Samkeppni um tap í flugrekstri - gert út á ríkissjóð

Flugfargjöld lækkuðu um fjórðung í september. Á sama tíma hækkar eldsneytisverð, vextir hækka, launakostnaður hækkar en farþegum fækkar. WOW og Icelandair eru í samkeppni um að tapa peningum. Aðeins tveir möguleikar eru í stöðunni.

Í fyrsta lagi að annað félagið fari í gjaldþrot. WOW stendur verr að vígi en Icelandair.

Í öðru lagi að ríkisstjórnin ausi peningum í flugfélögin og jafnvel sameini þau.

Ekki undir neinum kringumstæðum ætti ríkisstjórnin að skipta sér af taprekstri flugfélaganna. Farsælast er að annað fari í þrot og hitt hirði leifarnar. Það heitir að markaðurinn ráði ferðinni. Líkt og í dýraríkinu þarf iðulega að horfa upp á að hundur éti hund á markaðstorginu. 


mbl.is Fjórðungslækkun flugfargjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband