Vísindin, veiran og mannlegt eðli

Á að fara Asíu-leiðina og setja á útgöngubann og lama samfélagið tvo til þrjá mánuði á meðan kórónuveiran fer hjá? Eða sænsku leiðina og vera tiltölulega afslappaður?

Hvað segja vísindin?

Vísindin vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga, segir Simon Jenkins dálkahöfundur Guardian og tilfærir dæmi um mótsagnakenndar ráðleggingar vísindamanna.

Kemur ekki á óvart. Vísindin vita fátt um mannlegt eðli sem Jón og Gunna út í bæ vita ekki. Sumir eru bjartsýnir en aðrir svartsýnir. Gildir bæði um vísindamenn og almenning.

Mannlífið er þannig hannað að þegar vá steðjar að minnir það sig á að grípa ekki til þeirra úrræða sem það hefur hneigð til.

Rík hneigð Íslendinga er að hlýða ekki yfirvaldi. Hneigðin birtist strax á landnámsöld. Ólíkt nágrönnum okkar og frændum Norðmönnum, Svíum og Dönum kusu Íslendingar að hafa ekki konung heldur 40 höfðingja sem þeir kölluðu goða.

En á hættutíma þarf yfirvald. Á tímum kórónuveiru finnum við yfirvald sem mun hverfa með vágestinum: Ég hlýði Víði (en aðeins á veiruvertíðinni).


mbl.is „Ég hlýði Víði“-bolir til styrktar gjörgæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar og hjúkkur hóta - ósmekklegt

Páll forstjóri Landspítala sagði í sjónvarpsfréttum RÚV að heilbrigðisstarfsfólk héldi lífi í þjóðinni. Ekki alveg nafni, fólk fæddist og dó löngu áður en nokkur spítali var í landinu.

Stórmennskubrjálæði heilbrigðisstarfsfólks er orðið giska þreytandi. Hótanir þeirra að hætta að sinna sjúkum og veikum nema fá fleiri krónur í launaumslagið eru ósmekklegar ef ekki siðlausar.

Vinnið ykkar vinnu og hættið þessu væli. Enginn hlustar, nema kannski Samfylkingin, sem sérhæfir sig í aumingjum.

 


mbl.is „Hryggjarstykkið í heilbrigðisþjónustunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjur og skúrkar á tímum veiru

Fjölmennar stéttir opinberra starfsmanna eru án samninga og hafa lengi verið. Opinberir starfsmenn voru látnir bíða allan Eflingar-tímann sem það tók að semja á almennum vinnumarkaði.

Hjúkrunarfræðingar eru verðugir launa sinna en það eru líka aðrir opinberir starfsmenn sem búa við meira álag og vandræði en gengur og gerist.

Það er fremur fáfengilegt að horfa upp á fjölmiðla og fimbulfambara á samfélagsmiðlum búa til hetjur og skúrka vegna þess að ekki hefur tekist að semja við eina tiltekna stétt opinberra starfsmanna.

 


Afsláttur af lífskjörum er óhjákvæmilegur

Efnahagssamdráttur verður líklega á bilinu fimm til tíu prósent árið 2020. Lífskjör versna sem því nemur. 

Krónan í gegnum lægra gengi jafnar byrðunum að einhverju leyti. Ríkissjóður verður rekinn með halla til að borga laun fyrirtækja án tekna.

Ef Eflingar-línan verður ráðandi í ASÍ-félögum verður atvinnuleysi meira en ella. 

Stundum eru aðeins vondir kostir. Þá er að velja þann illskásta.


mbl.is Gefi ekki afslátt af kjörum félagsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran er ekki farfugl, Gulli

Gulli utanríkis virðist halda að kórónuveiran sé farfugl er virði engin landamæri.

Einhver sem kláraði leikskóla, og vinnur hjá utanríkisráðuneytinu, ætti að hnippa í Gulla og segja honum að veiran smitast á milli fólks.

Þess vegna eru landamæri Evrópuríkja lokuð og samkomubann á Íslandi. Annars myndu menn bara skjóta fuglana.


mbl.is „Veiran virðir engin landamæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðtogar styrkjast - alþjóðahyggja veikist

Veiran styrkir þjóðarleiðtoga í sessi. Sameiginlegur andstæðingur gerir kraftaverk fyrir forystumenn.

Um leið og leiðtogar þjóða styrkjast minnkar alþjóðahyggjan. Nýfengið pólitískt kapítal verður ekki framselt til alþjóðastofnana. Það væri eins og að kasta perlum fyrir svín.

Farsóttin verður kveðinn í kútinn með staðbundnu valdi, ekki á alþjóðlegum ráðstefnum þar sem hver syngur með sínu nefi.

 


mbl.is Veiran eykur vinsældir Trumps og Johnsons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin leitar að aumingjum, finnur þá í Viðskiptaráði

Efnahagslega verkefnið vegna farsóttarinnar er að milda höggið sem fyrirtæki og launþegar verða fyrir vegna samdráttar í atvinnulífinu. Stærsta einstaka aðgerðin er að ríkið setur um 20 milljarða í rekstur fyrirtækja, til að borga laun.

Samfylkingin, nánast einn flokka, telur ekki nóg að gert og auglýsir eftir aumingjum til að væla aðeins meira en efni standa til. Þetta er sérgrein Samfylkingar, að gera ljótt ástand enn verra.

Viðskiptaráð tók áskorun Samfylkingar, hrein eins og stunginn grís og krafðist gjafa frá ríkissjóði. 

Til að vega upp á móti gjafapeningum til skjólstæðinga sinna, stórfyrirtækja landsins, lagði Viðskiptaráð til að laun opinberra starfsmanna yrðu lækkuð.

Opinberir starfsmenn eru einmitt fjölmennasti kjósendahópur Samfylkingar.

Það verður upplit á forystu Samfylkingar þegar kjósendur flokksins leggja saman tvo og tvo. Og fá út að Samfylkingin er mesti auminginn.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband