Vísindin, veiran og mannlegt eðli

Á að fara Asíu-leiðina og setja á útgöngubann og lama samfélagið tvo til þrjá mánuði á meðan kórónuveiran fer hjá? Eða sænsku leiðina og vera tiltölulega afslappaður?

Hvað segja vísindin?

Vísindin vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga, segir Simon Jenkins dálkahöfundur Guardian og tilfærir dæmi um mótsagnakenndar ráðleggingar vísindamanna.

Kemur ekki á óvart. Vísindin vita fátt um mannlegt eðli sem Jón og Gunna út í bæ vita ekki. Sumir eru bjartsýnir en aðrir svartsýnir. Gildir bæði um vísindamenn og almenning.

Mannlífið er þannig hannað að þegar vá steðjar að minnir það sig á að grípa ekki til þeirra úrræða sem það hefur hneigð til.

Rík hneigð Íslendinga er að hlýða ekki yfirvaldi. Hneigðin birtist strax á landnámsöld. Ólíkt nágrönnum okkar og frændum Norðmönnum, Svíum og Dönum kusu Íslendingar að hafa ekki konung heldur 40 höfðingja sem þeir kölluðu goða.

En á hættutíma þarf yfirvald. Á tímum kórónuveiru finnum við yfirvald sem mun hverfa með vágestinum: Ég hlýði Víði (en aðeins á veiruvertíðinni).


mbl.is „Ég hlýði Víði“-bolir til styrktar gjörgæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Þegar rignir mikið er oft sagt: Gott fyrir gróðurinn. En núna hefur þessi veira stöðvað fleirri hundurð flugvéla og þá er hægt að segja: Gott fyrir loftlagsbreytingar og Icelandair má teljast heppið að fá ekki Boeing Max 737 afhentar. Þetta blessaða líf er skrítið. Eins dauði er annars brauð.

Sigurður I B Guðmundsson, 3.4.2020 kl. 16:55

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég legg til að 5G símkerfið verði allsstaðar tekið niður: 

Hérna erum við með 2 uppljóstrara sem að koma  úr sitthvorri áttinni  og tengjast ekkert

en vilja meina að sú geislavirkni/sú óæskilega ORKA

sem að það kerfi sendir frá sér; sé rót alls ills /þessa vírus: 

https://www.youtube.com/watch?v=ALkmD3tzeMo&feature=youtu.be&fbclid=IwAR01yk9-Ah4qI987tU0MZaQUAs9Ildx2GAWGn34ZL0oluvExFgniqLMmPPg

https://www.youtube.com/watch?v=ujqyiQO8TFc&feature=youtu.be&fbclid=IwAR1oL5GU8_nyPXJLRG66GpYxO9sdPwWslcSNJPP5qxGhXcg2IcDNQolWZzs

Jón Þórhallsson, 3.4.2020 kl. 21:57

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er auðséð að Svía leiðin er rétta leiðin, allt annað er rugl.

Kveðja frá Montgomery Texas.

Jóhann Kristinsson, 4.4.2020 kl. 00:47

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Dr John Cambel segir Svía fara sina eigin leið sem hann telur að sé röng. Hann óttast það versta. Svíar eru á byrjunarstigum veirunnar og að ekki sé marka tölur um  covid-19 dauðsföll. Þegar alvarlega veikir með undirliggjandi sjúkdóma deyja í Svíþjóð er dánarorsökin ekki endilega veiran, þótt sjúklingarnir hafi verið með veiruna er þeir gáfu upp öndina.

Dr John Camel talar um "sænsku leiðina" á tuttugustu og fimmtu mínútu (25.05) í þessu myndbandi

Benedikt Halldórsson, 4.4.2020 kl. 08:19

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Dr. Anthony Fauci veiru sérfræðingurinn hér i USA sagði i viðtali 26. janúar að fólk ætti ekki að hafa ahyggjur af Wuhan Chineese Media veikini, bara lifa lífinu eins og venjulega.

Nokkru seinna sagði Dr. Fauci og Dr. Birx annar veiru sérfræðingur að sennilega muni 1.5 til 2.2 miljon manna drepast i USA.

Dr. Fauci og Dr. Birx eru ekki hætt með feik yfirlýsingar, nú breytu þau töluni i 100 til 200 þúsund muni drepast í USA.

Ég er farinn að halda að þetta Dr. fyrir framan nöfnin þeirra standi fyrir Dálítið rugluð. Sem sagt; ekki taka mark á því sem við segjum.

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 4.4.2020 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband