Siðferði, heilbrigði og forgangur

Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu felur í sér að sum heilbrigðisvandamál verða talin léttvægari en önnur.

Sumt er einfalt. Bráðasjúklingur nýtur forgangs á þann glímir við sveppasýkingu í stórutá.

Annað er flóknara. Er kynskiptaaðgerð mikilvægari en ófrjósemisaðgerð?

En svo er hægt að bera sig að eins og í viðtengdri frétt. Tala almennt um vandamálin, segja að eitthvað verði að gera en láta það ógert. Til að fela innihaldsleysið eru notuð stór orð: siðferðileg gildi.

 


mbl.is Siðferðileg gildi stuðli að skarpari sýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heilbrigðiskerfið á Íslandi er knúið áfram af öskrandi lýð sem er í stöðugri samkeppni innbyrðis um hærri laun. Bjarni Benidiktsson hafði rétt fyrir sér þegar hann sagðist ekki skilja þetta ástand - því nýlega hafi rekstrarhalli Landspítalans verið þurrkaður út og fjárveitingar til spítalans auknar, en nú stefni í 4-5 mlj halla.

Svandís mun svo aðeins auka á óreiðuna með einstrengislegri pólitík sinni. 

Ragnhildur Kolka, 22.10.2019 kl. 13:12

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Því miður lætur nærri að halli Landspítalans haldist í hendur við fjárveitingar til hans. Þ.e. eftir því sem meiri fjárveitingar eru, því meiri verður hallinn.

Ég tek ekki undir það að þetta sé til komið vegna innbyrðis deilna starfsfólks stofnunarinnar, en þar á ég auðvitað við það starfsfólk sem sér um meðhöndlun og umönnun sjúklinga. Hvort innbyrðis deilur eru innan stjórnkerfis spítalans get ég ekki sagt um, en ljóst er að þar er í allt molum.  

Þegar stjórnkerfið molnar er oftast stutt í að undirkerfið fylgi á eftir. Sem betur fer er mönnum þess hluta Landsspítalans er snýr að meðhöndlun og umönnun sjúklinga með betra móti. Reyndar sjálfstætt rannsóknarefni hvernig tekist hefur að halda honum gangandi svo lengi sem óstjórn stofnunarinnar hefur staðið yfir.

Gunnar Heiðarsson, 22.10.2019 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband