Evrópskt réttlæti

Harðir fangelsisdómar spænska ríkisins yfir katalónskum þingmönnum virðast ekki hreyfa við evrópskum stofnunum er tilsjá hafa með lögum og rétti í álfunni.

Vinstrimenn hér á landi, ESB-sinnar og glæpamenn úr auðmannastétt líta gjarnan austur eftir fyrirmynd réttarríkisins.

Í máli katalónsku þingmannanna blasir við að þeir hljóta langa fangelsisdóma fyrir pólitíska sannfæringu. Helvíti hart og trauðla til fyrirmyndar.


mbl.is Hlýtur að vekja athygli og umhugsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hefur síðuhafa ekkert flogið í hug að það eru þeir sem telja á sér brotið sem vísa málum til dómstóla, t.d. Mannréttindadómstólsins. Dómstólar taka yfirleitt ekki mál fyrir að eigin frumkvæði. Eða hélstu að það væri þannig alls staðar annars staðar en í hinni hræðilegu Evrópu væni?

Þorsteinn Siglaugsson, 23.10.2019 kl. 08:28

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Menn hafa nú safnast saman og barið bumbur af minna tilefni.

Ragnhildur Kolka, 23.10.2019 kl. 08:51

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Leiðtogar Skoskra sjálfstæðissinna í fangelsi og Bresk óeirðalögregla beitir mikilli hörku á götum Glasgow..Alveg eins...

Guðmundur Böðvarsson, 23.10.2019 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband