1. og 2. deild í Evrópusambandinu

Af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru 8 ekki með evruna sem gjaldmiðil. Mælt í þjóðarframleiðslu eru þau ríki sem ekki nota evru aðeins með 15 prósent að þjóðarframleiðslu allra ríkjanna 27.

Evru-samstarfið kallar á aukna miðstýringu þeirra ríkja sem búa við gjaldmiðilinn. Af því leiðir munu þau ríki mynda kjarnasamstarf, 1. deildina í ESB. 

Ríki eins og Danmörku, Svíþjóð og Pólland verða utan kjarnasamstarfsins, þ.e. í 2. deild.

Brexit og afdrif Bretlands eftir úrsögn mun ráða því hvort 2. deildin í ESB sækist eftir innlimun í kjarasamstarfið eða hvort Danmörk, Svíþjóð, Pólland og fimm önnur ríki verði í reynd með aukaaðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Mun auka miðstýringu á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍ klofnar vegna Ragnars Þórs

Heildarsamtök kennara fram að háskólastigi, Kennarasamband Íslands, eru við það að klofna vegna stöðu Ragnars Þórs Pétursson, nýkjörins formanns, sem sakaður er um kynferðisbrot gegn barni.

Tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ drógu framboð sitt tilbaka þegar ljóst varð að Ragnar Þór ætlar ekki að endurskoða stöðu sína og hyggst taka við embætti formanns KÍ í apríl. 

Formaður Félags framhaldsskólakennara, sem er aðildarfélag KÍ, Guðríður Arnardóttir, situr undir ásökunum stuðningsmanna Ragnars Þórs að standa að baki fréttum af ásökunum á hendur nýkjörnum formanni. Guðríður svarar fyrir sig í pistli á Eyjunni og rekur um leið ósannindi Ragnars Þórs. 

Stjórn KÍ lýsir vantrausti á Ragnar Þór undir rós með þessum orðum:

Mik­il­vægt er að þeir ein­stak­ling­ar, sem velj­ast til for­ystu, njóti trausts og trú­verðug­leika, jafnt inn­an KÍ sem og í sam­fé­lag­inu öllu.

 


mbl.is Stjórn KÍ tekur ekki afstöðu í máli Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótanir, skjall og níðingar

Níðingar, hvort heldur á konur eða börn, eru oft menn í valdastöðum sem fá útrás fyrir eðli sitt á þeim sem eru undirsettir valdinu. Til að fela slóðina koma þeir sér upp meðvirkum hópi samverkamanna er þeir halda saman með hótunum og skjalli.

Níðingar í valdastöðum ýmist lofsyngja mann og annan eða fordæma. Fólki þykir lofið gott en óttast fordæminguna. Þannig eykst áhrifavald níðingsins jafnt og þétt þegar hann starfar á sama vettvangi, til dæmis félagasamtaka. Í augum níðingsins er fólk verkfæri. Skjall og hótanir eru stjórntæki á verkfærin.

Eitt einkenni níðinga er útblásið egó. Þeir telja sig meiri og betri en anna fólk og stunda sjálfshól. Þeir eru sannfærðir um rétt sinn til valda og frama. Þannig staðfesta þeir lofsönginn sem þeir syngja um sjálfa sig.

Annað einkenni níðinga er frjálsleg umgengni við sannleikann. Þeir ljúga sannfærandi vegna þess að þeir aðgreina sjálfir ekki sannleikann frá lyginni, ekki frekar en þeir aðgreina rétt og rangt.

Í stuttu máli: níðingar eru siðblindir.


mbl.is Weinstein beitti bæði hótunum og skjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband