1. og 2. deild í Evrópusambandinu

Af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru 8 ekki með evruna sem gjaldmiðil. Mælt í þjóðarframleiðslu eru þau ríki sem ekki nota evru aðeins með 15 prósent að þjóðarframleiðslu allra ríkjanna 27.

Evru-samstarfið kallar á aukna miðstýringu þeirra ríkja sem búa við gjaldmiðilinn. Af því leiðir munu þau ríki mynda kjarnasamstarf, 1. deildina í ESB. 

Ríki eins og Danmörku, Svíþjóð og Pólland verða utan kjarnasamstarfsins, þ.e. í 2. deild.

Brexit og afdrif Bretlands eftir úrsögn mun ráða því hvort 2. deildin í ESB sækist eftir innlimun í kjarasamstarfið eða hvort Danmörk, Svíþjóð, Pólland og fimm önnur ríki verði í reynd með aukaaðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Mun auka miðstýringu á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Langflestir Íslendingar kjósa að ráða sínum málum sjálfir;vera í fullvalda ríki.Eftir níu ár í herkví ESbsinna hvarflar hugurinn til framtíðar,kannski svona ca 100,ár.?? Hvað þá? Við drögum ekki svo langt og getum því hvílt í friði,en ræð samt ekki við forvitnina; Qui Sera Sera...verða þau langa-langömmu börn mín orðin þreytt á óskastjórnskipan afa sinna og ömmu og berjast fyrir sínu Isexit?? Vonandi ekki.    

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2017 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband