, réttindi fanga og útlit banana.

Leiksýningin um útgöngu Breta er rúmlega þriggja ára og gengur út á að ekki sé hægt að ganga úr Evrópusambandinu án þess að svo sé látið líta út að himinn og jörð séu að farast.

Einföld og skýr útganga Breta, að hætti fullorðinna, mátti ekki verða þar sem önnur þjóðríki í ESB gætu fengið grillur um að úrsögn úr ESB væri af hinu góða.

Sviðsetningin á útgöngunni er unnin í samvinnu Brussel og ESB-sinna í Bretlandi með tilheyrandi gráti og gnístran tanna.

Óvíst er hvenær leiksýningunni lýkur. Marglofaður lokadagur er 31. október en nýtt móðursýkiskast einhverrar dramadrottningar í London eð Brussel gæti enn frestað dagskrárlokum. 

 


mbl.is Dregur samninginn frekar til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt ályktar um EES-skýrslu Björns Bjarna

Benedikt Jóhannesson fyrsti formaður Viðreisnar ályktar um EES-skýrslu Björns Bjarnasonar og segir:

Rök­rétt niðurstaða af lestri skýrsl­unn­ar er að líta á þann hag sem þjóðin hef­ur haft af aukaaðild­inni og semja svo um fulla Evr­ópuaðild á jafn­rétt­is­grunni.

Benedikt er ekki einn um þessa túlkun. Norðmenn taka skýrslunni sem ástarjátningu.

Önnur túlkun á skýrslu Björns er að hún boði hjálendustöðu Íslands, sambærilega þeirri sem Íslendingar höfðu undir konungum Noregs og Danmerkur.

Þeir sem telja Íslendingum hagfelldast að þiggja tilveruréttinn frá útlöndum styðja EES-samninginn án skilyrða og vilja inn í Evrópusambandið.

Þeir sem telja farsælast Íslendingum að halda í fullvalda þjóðríki gagnrýna EES-samninginn og frábiðja sér aðild að Evrópusambandinu.


Hitler í gríni

Nasismi og austurríski liðþjálfinn með Jesúkomplexinn ganga í endurnýjun lífdaga í bókmenntum og bíó. Þjóðverjar gerðu bíó úr bókinni Hann er kominn aftur og nú er sama upp á teningunum með bók Christine Leunens.

Kannski er Hitler orðinn nógu fjarlæg sögupersóna til óhætt sé að skemmta sér með hann í spéspegli. Annað kannski er að hann eigi erindi við samtímann þar sem frjálslynda heimskerfið er byggt var á rústum Evrópuveldis liðþjálfans stendur á tímamótum.

Hvort heldur sem er þá er ekkert sérstaklega viðkunnanlegt að sjá manninn með frímerkjaskeggið sem vinsælt menningarfyrirbæri. Má maður heldur biðja um Chaplin.

 


mbl.is Nasisti sem drepur ekki kanínur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir drepa lóuna; fljúga sjálfir með þotum

Lóan kemur ekki að kveða burt snjóinn. Lóunni verður útrýmt að kröfu Vinstri grænna sem í nafni hamfaratrúar á manngert veður vilja eyðileggja vistkerfi mófugla, samkvæmt vistfræðingi á Náttúrufræðistofu Íslands.

Vinstri grænir og aðrir sem trúa á manngert veður hyggjast stórspilla náttúru Íslands í nafni hindurvitna. Vinstrimönnum er tamt að láta aðra gjalda fyrir trúaröfgar sínar, hvort heldur þær eru sósíalismi eða meint manngert veðurfar.

Hvernig væri nú að Vinstri grænir og aðrir vinstrimenn gerðu kröfu á sig sjálfa og hættu að stuðla að notkun jarðefnaeldsneytis? Þingflokkur Vinstri grænna gæti til dæmis hafnað því að fljúga með þotum og nota ekki neina bíla nema rafknúna. 

Hvers á lóan að gjalda?


mbl.is „Værum að bregðast hlutverki okkar sem gæslumenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

700 vísindamenn gegn hamfaratrú á manngert veðurfar

Vísindamenn og sérfræðingar frá öllum heimshornum, samtals 700, skrifa undir yfirlýsingu um að engin rök standi til þess að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Nokkur atriði úr yfirlýsingunni:

  • Loftslag jarðarinnar tekur stöðugum breytingum og hefur gert frá ómunatíð
  • Litlu ísöld lauk á 19. öld og því eðlilegt að það hafi hlýnað síðan
  • Hlýnun er minni en reiknilíkön hafa spáð, enda reiknilíkönin ófullkomnar ágiskanir
  • Koltvísýringur, sem sagður er valda hlýnun, er forsenda lífs á jörðinni, aðalfæða plantna
  • Ekki hefur verið sýnt fram á að hlýrra loftslag valdi auknum náttúruhamförum
  • Loftslagspólitík verður að taka mið af vísindalegum og efnahagslegum staðreyndum

Þegar 700 vísindamenn og sérfræðingar senda frá sér yfirlýsingu um eitt mesta álitamál samtímans er ástæða að leggja við hlustir.

Vinstri grænir eru aðaltalsmenn hlýnunar af mannavöldum hér á landi. Áður en þeir villast meira í Grétu-fræðum er kannski ástæða til að spyrja um vísindaleg rök, að ekki sé talað um almenna skynsemi.

Trúarafstaða í loftslagsmálum leiðir til hörmunga. Og þær hörmungar eru sannanlega manngerðar.

 

 


mbl.is Fleiri mál en umhverfismál komast að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttablaðið: Viðreisn til vinstri eða hægri?

Leiðari nýs ritstjóra Fréttablaðsins í kjölfar auðmannakaupa á útgáfunni tekur af öll tvímæli. Útgáfan er málgagn Viðreisnar.

Viðreisn er og verður smáflokkur sem leitar hófanna hjá öðrum flokkum til að eiga möguleika á stjórnaraðild.

Spurningin er aðeins hvort Fréttablaðið talar Viðreins til vinstri, í átt að Samfylkingu, Vinstri grænum og Pirötum eða hvort stefna sé sett til hægri þar sem Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur eru fyrir á fleti.


Sósíalismi og loftslagshamfarir

Vinstriflokkarnir gera út á yfirvofandi loftslagshamfarir til að réttlæta stærra ríkisvald, íþyngjandi reglur og hærri skatta. Vinstri grænir, Samfylking og Píratar eru samstíga að þessu leyti.

Á 19. öld varð til vísindalegur sósíalismi en á 21. öld vísindaleg hamfaratrú. Í báðum tilfellum voru vísindin lítil og ómerkileg en trúin þess skæðari.

Yfirvegaðir vísindamenn, t.d. Judith Curry og veðurfræðingar, eins og fyrrum forstöðumaður Veðurstofu Íslands, reyna að tala skynsemi inn í umræðuna en trúin á hamfarir er of mikil.

Sósíalistar eru skiljanlega hrifnir af hugmyndafræði sem kallar á aukna miðstýringu ríkisvalds og alþjóðlegra stofnana. Verra er að stjórnmálaöfl sem eiga að heita borgaraleg og vitræn, Sjálfstæðisflokkurinn, eru á hraðri leið að taka upp hamfaratrú.


mbl.is „Að leikslokum munum við fagna sigri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmaður eignast Fréttablað Jóns Ásgeirs

Helgi Magnússon sýslar með peninga, er tengdur inn í lífeyrissjóðakerfið, með bakland í Samtökum iðnaðarins og stofnandi Viðreisnar. Hann leysir af hólmi annan auðmann, Jón Ásgeir fyrrum Baugsstjóra, sem eigandi Fréttablaðsins.

Jón Ásgeir beitti Fréttabaðinu kerfisbundið í þágu einkahagsmuna sinna. 

Ekkert í ferlisskrá Helga, frá Hafskipum að telja, gefur til kynna að hann hafi nokkurn áhuga á að upplýsa og fræða, veita valdi aðhald eða gera nokkuð það sem horfir almenningi til heilla.

Helgi kann að ota sínum tota. Áfram verður Fréttablaðinu otað að almenningi sem vinnur það sér eitt til óhelgi að eiga heimili með bréflúgu.


mbl.is Helgi eignast Fréttablaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80% ofbeldi á alþingi

Í Fréttablaðinu segir ,,80 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi".

Sálfræðilegt ofbeldi er samkvæmt skilgreiningu kynlaust. Sálin, ef hún er til, er ekki líkamleg.

Líklega þarf félagsvísindamann til að trúa því að konur standi höllum fæti gagnvart karlmönnum í ,,sálfræðilegu ofbeldi".


mbl.is 80% þingkvenna verða fyrir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB, himnaríki og helvíti

Stórveldum er eðlislægt að telja sig óhjákvæmileg. Nauðsyn réttlætir tilveru þeirra. Evrópusambandið kennir að án samruna þjóðríkja sé yfirvofandi þriðja heimsstyrjöldin, en þær tvær fyrri áttu einmitt upptök sín í álfunni.

Bretar eyðileggja trúarsetningu ESB með útgöngu, Brexit. 

Deilur um útgöngu Breta eru þar af leiðandi meira í ætt við þrætur um guðfræði. En deila um það sem ekki er verður aldrei leyst. Aldrei. Menn trúa - eða ekki.


mbl.is Fer Bretland úr ESB í lok mánaðarins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband