Björnsskýrslan um EES er ástarjátning

Skýrsla Björns Bjarnasonar, í umboði Gulla utanríkis, um EES-samninginn, er ástarjátning, segja Norðmenn.

Engin ástæða til að andmæla því.

Spurning er aftur hvort Björn og Gulli séu dæmigerðir Íslendingar.


mbl.is Segir Íslendinga ástfangna af EES-samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyrkir berjast við hryðjuverkamenn, Kúrdar vilja þjóðríki

Vopnaður maður getur í senn verið hryðjuverkamaður og þjóðfrelsishetja. Tyrkir líta á vopnaða Kúrda sem ógn við þjóðaröryggi, vita að þjóðríkið Kúrdistan verður ekki til nema með landssvæði sem tilheyrir Tyrklandi.

Kúrdar, á hinn bóginn. telja að vopnaátök séu forsenda fyrir þjóðríki, og hafa líklega rétt fyrir sér þar. Vopnaður Kúrdi að berjast við tyrkneska hermann er þar af leiðandi þjóðfrelsishetja.

Afstaða annarra hlýtur að litast af því hvort það sé sanngjarnt eða ósanngjarnt að Kúrdar fái þjóðríki. Það er sanngjarnt.


mbl.is NATO hvetur Tyrki til að gæta hófsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit: 3 ár, 3 vikur, 3 mínútur

Breska þjóðin ákvað í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016 að ganga úr Evrópusambandinu. Í Brussel var niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar hafnað, Bretar áttu ekkert með það að fara úr ESB. Punktur.

Í samningaviðræðum var tæknilegt viðfangsefni, landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, gert að óleysanlegum hnút. 

Nú segir forsætisráðherra Írlands að hægt sé að ná samningum um útgöngu, Brexit, á innan við þrem vikum. Hvers vegna hefur það ekki tekist í 3 ár?

Sá írski hefði allt eins geta sagt: það er hægt að leysa málið á 3 mínútum. Eina sem þarf er að viðurkenna einfalda pólitíska staðreynd. Breska þjóðin kaus Brexit.


mbl.is Telja samning mögulegan fyrir lok október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband