Herskár Logi, biður um meira stríð

Bandaríkin undir forsetunum Bush og Obama efndi til stríðsátaka víða í miðausturlöndum, t.d. Írak, Líbíu og Sýrlandi. Loga formanni Samfylkingar finnst ekki nóg um stríð í heimi araba og biður Bandaríkin að herja svolítið meira.

Annað er ,,loðmullulegt og aulalegt" að áliti formannsins.

Ef Logi væri friðarsinni myndi hann þakka Trump fyrir að leiðrétta mistök fyrirrennara sinna.


mbl.is „Loðmulluleg og aulaleg“ viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nató er deyjandi félagsskapur

Nató-ríkið Tyrkland herjar á Kúrda, sem vestræn ríki hafa samúð með. Nokkur Nató-ríki hafa lýst vopnasölubanni gagnvart Tyrklandi og Bandaríkin hóta viðskiptaþvingunum.

Nató er sem hernaðarbandalag á fallandi fæti. Aldrei var það sterkt á sviði diplómatíu. Ófriður Tyrkja á hendur Kúrdum mun flýta hnignun Nató.

Hernaðarbandalagið var stofnað í upphafi kalda stríðsins og gekk ljómandi vel á meðan óvinurinn var Sovétríkin og heimskommúnisminn. Eftir fall Berlínarmúrsins reynir Nató að umskapa sig sem verktaki hjá Bandaríkjunum í miðausturlöndum annars vegar og hins vegar ESB í Austur-Evrópu. Nató-ríkjum fjölgaði úr 12 í 29. Um leið verður hernaðarbandalagið sjálfu sér sundurþykkara, samanber háttsemi Tyrkja.

Gjaldfall Nató sést á aukinni umræðu um Evrópuher og áherslu Bandaríkjanna á tvíhliða hernaðarsamstarf, t.d. við Íslendinga.

Íslendingar þurfa að venjast þeirri tilhugsun að landið er á áhrifasvæði Bandaríkjanna en ekki Evrópu. Fíkjublaðið Nató duldi lengi vel þessa staðreynd en það fýkur með haustlægðinni.


mbl.is Bandaríkjaher yfirgefur Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband