Svona er banki rændur að innan

Gervihluthafarnir sem margir hverjir voru stjórnendur og starfsmenn bankanna voru boðflennur í veislunni í boði bankanna en nutu samt veitinga á við aðra og alfarið á kostnað annarra hluthafa.

Tilvitnunin er í grein Viðskipablaðsins um sýndarviðskipti íslensku bankanna fyrir hrun. Jón Þ. Hilmarsson og Stefán Svavarsson endurskoðendur eru höfundar.

Í greininni er rekið hvernig íslensku bankarnir lugu sig frá gjaldþroti með því að búa til eftirspurn eftir hlutafé bankanna. Ef almennir hluthafar og erlendir lánadrottnar hefðu vitað um sýndarviðskiptin hefðu þeir óðara tekið fé sitt úr bönkunum.

Fyrir liggur að allt að 50% af hlutafé bankanna var í raun ógreitt þegar verst lét og var þar með ekki fullgilt hlutafé til að úthluta mætti arði vegna þess sem taldist vera eigin bréf bankans.  Þeir sem höfðu greitt fyrir hlutabréf í bönkunum í reiðufé máttu þola það að vera hlunnfarnir um arð sem nam þessum eigin bréfum og aldrei var í raun greitt fyrir og gátu því ekki borið arð.  

Innan bankanna bar lítið á gagnrýni stjórnenda þeirra enda voru þeir flestir bónusþegar af dýrara taginu.

Þeir Jón og Stefán gera alvarlegar athugasemdir við það að íslensku bankamennirnir voru ekki lögsóttir fyrir háttsemina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband