Þjóðin ekki lengur háð einu flugfélagi

Flugleiðir, nú Icelandair, var þjóðarflugfélag. Ef starfsemi félagsins lamaðist vegna verkfalla komu óðra fram kröfur um lögbann.

Ekki lengur. Ef starfsmenn og stjórnendur Icelandair kunna ekki fótum sínum forráð í kjaramálum er það þeirra mál, ekki þjóðarinnar.

Gott hjá Sigurði Inga að koma skýrum skilaboðum áleiðis um að ríkisvaldið bjargi ekki þessu flugfélagi frá sjálfsskaða.


mbl.is Lög á deiluna koma ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um lífeyrissjóðina

Vöxtur lífeyrissjóðanna síðustu ár og áratugi er birtir okkur eina mynd af ríkidæmi þjóðarinnar. Upphafleg voru lífeyrissjóðir alfarið samtryggingarsjóðir.

Einn fyrir alla og allir fyrir einn þýddi t.d. að ungur launþegi sem var fyrir vinnuslysi fékk greiðslu úr sínum sjóði út ævina án þess að borga nema brotabrot af þeirri fjárhæð í iðngjöld. Að sama skapi fékk bú einhleyps og barnlauss launþega ekki krónu í lífeyri hrykki hann upp af fyrir lífeyristökualdur. Þetta er eðli samtryggingar.

Samhliða samtryggingunni greiða launþegar í séreignasjóði í auknum mæli. Séreignin er viðbót við samtrygginguna og myndar sjálfstæða eign.

Valfrelsi launþega til að velja hvert séreignasparnaðurinn fer minnir á að í lífeyrissjóðakerfinu eru geysimiklir peningar. Hagsmunaaðilum er ekki sama um hvernig á málum er haldið.

Almennt hefur lífeyrissjóðakerfið staðið sig vel. Sumar ákvarðanir um fjárfestingar og rekstur orka tvímælis, ekki síst þær sem voru teknar í algleymi útrásar, en í megindráttum virkar fyrirkomulagið. Eftir hrun voru lífeyrissjóðirnir kjölfesta í fjárfestingum sem skipti máli.

Vonandi ber mönnum gæfa til að finna skynsamlega og sanngjarna niðurstöðu um séreignasparnaðinn.


mbl.is Tryggir valfrelsi launþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðrið frá í gær er óafturkræft

Veður er flókið fyrirbæri. Áreiðanlegar veðurspár eru aðeins gerðar til nokkurra daga. Ef veðurfar væri fyrirsjáanlegt ættum við að eiga aðgang að veðurspám til nokkurra vikna eða mánaða.

En það er einfalt að hræða fólk, hvort sem notast er við trúarleg eða veðurfarsleg hindurvitni um að jörðin sé á leiðinni til helvítis.

Veðurfar á jörðinni tekur breytingum, bæði til skemmri og lengri tíma. Á dögum rómversku keisaranna var hlýskeið, sem ágætt væri að fá á ný, segja sumir. Annað hlýtt tímabil var á miðöldum. Á þeim tíma stunduðu norrænir menn landbúnað á Grænlandi. Litla ísöld batt endi á tilvist afkomenda þeirra feðga Eiríks og Leifs á heimsins stærstu eyju.

Þrátt fyrir að viðurkennt sé að veðurfar breytist, alveg sama hvað maðurinn gerir, dynur á okkur síbylja um manngert veður.

Þegar vísindamenn ræða sín á milli er sannfæringin um manngert veðurfar ekki jafn sterk og af er látið. Loftslagsvísindamaðurinn Judith Curry gefur innsýn í þá umræðu.

Á miðöldum var það kaþólska kirkjan sem veitti fullvissu um yfirvofandi dómsdag. Hákirkja alþjóðasinna er í sama hlutverki í dag. Í báðum tilvikum eru efasemdarmenn gagnrýndir fyrir villutrú. En veðrið breytist frá degi til dags og öld frá öld.

 


mbl.is Bráðnun á norðurheimskautinu óafturkræf'?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband