Ásakanamenning og þröngsýni

Hættið að kenna öðrum um ykkar ófarir, er jólaboðskapur erkibiskupsins í York. Annar áhrifamaður í Bretaveldi, Jo Johnson ráðherra háskóla, varar við þeirri hneigð háskóla að útiloka hugmyndir sem nemendur eru ósammála.

Ekki er tilviljun að varnaðarorð um ásakanamenningu annars vegar og hins vegar þröngsýni eru höfð uppi á sama tíma. Það er orðin lenska að kenna öðrum um þegar fólk klúðrar lífi sínu í stóru eða smáu. Og það eru, ekki síst í háskólum, hafðar í frammi kröfur um að óæskilegum skoðunum sé úthýst.

Samhengið á milli þröngsýni og þess að kenna öðrum um ófarir sínar er líka augljóst. Sá þröngsýni er svo upptekinn af sjálfum sér að hann lítur á aðra sem verkfæri til að uppfylla persónulegar þarfir sínar. Þegar út af bregður, og líf hins þröngsýna er eitthvað minna en fullkomið, hlýtur það að vera öðrum en honum sjálfum að kenna.

 


Bloggfærslur 26. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband