Fréttablaðið: Viðreisn til vinstri eða hægri?

Leiðari nýs ritstjóra Fréttablaðsins í kjölfar auðmannakaupa á útgáfunni tekur af öll tvímæli. Útgáfan er málgagn Viðreisnar.

Viðreisn er og verður smáflokkur sem leitar hófanna hjá öðrum flokkum til að eiga möguleika á stjórnaraðild.

Spurningin er aðeins hvort Fréttablaðið talar Viðreins til vinstri, í átt að Samfylkingu, Vinstri grænum og Pirötum eða hvort stefna sé sett til hægri þar sem Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur eru fyrir á fleti.


Sósíalismi og loftslagshamfarir

Vinstriflokkarnir gera út á yfirvofandi loftslagshamfarir til að réttlæta stærra ríkisvald, íþyngjandi reglur og hærri skatta. Vinstri grænir, Samfylking og Píratar eru samstíga að þessu leyti.

Á 19. öld varð til vísindalegur sósíalismi en á 21. öld vísindaleg hamfaratrú. Í báðum tilfellum voru vísindin lítil og ómerkileg en trúin þess skæðari.

Yfirvegaðir vísindamenn, t.d. Judith Curry og veðurfræðingar, eins og fyrrum forstöðumaður Veðurstofu Íslands, reyna að tala skynsemi inn í umræðuna en trúin á hamfarir er of mikil.

Sósíalistar eru skiljanlega hrifnir af hugmyndafræði sem kallar á aukna miðstýringu ríkisvalds og alþjóðlegra stofnana. Verra er að stjórnmálaöfl sem eiga að heita borgaraleg og vitræn, Sjálfstæðisflokkurinn, eru á hraðri leið að taka upp hamfaratrú.


mbl.is „Að leikslokum munum við fagna sigri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband