Atgervisflótti skýrir ekki lélega fjölmiðla

Íslenskir fjölmiðlar eru samfélagsmiðlar með launaðri ritstjórn. Blaðamennska samfélagsfjölmiðla mun ekki batna þótt laun ritstjórna hækki, eins og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, vill vera láta.

Á dögum flokksblaðanna var blaðamennska sögð ,,yndislegt hundalíf" og atgervisflótti var viðvarandi. Tvennskonar fólk varð blaðamenn, sumt gafst upp á námi en annað naut pólitískra eða persónulegra sambanda. Sumir ílentust á meðan aðrir leituðu úrræða eins og að komast á alþingi eða auglýsingastofu.

Samt var blaðamennskan betri á gömlu flokksblöðunum en hún almennt er í dag. Ástæðan er sú að flokksblöðin stóðu fyrir samfélagsleg gildi. Þjóðviljinn talaði fyrir verkalýðsbaráttu og þjóðfrelsi, Morgunblaðið fyrir vörnum landsins og borgaralegri menningu; bændur og dreifbýli á hauk í horni þar sem Tíminn var. Alþýðublaðið komst fyrir í eldspýtustokki.

Samfélagsfjölmiðlar standa ekki fyrir nein pólitísk, siðferðileg eða menningarleg gildi. Þeir hengja sig á hvikul umræðustef á fésbók og bloggi í von um að taka þátt í æsilegri atburðarás þar sem staðreyndir víkja fyrir skoðunum.

Tilgangslaust er að fleygja opinberum peningum í samfélagsfjölmiðla. Nýir miðlar munu spretta upp eins og gorkúlur á haug en innihaldið ekkert batna.


Verslunin er ekki þjóðin

Verslunin er hagsmunaaðili, ekki ekki þjóðin. Talsmenn verslunar berjast fyrir sértækum hagsmunum en láta aðra lönd og leið, t.d. jafnvægi í byggðum landsins.

Sérhagsmunir eru iðulega klæddir fögrum orðum. Verslunin talar um ,,frelsi" í viðskiptum þegar barist er fyrir stærri sneið af veltunni með matvörur.

Bændur eiga meira tilkall til þess að vera þjóðin en verslunin. Bændur standa fyrir frumframleiðsluna en verslunin er bara milliliður.

 


mbl.is Þjóðarsamtal í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsláttur af skatti - eða skattalækkun

Söluskattur var við lýði áður en virðisaukaskatturinn var tekinn upp. Ein rökin fyrir kerfisbreytingunni var að söluskatturinn þjónaði ekki lengur tilgangi sínum vegna fjölda undaþága.

Ný ríkisstjórn hætti við að afnema skattaundanþágu sem ferðaþjónustan nýtur. Og nú er talað um undanþágu fyrir fjölmiðla og tónlist.

Það er einfalt að tala fyrir undanþágum frá skatti, þær eru vanalaga gjafir í þágu góðra málefna. Við búum við fordæmalaust góðæri. Gjafir í góðæri verða gjöld í hallæri.

Það er erfitt að búa til og viðhalda skilvirku og sanngjörnu skattkerfi. Og í hallæri eru allir skattar ósanngjarnir.


mbl.is Ágætis stuðningur við málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband