Bandaríkin töpuðu fyrir Assad og Pútín

Bandaríkin fundu enga trúverðuga bandamenn´i Sýrlandi til að styðja gegn Assad forseta. Eftir að Rússar ákváðu að veita Assad hernaðarstuðning var staða Bandaríkjanna töpuð.

Kúrdar, sem reyndust Bandaríkjunum haukur í horni, ætluðu sér aldrei að steypa Assad og yfirtaka landsstjórnina. Kúrdar vilja þjóðríki, Kúrdistan, þar sem núna eru landamærahéruð Sýrlands, Tyrklands og Írak.

Deilur í Bandaríkjunum um brotthvarf síðustu bandarísku hermannanna úr norðurhluta Sýrlands eru uppgjör á milli tveggja fylkinga í Washington. Þeirra sem styðja lögregluhlutverk Bandaríkjanna í fjarlægum heimshlutum annars vegar og hins vegar fylkingar sem telur Bandaríkin ekki eiga að standa fyrir stjórnarbyltingum og stríðsátökum þegar ekki eru undir verulegir hagsmunir.

Bandaríkjunum mistókst í Sýrlandi eins og í Írak. Mannslífum og fjármunum er ekki vel varið í tilgangslaus stríðsátök.


mbl.is Myndin sem skiptir Washington í tvær fylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11 ára og skrifar grein um loftslagshamfarir

11 ára drengur er skráður höfundur greinar í Morgunblaði dagsins um rammpólitískt mál, loftslagsmál og hvort heimurinn sé að farast.

Orðfæri drengsins er það fullorðinslegt að nánast er útilokað að hann sé höfundur textans.

Það er ábyrgðarmál af foreldrum að hleypa börnum í pólitíska umræðu. 


Bandaríkin veikjast, Rússland styrkist, ESB er núll

Áhrif Rússa vaxa í miðausturlöndum en Bandaríkin veikjast. Stefna Bandaríkjanna, sem mótuð var um aldamótin, og gekk út á innrásir (Írak) og stjórnarbyltingar (Sýrland og Líbía) var stórkostleg mistök.

Evrópusambandið var taglhnýtingur Bandaríkjanna í misheppnaðri tilraun að gera miðausturlönd vestræn með vopnavaldi.

Trump var kjörinn forseti 2016 með þá stefnu að afturkalla herlið Bandaríkjanna frá miðausturlöndum og eyða hvorki mannslífum né fjármunum í hernaðarævintýri þegar brýnir hagsmunir voru ekki í húfi.

Miðausturlönd eru við bæjardyr Evrópu og Rússlands, Bandaríkin eru heimsálfu í burtu. Þegar kurlin koma öll til grafar eru það Evrópa og Rússland sem eiga mest í húfi við Miðjarðahaf.

Evrópa býr ekki að herstyrk sem skiptir máli, en það gerir Rússland. Líkur eru á að ESB og Rússland nái saman um að halda óreiðunni í skefjum með rússneskum her og evrópsku fjármagni.

Rússar fá tvöfaldan sigur.Þeir fá viðurkenningu sem stórveldi, sem tekin var af þeim við fall Sovétríkjanna, og þeir létta á Nató-væðingunni við vesturlandamæri sín. Evrópa þarf á Rússum að halda í miðausturlöndum og mun ekki vera samtímis með leiðindi í Úkraínu.

Og Bandaríkin? Þau þurfa tíma að sleikja sárin eftir aldamótamistökin.    


mbl.is Bandaríkjaþing fordæmir ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband