Heimsveldi gegn lýðræði

Theresa May berst fyrir pólitísku lífi sínu þegar hún mætir andstæðingum sínum í Brussel að semja um Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. May er lýðræðislega kjörin og með beint umboð frá þjóð sinni sem kaus Brexit.

Andstæðingar hennar eru fulltrúar ríkjabandalags sem lúta ekki lýðræðislegu aðhaldi. Forveri sitjandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, sagði fyrir áratug að líta bæri á sambandið sem heimsveldi.

Rómverjar voru fyrsta heimsveldið á vesturlöndum. Þeirra stjórnlist fólst í að deila og drottna. Sama stjórnspekin ræður ríkjum í Brussel. Þeir etja saman enskum og írskum hagsmunum, efna til ófriðar.

Heimsveldi gefa lítið fyrir lýðræði eða þjóðarvilja. Völd og áhrif eru ær og kýr heimsvelda.

 


mbl.is Samkomulag um útgöngu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nei það eru fyrst og fremst ÍRAR sem gæta að sínum hagsmunum, og þar sem ESB er nokkuð lýðræðislegt apparat þá er þeirra hagsmunum haldið á lofti í samtölum ESB við Breta.

Skeggi Skaftason, 8.12.2017 kl. 07:53

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll

Þrátt fyrir að ég sé a móti ESB. og hlynntur Brexit, þá er hún Theresa May forsætisráðherra frekar lélegur stjórnálamaður, og það er spurning hvort hægt sé að treysta henni Theresu May?

Image may contain: 3 people, text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 8.12.2017 kl. 09:21

3 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Myndi orða þetta frekar svona að fyrrverandi heimsveldi með fortíðardrauma væri gegn bandalagi lýðræðisríkja :)

Gunnar Sigfússon, 8.12.2017 kl. 10:58

4 Smámynd: Aztec

Þú hefur rétt fyrir þér, Þorsteinn. Theresa May er landráðakvendi sem hefur svikið Breta svo hrottalega að jafnvel fasistar Fjórða ríkisins (Juncker, Mercier, Merkel) eru furðu lostnir á undirgefni þessarar duglausu herfu. Og það hefur verið ljóst frá byrjun að hún ætlaði sér að klúðra Brexit. Hún hefur talað tveim tungum allan tímann en Brexiteers sáu í gegnum hana fyrir löngu.

Og Skeggi: NEI, ESB er ekki á neinn hátt lýðræðislegt. Það er jafnvel hægt að endurskilgreina lýðræði með því að segja: "Lýðræði er það sem ESB er ekki."

Aztec, 8.12.2017 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband