Palestínumenn nota börn til ofbeldisverka

BBC greinir frá atviki þar sem palestínsk unglingsstúlka ræðst að vopnuðum ísraelskum hermanni og löðrungar hann.

Stúlkan hefur áður komið við sögu, en 12 ára beit hún ísraelskan hermann í höndina. Í framhaldi fékk hún heimboð frá Abbas forseta heimastjórnar Palestínu.

En við eigum sem sagt að trúa því að Ísraelsher beiti óhóflegu valdi.


mbl.is Rannsaka dráp á fótalausum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra launaleiðréttingin eftir áramót

Verkalýðsfélög tala ekki lengur um kauphækkun heldur ,,launaleiðréttingu." Þá er átt við að laun einhvers hóps launþega þurfi að leiðrétta, þ.e. hækka, miðað við aðra hópa.

Rökleg niðurstaða þessarar gerðar af kjarabaráttu er að allar starfsstéttir eigi að hafa í laun eitthvað hlutfall af launum annarra. Til að það geti orðið samningagrundvöllur verður að raða öllum störfum í gagnsæja launaflokka svo hægt sé að gera samanburð.

Önnur leið að sama marki er að gera launavísitölu atvinnugreina. Starfsstéttir innan hverrar atvinnugreinar tækju mið af afkomu greinarinnar í heild. Opinberir starfsmenn gætu t.d. fengið laun skv. meðaltalsþróun launavísitölu annarra atvinnugreina. Stór fyrirtæki eins og Icelandair gætu verið með sína eigin launavísitölu.

Það er ekki heppilegt að frumskógarlögmálið ráði ferðinni þegar stóra ,,launaleiðréttingin" margra starfsstétta stendur fyrir dyrum eftir áramót.


mbl.is Komust langleiðina með leiðréttinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingabók tekur við af Facebook

Facebook var einu sinni nýmæli en er orðin að almannarými. Ef Facebook yrði lögð niður myndu einhverjir setja upp sambærilegt almannarými. Innihaldið á Facebook kemur frá notendum. Miðillinn sjálfur leggur ekkert til, aðeins vettvanginn þar sem fólk skiptist á texta, hljóði og myndum.

Facebook var að alþjóðlegu risafyrirtæki vegna þess að miðillinn þjónaði í senn nærsamfélaginu og veraldarsamfélaginu. En það er nærsamfélagið sem knýr vöxtinn, ekki aðgangurinn að heimsmenningunni. Fólk notar Facebook til samskipta við þá sem það þegar þekkir. Það er kjarni miðilsins, sem hóf göngu sína sem samskiptavettvangur háskólanema.

Vörumerkið Facebook er sennilega með dýrðardaga sína að baki. En tæknin sem skóp miðilinn er orðin almannaeign. Innan tíðar verða til margar útgáfur af frummyndinni sem þjóna sínum nærsamfélögum.

Það er ástæða fyrir því að BBC er breskur fjölmiðill en ekki alþjóðlegur og CNN bandarískt sjónvarp en ekki heimsveldi. Ástæðan er takmörkuð geta mannsins til að tengjast öðrum menningarheimum en sínum eigin. Sumir eiga reyndar fullt í fangi með að ná áttum í náttúrlegum heimkynnum sínum.

Tækni flyst auðveldlega á milli menningarheima. En það gildir ekki um menninguna sjálfa. Og Facebook er aðeins tækni.


mbl.is Horfurnar dökkar fyrir Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband