Þingmenn sem málpípur fjölmiðla

Þingmenn koma æ oftar fyrir sem málpípur fjölmiðla. Áhrifavald fjölmiðla stórjókst, bæði vegna tæknibyltingarinnar og vantrausti á stjórnmálum eftir hrun, og þeir nota sér þörf þingmenna að komast í kastljósið.

Vægi fjölmiðla í umræðunni skilar til þeirra tekjum, bæði í formi auglýsinga og styrktarfjár. Ekki er ólíklegt að þingflokkar noti, beint eða óbeint, opinbera fjármuni til að styrkja fjölmiðla sem eru þeim hliðhollir. Ólíkt stjórnmálaflokkum þurfa fjölmiðlar ekki að gefa upp styrktaraðila sína.

Fjölmiðlar freista þess að auka vægi sitt með stórárásum á valin skotmörk, t.d. dómsmálaráðherra. Valdefling þingmanna stjórnarandstöðu og fjölmiðla gerist á sama vettvangi, opinberri umræðu. 


mbl.is Sigríður vildi birta gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Forðast má allt slíkt með því að gera sig ekki að því sem þú kallar "skotmark", svo sem með með því að fylgja lögum í störfum sínum.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2018 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband