Laugardagur, 9. desember 2017
Alþjóðavæðingin mistókst, opnun landamæra einnig
Alþjóðavæðingin átti að bæta hag allra en gerði það ekki. Þeir betur settu högnuðust en þorri almennings ekki. Þess vegna kusu Bandaríkjamenn Trump, segir Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafi og ráðleggur norrænt velferðarkerfi samhliða alþjóðavæðingu.
Opin landamæri og frjálsir fólksflutningar, sem fylgja, áttu að bæta hag samfélaga, en gerðu það ekki. Þess vegna kusu Bretar Brexit, skrifar Robert Skildelsky og bendir á að samfélag felur í sér samheldni sem tapast með síauknum innflytjendastraumi.
Íslendingar ættu að draga lærdóm af reynslu annarra þjóða og stíga varlega til jarðar í alþjóðavæðingu og opnun landamæra. Mjög varlega.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 9. desember 2017
Stór-Evrópa, síðnýlenduveldi og Samfylking
Hugsjónin um sameinaða Evrópu, Stór-Evrópu, verður ekki framkvæmd nema miðstýrðu stjórnkerfi. Vald á sviði fjármála, stjórnsýslu og ekki síst hernaðar væri á einum stað.
Engu skipti hvaða pólitík væri ráðandi í Stór-Evrópu, útkoman yrði alltaf áþekk. Fjölþjóðlegar valdamiðstöðvar, hvort heldur í Kaupmannahöfn gagnvart Íslendingum á 18. öld eða í Moskvu á 20. öld gagnvart sovétlýðveldunum, haga sér í grunninn með sama hætti. Þær krefjast hlýðni við eina stjórnsýslu þar sem skyldur og réttindi þegnanna eru ákveðin í samræmi við ráðandi pólitík hvers tíma.
Yngsta vestræna sögulega fyrirmyndin að Stór-Evrópu er nýlenduveldi meginlandsríkjanna, og Bretlands, frá 19. öld. Evrópuríkin stjórnuðu stórum landsvæðum framandi þjóða frá höfuðborgum sínum. Og, til að gera langa sögu stutta, þá gafst það ekki vel.
Stór-Evrópa er ekki snjöll hugmynd. Eina ástæðan fyrir því að hún er sett á flot núna er að Evrópusambandið er komið á endastöð; veit hvorki hvað það er né hefur sambandið framtíðarsýn.
Kreppa Evrópusambandsins birtist okkur í smættaðri útgáfu í íslenskum stjórnmálum. Valdsækinn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, stökk á stærstu hugmyndina sem var í boði, aðild Íslands að ESB, í þeirri von að fólk myndi fá glýju af dýrðinni í austri. Aðeins í skamma stund, í örvæntingu eftirhrunsins, tókst að plata almenning. Þegar fólk náði áttum skildi það samhengi hlutanna og gerði Samfylkinguna að smáflokki.
![]() |
Vill Bandaríki Evrópu fyrir 2025 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 8. desember 2017
Ragnar Þór viðurkennir ósannindi: segir hann af sér?
Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands birtir gögn um málsvörn sína við ásökunum um kynferðislegt ofbeldi gagnvart nemanda. Skjalið, sem er bréf frá lögmönnum Ragnars Þórs, staðfestir að málsvörn Ragnars Þórs er ein stór lygi.
Í bréfinu, sem Ragnar Þór vísar til á bloggi, segir í einni efnisgrein:
Með tölvubréfi til SFS 20. október 2013 óskaði umbjóðandi okkar enn og aftur eftir upplýsingum. [...] Fimm dögum seinna barst honum lokasvar frá SFS. Þá var í fyrsta skipti gefið í skyn að málið væri ólíkt fyrri lýsingum ekki almennt heldur sértækt og að ekki væri um að ræða nafnleysi heldur nafnleynd.
Ragnar Þór vissi sem sagt 25. október 2013 að hann væri til rannsóknar vegna sértæks máls. Fram að þeim tíma var málið ekki opinbert, aðeins til meðferðar hjá stofnunum.
Ragnar Þór gerir málið sjálfur opinbert 11. desember 2013 með bloggfærslu á Eyjunni, rúmum mánuði eftir að hafa fengið að vita að málið snerist um ákveðið tilvik. Þar leggur hann upp með að vera ofsóttur vegna bloggskrifa og segir vont fólk sækjast eftir æru sinni. Hann skrifar: ,,Það er nefnilega frekar mikið til af frekar sjúku fólki og óstöðugu."
Æ síðan klappar Ragnar Þór þann stein að hann sé fórnarlamb ofsókna.
Eftir að Ragnar Þór opinberar málið, mætir í Kastljós og segist ofsóttur, ákveður nemandi hans að kæra málið til lögreglu. Nemandinn mætir á lögreglustöð og kærir Ragnar Þór 7. janúar 2014. Nemandinn stígur fram í fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum, vegna umræðu um kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu, og segir sína sögu á visir.is
Ragnar Þór er vitanlega saklaus af meintu broti nema það sannast á hann. En hann er sekur eins og syndin í málsvörn sinni. Sekt Ragnars Þórs er að fara opinberlega með lygar um málatilbúnaðinn.
Í bloggfærslunni á Eyjunni 11. desember 2013 skrifar Ragnar Þór:
Einhver fársjúk og illgjörn sál ákvað að svona skyldi enginn komast upp með að segja án afleiðinga. Svo hún tók sig til og tilkynnti vinnuveitanda mínum að ekki aðeins væri óþokki að kenna börnum við skóla í Reykjavík, heldur væri full ástæða til að ætla að hann væri barnaníðingur.
Það vill svo til að Reykjavíkurborg hefur útbúið vettvang þar sem hægt er að bera starfsmenn slíkum sökum, undir nafnleynd ef því er að skipta. Í raun getur hver sem er sakað hvern sem er um hvað sem er án þess að skilja eftir svo mikið sem símanúmer. Þú ferð bara inn á tiltekna síðu og skilur viðbjóðinn eftir.
Þegar hann skrifar þessi orð vissi Ragnar Þór, og hafði vitað í rúman mánuð, að tiltekinn einstaklingur hafði komið fram með ábendingu um að Ragnar Þór væri sekur um kynferðisbrot gagnvart nemanda.
Ragnar Þór taldi sig standa betur að vígi ef hann gerði ásökun á hendur sér að fjölmiðlamáli. Það var hans val. Öllu verra er að hann byrjaði málsvörnina á lygi. Verst er þó að Ragnar Þór er orðinn formaður Kennarasambands Íslands. Maður sem gengur fram með þessum hætti á opinberum vettvangi er á siðferðisstigi sem ekki er sæmandi formanni KÍ.
![]() |
Ekki hægt að sitja undir þessu rugli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. desember 2017
Heimsveldi gegn lýðræði
Theresa May berst fyrir pólitísku lífi sínu þegar hún mætir andstæðingum sínum í Brussel að semja um Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. May er lýðræðislega kjörin og með beint umboð frá þjóð sinni sem kaus Brexit.
Andstæðingar hennar eru fulltrúar ríkjabandalags sem lúta ekki lýðræðislegu aðhaldi. Forveri sitjandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, sagði fyrir áratug að líta bæri á sambandið sem heimsveldi.
Rómverjar voru fyrsta heimsveldið á vesturlöndum. Þeirra stjórnlist fólst í að deila og drottna. Sama stjórnspekin ræður ríkjum í Brussel. Þeir etja saman enskum og írskum hagsmunum, efna til ófriðar.
Heimsveldi gefa lítið fyrir lýðræði eða þjóðarvilja. Völd og áhrif eru ær og kýr heimsvelda.
![]() |
Samkomulag um útgöngu Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 7. desember 2017
1. og 2. deild í Evrópusambandinu
Af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru 8 ekki með evruna sem gjaldmiðil. Mælt í þjóðarframleiðslu eru þau ríki sem ekki nota evru aðeins með 15 prósent að þjóðarframleiðslu allra ríkjanna 27.
Evru-samstarfið kallar á aukna miðstýringu þeirra ríkja sem búa við gjaldmiðilinn. Af því leiðir munu þau ríki mynda kjarnasamstarf, 1. deildina í ESB.
Ríki eins og Danmörku, Svíþjóð og Pólland verða utan kjarnasamstarfsins, þ.e. í 2. deild.
Brexit og afdrif Bretlands eftir úrsögn mun ráða því hvort 2. deildin í ESB sækist eftir innlimun í kjarasamstarfið eða hvort Danmörk, Svíþjóð, Pólland og fimm önnur ríki verði í reynd með aukaaðild að Evrópusambandinu.
![]() |
Mun auka miðstýringu á evrusvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. desember 2017
KÍ klofnar vegna Ragnars Þórs
Heildarsamtök kennara fram að háskólastigi, Kennarasamband Íslands, eru við það að klofna vegna stöðu Ragnars Þórs Pétursson, nýkjörins formanns, sem sakaður er um kynferðisbrot gegn barni.
Tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ drógu framboð sitt tilbaka þegar ljóst varð að Ragnar Þór ætlar ekki að endurskoða stöðu sína og hyggst taka við embætti formanns KÍ í apríl.
Formaður Félags framhaldsskólakennara, sem er aðildarfélag KÍ, Guðríður Arnardóttir, situr undir ásökunum stuðningsmanna Ragnars Þórs að standa að baki fréttum af ásökunum á hendur nýkjörnum formanni. Guðríður svarar fyrir sig í pistli á Eyjunni og rekur um leið ósannindi Ragnars Þórs.
Stjórn KÍ lýsir vantrausti á Ragnar Þór undir rós með þessum orðum:
Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu.
![]() |
Stjórn KÍ tekur ekki afstöðu í máli Ragnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. desember 2017
Hótanir, skjall og níðingar
Níðingar, hvort heldur á konur eða börn, eru oft menn í valdastöðum sem fá útrás fyrir eðli sitt á þeim sem eru undirsettir valdinu. Til að fela slóðina koma þeir sér upp meðvirkum hópi samverkamanna er þeir halda saman með hótunum og skjalli.
Níðingar í valdastöðum ýmist lofsyngja mann og annan eða fordæma. Fólki þykir lofið gott en óttast fordæminguna. Þannig eykst áhrifavald níðingsins jafnt og þétt þegar hann starfar á sama vettvangi, til dæmis félagasamtaka. Í augum níðingsins er fólk verkfæri. Skjall og hótanir eru stjórntæki á verkfærin.
Eitt einkenni níðinga er útblásið egó. Þeir telja sig meiri og betri en anna fólk og stunda sjálfshól. Þeir eru sannfærðir um rétt sinn til valda og frama. Þannig staðfesta þeir lofsönginn sem þeir syngja um sjálfa sig.
Annað einkenni níðinga er frjálsleg umgengni við sannleikann. Þeir ljúga sannfærandi vegna þess að þeir aðgreina sjálfir ekki sannleikann frá lyginni, ekki frekar en þeir aðgreina rétt og rangt.
Í stuttu máli: níðingar eru siðblindir.
![]() |
Weinstein beitti bæði hótunum og skjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. desember 2017
Arabaríkin eru heimatilbúið helvíti
Þrátt fyrir olíuauð tókst Arabaríkjum ekki í hálfa öld, frá lokum seinna stríðs til aldamóta, að smíða lífvænleg samfélög með stöðugu stjórnarfari.
Eftir aldamót reyndu Bandaríkin að umskapa miðausturlönd, innrásin í Írak 2003, en mistókst. Arabíska vorið 2011 var tilraun til uppstokkunar, að hluta ,,studd" erlendri íhlutun, en það fór á sömu leið.
Fyrrum utanríkisráðherra Egyptalands, Nabil Fahmy, segir arabaríkin skorta bæði hugmynd um hvernig þau eiga að búa saman sem þjóðríki og hvernig eigi að sætta almenning og stjórnvöld í hverju landi fyrir sig.
Helvíti merkingarlaust trúarhugtak á vesturlöndum en lifir góðu lífi í miðausturlöndum. Þar sem trúarlegt helvíti nýtur hylli er viðbúið að reynt sé að skapa það hér á jörðu. Eins og Arabaríkin dunda sér við síðustu áratugi.
![]() |
Segja hlið helvítis hafa opnast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. desember 2017
Formaður KÍ um ákæranda: Viðkomandi er líklega sjúkur
Ragnar Þór Pétursson nýkjörinn formaður Kennarasambandsins var ákærður fyrir kynferðisbrot á barni sem var nemandi hans. Ákæran var lögð fram 7. janúar 2014. Í frétt á visir.is segir:
Raggi lagði fram kæru gegn Ragnari Þór hjá kynferðisafbrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þann 7. janúar 2014. Hann kærði fyrir kynferðisbrot. Hann kærði fyrrum kennara sinn fyrir að sýna sér klámmyndir þegar hann var í grunnskóla. Lögreglumaðurinn sagði Ragga í skýrslutökunni að maðurinn sem hann kærði fengi að vita af kærunni og hefði rétt á að lesa skýrsluna.
Tíu dögum síðar, 17. janúar 2014, er Ragnar Þór mættur í fjölmiðlaviðtal og segir um ákærandann: ,,Viðkomandi er líklega sjúkur og á bágt."
Ragnar Þór Pétursson var á þessum tíma í samskiptum við Kastljós. Hann fékk þar inni í desember 2013 til að tjá sig um ábendingu um kynferðisbrot sem hafði borist fræðsluyfirvöldum í Reykjavík. Drengurinn sem kærði Ragnar Þór fékk símtal frá umsjónarmanni Kastljóss, Sigmari Guðmundssyni, daginn eftir að hann lagði fram kæru. Samkvæmt visir.is:
Þegar ég kærði hringdi blaðamaður í mig daginn eftir út af þessu máli, út af kennaranum. Sigmar (Guðmundsson) hringdi í mig af RÚV. Ég var mjög reiður. Ég var samt alveg kurteis við hann og sagði honum frá þessu í stuttu máli en ég væri ekki tilbúin að gera eitthvað, ég væri að reyna að byggja upp líf mitt. Ég sagði honum að ég væri búinn að tala við lögregluna og það ætti að vera nóg.
Ef Sigmar Guðmundsson í Kastljósi vissi um kæruna er alveg öruggt að Ragnar Þór vissi hver kærandi var. Líklega fékk Sigmar upplýsingar frá Ragnari Þór, en um það verður hann að svara.
Það er viðurkennt að þeir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eiga erfitt með að stíga fram og segja sína sögu. Áreiti frá fjölmiðlum brýtur þá niður.
En nú hafa kennarar sem sagt kosið til formanns í heildarsamtökum sínum mann sem segir um ungan mann, fyrrum nemanda sinn: ,,Viðkomandi er líklega sjúkur og á bágt."
Ef Ragnar Þór Pétursson tekur við embætti formanns Kennarasambands Íslands í apríl á næsta ári eru kennarar í heild að senda út þau skilaboð að nemendur sem kæra kynferðisbrot séu líklega sjúkir og eigi bágt.
Ef það gengur fram að Ragnar Þór Pétursson verður formaður KÍ er jafngott að leggja sambandið niður samdægurs. Engir kennarar með sjálfsvirðingu vilja leggja nafn sitt við KÍ með Ragnar Þór sem formann.
![]() |
Formaður KÍ geti ekki notið vafans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 6. desember 2017
Þjóðin blessar nýja ríkisstjórn, 80% stuðningur
Nær átta af hverjum tíu styðja nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Leita þarf aftur fyrir hrun til að finna viðlíka stuðning við sitjandi ríkisstjórn.
Meðbyrinn sem stjórn Katrínar Jakobsdóttur fær staðfestir pólitískt mat formanna flokkanna að eftirspurn er eftir stöðugleikastjórn sem endurspeglar breidd stjórnmálanna.
Þjóðin var orðin þreytt á öfgastjórnmálum sem efndu til ófriðar í samfélaginu. Stuðningurinn sem ríkisstjórnin fær er gott veganesti inn í erfiðan vetur þar sem kjarasamningar næstu 2-3 ára eru undir.
![]() |
Mikill stuðningur við ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)