Pírata-hælið

Stjórnmálaflokkar í vestrænum lýðræðisríkjum hafa það hlutverk að setja þjóðríkjum lög annars vegar og hins vegar taka þátt í landsstjórn. 

Til að stjórnmálaflokkar geti sett lög og farið með landsstjórn verða þeir að þekkja gildandi lög og skilja stjórnmálamenningu viðkomandi þjóðríkis. Stjórnmálaflokkar fá opinbert fé til að sinna hlutverki sínu.  

Stjórnmálaflokkur sem tekur upp á því að veita trúnaðarstöður til fólks sem þekkir hvorki haus né sporð á samfélaginu er kominn á ystu nöf.

Til að geta gert siðferðilegt og pólitískt tilkall til áhrifa á samfélagið verður maður að vera hluti af því. Hælisleitandi, samkvæmt skilgreiningu, er ekki hluti af samfélaginu í þessum skilningi - hann er á biðlista þar sem umsókn hans er í meðferð.

Píratar veita ekki hæli á Íslandi. Pírata-hælið er ekki heppileg pólitík.

 


mbl.is Hælisleitandi kjörinn áheyrnarfulltrúi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lýðskrumið á sér lítil takmörk. Píratar eiga þar íslandsmet utan og innanhúss, með og án atrennu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2018 kl. 10:29

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mig grunar nú að þessi gjörningur hafi verið meðvituð tilraun til að ögra heimska hægrinuinnocent

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.9.2018 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband