Ljótar aðfarir eftir 2008/2009

Aðförin að heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur er óverjandi. Andrúmsloftið í samfélaginu eftir hrun var eitrað og þó nokkur dæmi um að fólk færi yfir strikið í mótmælum.

Taumhaldið sem að jafnaði heldur aftur af löngun fólks að jafna sakirnar við þá sem eru í valdastöðum var slakt mánuði og misseri eftir hrun.

Aðförin að heimili Steinunnar Valdísar var sérstakt. Í bloggi fyrir fjórum árum var skrifað:

Af ástæðum sem ekki eru fyllilega skýrðar urðu kröfur um afsögn Steinunnar Valdísar háværari en gagnvart öðrum þingmönnum sem mátti þola að mótmælendur gerðu umsátur um heimili hennar. Steinunn Valdís var ein um að segja af sér í þessari snerru vorið 2010.

Sú spurning vaknar hvort mótmælin í eftir-hruninu hafi öll verið sjálfssprottin. Áður hefur komið fram að auðmenn keyptu sér ,,bloggher" m.a. fyrir milligöngu Gunnars Steins almannatengils. Í tilfelli Steinunnar Valdísar voru ýmsir sem höfðu hag af því að mótmæli beindust fremur að henni en öðrum.

Kurlin eru ekki öll komin til grafar.


mbl.is „Öskureið að rifja þetta upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velmegun og fátækt; hlutverk ríkisins

Fátækt er ekki lengur skilgreind sem allsleysi. Fátæktarmörk eru reiknuð sem hlutfall af meðaltekjum. Ef meðaltekjur hækka breytir það engu um fátæktina, það eru alltaf einhver 20 prósent sem bera minnst úr býtum.

Ísland er eitt mesta jafnlaunaland í heimi. En jafnvel þótt allir fengju sömu laun, það væri sem sagt enginn launamunur, yrðu samt einhverjir fátækir. Það er vegna þess að sumir myndu ávaxta sitt fé en aðrir sólunda. Þar með yrði til ríkidæmi annars vegar og hins vegar fátækt.

Velferðarkerfið útvegar bæði beinan og óbeinan stuðning til þeirra sem standa efnahagslega og félagslega höllum fæti. Ný ríkisstjórn ætti að einfalda velferðina, skilgreina vandann og bjóða skilvirka aðstoð. En það verða alltaf einhverjir sem hafa það skítt, þó ekki sé nema í huganum. Mannfólkið er nú einu sinni þannig.

 


mbl.is Fátækt „algjört forgangsmál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Doktorar: 3 konur, 1 karl

Doktor er æðsta lærdómsgráða við háskóla. Á einu ári veitti Háskóli Íslands 53 doktorsgráður, 39 fóru til kvenna en 14 til karla. Konur taka sem sagt nær 3 doktorsgráður af hverjum fjórum frá HÍ en karlar 1.

Þessi ójöfnu kynjahlutföll endurspegla að konur sækja fremur háskólanám en karlar. Hlutföllin eru um 35/65 konum í vil. Strax við útskrift úr menntaskóla eru stúlkur öflugri en drengir. Útskriftarhópurinn í MR í vor var 60 prósent stúlkur en 40 prósent drengir.

Í grunn- og framhaldsskólum hafa stúlkur kvenfyrirmyndir en drengir mun síður. Um 80 prósent kennara eru konur.

Það er engin umræða um þessa þróun, hvaða ástæður liggja að baki og hvaða áhrif hún mun hafa. Veruleg skekkja í háskólamenntun kynjanna leiðir til kynskipts vinnumarkaðar og það telst varla jákvæð þróun.


mbl.is 53 doktorar fengu gullmerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband