Píratar taka alþingi í gíslingu með dagskrárvaldi

Jón Þór þingmaður Pírata játar að stefna flokksins sé að stjórna alþingi með ,,dagskrárvaldi." Björn Bjarnason vitnar í þingræðu Jóns Þórs þar sem segir:

...vitum öll að þessi tíma- og málþófshefð o.s.frv. er til staðar vegna þess að menn eru að keppa um dagskrárvaldið.

Dagskrárvaldið er notað til taka þjóðarsamkomuna í gíslingu. Píratar í samvinnu með Samfylkingu nota stöðu sína á þingi til pólitískra hryðjuverka. 

 


Svona er banki rændur að innan

Gervihluthafarnir sem margir hverjir voru stjórnendur og starfsmenn bankanna voru boðflennur í veislunni í boði bankanna en nutu samt veitinga á við aðra og alfarið á kostnað annarra hluthafa.

Tilvitnunin er í grein Viðskipablaðsins um sýndarviðskipti íslensku bankanna fyrir hrun. Jón Þ. Hilmarsson og Stefán Svavarsson endurskoðendur eru höfundar.

Í greininni er rekið hvernig íslensku bankarnir lugu sig frá gjaldþroti með því að búa til eftirspurn eftir hlutafé bankanna. Ef almennir hluthafar og erlendir lánadrottnar hefðu vitað um sýndarviðskiptin hefðu þeir óðara tekið fé sitt úr bönkunum.

Fyrir liggur að allt að 50% af hlutafé bankanna var í raun ógreitt þegar verst lét og var þar með ekki fullgilt hlutafé til að úthluta mætti arði vegna þess sem taldist vera eigin bréf bankans.  Þeir sem höfðu greitt fyrir hlutabréf í bönkunum í reiðufé máttu þola það að vera hlunnfarnir um arð sem nam þessum eigin bréfum og aldrei var í raun greitt fyrir og gátu því ekki borið arð.  

Innan bankanna bar lítið á gagnrýni stjórnenda þeirra enda voru þeir flestir bónusþegar af dýrara taginu.

Þeir Jón og Stefán gera alvarlegar athugasemdir við það að íslensku bankamennirnir voru ekki lögsóttir fyrir háttsemina.


Krónan með rothögg á Samfylkinguna

Samfylkingin í heilu lagi, bæði fyrir og eftir hrun, fordæmdi krónuna. Eftir hrun sagði forysta Samfylkingar að krónan færi ekki úr höftum næstu mannsaldra.

En fljótlega eftir hrun sýndi krónan sig að vera hvað stöðugasti gjaldmiðill í heimi.

Einn af fáum heilbrigðu gjaldmiðlum í Evrópu býr krónan við eðlilega stýrivexti. Flestir aðrir gjaldmiðlar í álfunni, evran sérstaklega, búa við kreppuástand og núllvexti ef ekki mínusvexti.

Mun Samfylkingin biðja krónuna og þjóðina afsökunar á stanslausum fúkyrðaflaumi alla þessa öld? Líklega ekki. Samfylkingin er ekki nógu stór í sniðum að viðurkenna mistök.


mbl.is Krónan aftur á lista Seðlabanka Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fitufordómar í fótbolta

Fokið er í flest skjól. Blessaðir drengirnir sem leika sér í fótbolta milljónum til skemmtunar mega ekki bera örðu af spiki án þess að fá á sig skammir.

Ekki einu sinni hómerísk sigurkollspyrna Virgils frá Dýki bjargar honum frá einelti þar sem einangrun beinagrindar er sögð í þykkara lagi.

Endar þetta ekki með því að fótboltastrákarnir fái útlit eins og heróínfíklar, ekkert nema skinn og bein?


mbl.is „Þarf að losa sig við nokkur kíló“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi viðskila við þjóðina - þingmenn axli ábyrgð

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings yfir 70 prósent þjóðarinnar. Á alþingi er það þó helst að frétta að minnihlutinn gerir hávaða af minnsta tilefni til að hindra eðlileg þingstörf.

Stjórnarandstaðan leggur svo hart að sér í að setja þingstörf í uppnám að pírataþingmaðurinn Halldóra Mogensen er búin á því á kvöldin.

Er ekki kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð og sýni þjóðinni og vinnustaðnum tilhlýðilega virðingu?


mbl.is Rúm 70% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn sem málpípur fjölmiðla

Þingmenn koma æ oftar fyrir sem málpípur fjölmiðla. Áhrifavald fjölmiðla stórjókst, bæði vegna tæknibyltingarinnar og vantrausti á stjórnmálum eftir hrun, og þeir nota sér þörf þingmenna að komast í kastljósið.

Vægi fjölmiðla í umræðunni skilar til þeirra tekjum, bæði í formi auglýsinga og styrktarfjár. Ekki er ólíklegt að þingflokkar noti, beint eða óbeint, opinbera fjármuni til að styrkja fjölmiðla sem eru þeim hliðhollir. Ólíkt stjórnmálaflokkum þurfa fjölmiðlar ekki að gefa upp styrktaraðila sína.

Fjölmiðlar freista þess að auka vægi sitt með stórárásum á valin skotmörk, t.d. dómsmálaráðherra. Valdefling þingmanna stjórnarandstöðu og fjölmiðla gerist á sama vettvangi, opinberri umræðu. 


mbl.is Sigríður vildi birta gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálftími hálfvitanna í boði RÚV

Óundirbúnar fyrirspurnir og dagskrárliðurinn ,,fundarstjórn forseta" er kallaður hálftími hálfvitanna á alþingi.

Önnur frétt hádegisfréttatíma RÚV var sýnishorn af hálftíma háfvitanna í dag.

Ef ekki væri fyrir þjónustu RÚV í þágu almannaheilla væri hálftími hálfvitanna sjaldnar uppákoma á alþingi.


mbl.is „Pólitísk ábyrgð, hvílíkt bull!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalt líf

Snjalltæki og samfélagsmiðlar gefa kost á tvöföldu lífi. Allir eiga sitt raunverulega líf, þetta sem fólk byrjar á morgnana og gengur yfirleitt fyrir sig með hversdagslegum hætti.

Til viðbótar kemur lífið á samfélagsmiðlum, sem er brotakenndara enda sett saman af augnablikum með ljósmyndum, stöðufærslum og lækum. Það er enginn morgunn á samfélagsmiðlum þar sem fólk vaknar til að byrja nýjan dag. Lífið á samfélagsmiðlum tekur sér aldrei hvíld, þar er stöðugt áreiti allan sólarhringinn alla daga ársins.

Ungt fólk með sjálfsmynd sína í mótun verður eðlilega fyrir meiri áhrifum af lífinu á samfélagsmiðlum en þeir sem eldri eru. Fólk lærir inn á sig sjálft með samanburði við aðra. Ef samanburðurinn verður á milli hversdagslífsins annars vegar og hins vegar samfélagsmiðlalífs er hætt við að ranghugmyndir komist á kreik, bæði um eigið líf og annarra.


mbl.is „Þurfum við „læk“ til að líða vel?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband