Ísrael er fullvalda ríki - höfuðborgin er Jerúsalem

Arabar og vinstrimenn á vesturlöndum vilja ekki skilja að Ísrael er fullvalda ríki. En fullvalda ríki ákveða sjálf hver sé höfuðborgin innan sinna landamæra.

Ástæður skilningsleysisins eru margvíslegar. Ein þeirra er gyðingahatur.

Forsætisráðherra Íslands lýsti yfir vonbrigðum með ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Það er ekki í fyrsta sinn sem forsætisráðherra er skilningssljór á fullveldið.


mbl.is Segja ákvörðun Trumps skapa glundroða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf ríkidæmis er hugvit

Fyrstu ríku einstaklingarnir í sögu mannkyns voru þeir sem nýttu sér hesta og uxa til að plægja jörðina, samkvæmt grein í Nature. Hugvitið skilaði meiri uppskeru. Þar með urðu sumir efnaðir en aðrir ráku lesta, urðu hlutfallslega fátækir.

Landbúnaðarbyltingin hófst þegar síðustu ísöld lauk, fyrir 10 - 12 þúsund árum. Áður stundaði maðurinn veiðar og söfnun og hafði ekki fasta búsetu. Föst búseta þýddi sáning í akur og tamningu húsdýra. Ásamt eignarhaldi á jörð.

Vísindamennirnir, sem skrifuðu greinina í Nature, notuðu stærð heimila sem mælikvarða á ríkidæmi og rannsökuðu 62 samfélög í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Efnahagslegt jafnræði var mælt með Gini-stuðlinum. 0 á Gini þýðir ekkert ójafnfræði en samfélag þar stuðullinn er 1 felur í sér að einn einstaklingur eigi allar efnahagslegar bjargir.

Gini-stuðullinn fyrir fornsamfélögin var 0,35. Til samanburðar er stuðullinn 0,8 fyrir Bandaríkin i dag.

Ríkidæmið á fornsögulegum tímum var ólíkt milli heimshluta. Í Norður-Ameríku voru er stór húsdýr, eins og hestar og uxar. Þar af leiddi að enginn gat orðið ríkur að beita þeim fyrir plóg.

Tilgátan um að hugvitið geri menn ríka, og stuðli í leiðinni að efnahagslegu ójafnræði, rímar við aðstæður í samtímanum. Menn verða enn ríkir á hugviti.


Bloggfærslur 10. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband